Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 30
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Tafla I. Hlutfallsleg aukriing á CD4+CD25+FoxP3+ frumum. %CD4+CD25+Foxp3+ T fruma af CD4+CD25+ frumum. anti-CD3=0 anti-CD3=l anti-CD3=10 Engin meðhöndlun 1,31% 5,61% 27,57% +CD28 0,29% 9,43% 8,87% +TGFbeta 0,77% 21,30% 28,51% +CD28 +TGFbeta 0,16% 24,84% 39,63% Ályktun: Ljóst er að viðbótarörvun um CD28 viðtakann hefur hamlandi áhrif á sérhæfingu CD4+ frumna í CD4+CD25+FoxP3+ frumur. Hins vegar hefur viðbótarörvun um CD28 viðtakann þegar TGF er til staðar öfug áhrif og hlutfallsleg aukning verður á CD4+CD25+FoxP3+ frumum. Einnig er áhugavert að áhrif TGF hverfa við antiCD3=10 en eru einungis sýnileg við lága ræsingu um CD3 viðtakann (antiCD3=l). Þessar niðurstöður gefa ákveðnar vísbendingar um að lyf sem hindra ræsingu um CD28 viðtakann auki hlutfallslegt magn CD4+CD25+FoxP3+. Hugsanlegt er að slík vitneskja geti skilað sér í nýjum meðferðarleiðum sjálfsofnæmissjúkdóma. V-53 Ræsing T-frumna við brátt hjartadrep Emil Árni Vilbergsson13, Dagbjört Helga Pétursdóttir1, Inga Skaftadóttir1, Guðmundur Þorgeirsson2-3, Björn Rúnar Lúðvíksson1'3 'Ónæmisfræðideild, 2lyflækningasvið I Landspítala, ’læknadeild HÍ emil. vilbergsson@gmail. com Inngangur: Brátt hjartadrep er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar og réttrar meðferðar. Meðferð felst í því að opna lok- aðar kransæðar með segaleysandi lyfjameðferð eða víkkun (PCl: percutaneous coronary intervention). Nýlegar rannsóknir hafa bent til að vefjaskaða hjartadreps megi að hluta til rekja til ræs- ingar á bólgusvari ónæmiskerfisins. Megin markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort finna mætti merki um ræsingu ónæmissvars við brátt hjartadrep. Efniviður og aðferðir: Öllum með brátt hjartadrep er komu á bráðamóttöku Landspítala frá janúar til júlí 2002 var boðin þátt- taka. Þátttakendum var skipt í fjóra hópa eftir því hvaða með- ferðarúrræði voru veitt: 1) engin meðferð, 2) segaleysandi með- ferð er leiddu til opnunar æðar, 3) segaleysandi meðferð sem opnaði ekki æðina og 4) æð er opnuð með PCI. Blóðsýni voru fengin á fjórum tímapunktum á fyrsta sólahring eftir komu. Ræsing kompliment kerfisins var metin með mælingum á C3d. Einnig var ræsing hvítra blóðkoma metin með mótefnalitun og frumutalningu í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengust 16 einstaklingar til þátttöku í rannsókninni. Hjá tíu af sextán tókst að enduropna kransæð. Hlutfall CD4+/CD25+ T-frumna var aukið hjá öllu rannsóknarþýðinu við komu. Auk þess virðist enduropnun kransæða með PCI auka enn frekar á hlutfall þessara T-frumna. Hjá sama hóp fylgdi óveruleg hækkun á C3d opnun kransæða. Ályktun: Þrátt fyrir niðurstöður dýratilrauna og post-mortem meinafræðilegra rannsókna um ræsingu kompliment kerfisins við brátt hjartadrep, sjáum við ekki marktæk merki um slíka ræsingu í heilblóði. Hins vegar benda niðurstöður okkar til að T-fmmu ræsing fylgi endurflæði til blóðþurrðarsvæða hjartans. Þetta rennir stoðum undir þátt ónæmiskerifisins í bólguferli sem fylgir bráðu hjartadrepi við enduropnun kransæða. V-54 B-minnisfrumur sem myndast við bólusetningu gegn meningókokkum C eru langlífar Maren Henneken1, Nicolas Burdin2, Einar Thoroddsen3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir14, Emanuelle Trannoy2, Ingileif Jónsdóttir1'45 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2,Sanofi Pasteur, Frakklandi, 3HNE-deild Landspítala/'læknadeild HÍ, 5deCODE genetics marenh@landspitali.is Bakgrunnur: Til að bólusetning verndi fólk til lengri tíma gegn sýkingum af völdum Neisseria meningitidis af gerð C (MenC) er mikilvægt að hún veki ónæmisminni. Fjöldi og langlífi B-minn- isfrumna gegn MenC fjölsykru var metinn í blóði ungbarna, smábama og unglinga sem höfðu verið bólusett með prótein- tengdu MenC-fjölsykrubóluefni 2-3 árum fyrr. Sértækar B-frum- ur, einkum B-minnisfrumur, voru merktar með flúrskinsmerktri MenC-fjölsykru og greindar í flæðifrumusjá. Efni og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr blóði og lit- aðar með flúrskinmerktum mótefnum og flúrskilmerktri MenC- fjölsykru fyrir greiningu í flæðifrumusjá. Eitilfrumur voru einn- ig örvaðar og fjöldi þeirra sem seytti MenC-sértækum IgG eða IgA mótefnum metinn með svokallaðri ELISPOT aðferð. Magn MenC-sértækra IgM, IgG og IgA mótefna í sermi var mælt með ELISA. Niðurstöður: Hægt var að greina MenC-sértækar B frumur í blóði allt að 3 árum eftir bólusetningu. Tíðni þeirra var 0,01%- 0,78% (miðgildi) af öllum B-frumum í hópum barna og unglinga sem voru bólusett á mismunandi aldri. Flestar MenC-sértæku B-frumurnar höfðu svipgerð minnisfrumna (CD27mcd) í öllum aldurshópum (N=67, miðgildi=100%, efri og neðri fjórðungur 87.5% og 100%). Hlutfall MenC-sértækra B-minnisfrumna af heildarfjölda CD27mcd minnisfrumna sýndi marktæka fylgni við fjölda MenC-sértækra B-frumna (r=0,5617, P< ,0001), og við tíðni B-frumna sem seyttu IgAog IgG mótefnum eftir örvun (r=0,5627, P= ,029) í öllum aldurshópum. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hægt er að merkja MenC-sértækar B-frumur beint með flúrskinsmerktri MenC-fjölsykru og fylgjast þartnig með tilurð og langlífi sértækra B minnisfrumna. Hægt var að greina MenC-sértæk- ar B minnisfrumur allt að 3 árum eftir bólsetningu bama og unglinga. Þessari aðferð má beita sem lið í að meta árangur af bólusetningum og við þróun á nýjum bóluefnum og bólusetn- ingaleiðum. V-55 Lektínferilsprótein og sykrun IgA sameinda í sjúklingum með IgA nýrnamein Ragnhildur Kolka, Magnús Böðvarsson, Sverrir Harðarson, Sigrún Laufey Sigurðardóttir, Helgi Valdimarsson, Þorbjörn Jónsson Ónæmisfræðideild, lyflækningadeild, meinafræðideild og blóðbanki Landspítala ragnhk<Slandspitali.is 30 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.