Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Page 30
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Tafla I. Hlutfallsleg aukriing á CD4+CD25+FoxP3+ frumum. %CD4+CD25+Foxp3+ T fruma af CD4+CD25+ frumum. anti-CD3=0 anti-CD3=l anti-CD3=10 Engin meðhöndlun 1,31% 5,61% 27,57% +CD28 0,29% 9,43% 8,87% +TGFbeta 0,77% 21,30% 28,51% +CD28 +TGFbeta 0,16% 24,84% 39,63% Ályktun: Ljóst er að viðbótarörvun um CD28 viðtakann hefur hamlandi áhrif á sérhæfingu CD4+ frumna í CD4+CD25+FoxP3+ frumur. Hins vegar hefur viðbótarörvun um CD28 viðtakann þegar TGF er til staðar öfug áhrif og hlutfallsleg aukning verður á CD4+CD25+FoxP3+ frumum. Einnig er áhugavert að áhrif TGF hverfa við antiCD3=10 en eru einungis sýnileg við lága ræsingu um CD3 viðtakann (antiCD3=l). Þessar niðurstöður gefa ákveðnar vísbendingar um að lyf sem hindra ræsingu um CD28 viðtakann auki hlutfallslegt magn CD4+CD25+FoxP3+. Hugsanlegt er að slík vitneskja geti skilað sér í nýjum meðferðarleiðum sjálfsofnæmissjúkdóma. V-53 Ræsing T-frumna við brátt hjartadrep Emil Árni Vilbergsson13, Dagbjört Helga Pétursdóttir1, Inga Skaftadóttir1, Guðmundur Þorgeirsson2-3, Björn Rúnar Lúðvíksson1'3 'Ónæmisfræðideild, 2lyflækningasvið I Landspítala, ’læknadeild HÍ emil. vilbergsson@gmail. com Inngangur: Brátt hjartadrep er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar og réttrar meðferðar. Meðferð felst í því að opna lok- aðar kransæðar með segaleysandi lyfjameðferð eða víkkun (PCl: percutaneous coronary intervention). Nýlegar rannsóknir hafa bent til að vefjaskaða hjartadreps megi að hluta til rekja til ræs- ingar á bólgusvari ónæmiskerfisins. Megin markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort finna mætti merki um ræsingu ónæmissvars við brátt hjartadrep. Efniviður og aðferðir: Öllum með brátt hjartadrep er komu á bráðamóttöku Landspítala frá janúar til júlí 2002 var boðin þátt- taka. Þátttakendum var skipt í fjóra hópa eftir því hvaða með- ferðarúrræði voru veitt: 1) engin meðferð, 2) segaleysandi með- ferð er leiddu til opnunar æðar, 3) segaleysandi meðferð sem opnaði ekki æðina og 4) æð er opnuð með PCI. Blóðsýni voru fengin á fjórum tímapunktum á fyrsta sólahring eftir komu. Ræsing kompliment kerfisins var metin með mælingum á C3d. Einnig var ræsing hvítra blóðkoma metin með mótefnalitun og frumutalningu í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengust 16 einstaklingar til þátttöku í rannsókninni. Hjá tíu af sextán tókst að enduropna kransæð. Hlutfall CD4+/CD25+ T-frumna var aukið hjá öllu rannsóknarþýðinu við komu. Auk þess virðist enduropnun kransæða með PCI auka enn frekar á hlutfall þessara T-frumna. Hjá sama hóp fylgdi óveruleg hækkun á C3d opnun kransæða. Ályktun: Þrátt fyrir niðurstöður dýratilrauna og post-mortem meinafræðilegra rannsókna um ræsingu kompliment kerfisins við brátt hjartadrep, sjáum við ekki marktæk merki um slíka ræsingu í heilblóði. Hins vegar benda niðurstöður okkar til að T-fmmu ræsing fylgi endurflæði til blóðþurrðarsvæða hjartans. Þetta rennir stoðum undir þátt ónæmiskerifisins í bólguferli sem fylgir bráðu hjartadrepi við enduropnun kransæða. V-54 B-minnisfrumur sem myndast við bólusetningu gegn meningókokkum C eru langlífar Maren Henneken1, Nicolas Burdin2, Einar Thoroddsen3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir14, Emanuelle Trannoy2, Ingileif Jónsdóttir1'45 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2,Sanofi Pasteur, Frakklandi, 3HNE-deild Landspítala/'læknadeild HÍ, 5deCODE genetics marenh@landspitali.is Bakgrunnur: Til að bólusetning verndi fólk til lengri tíma gegn sýkingum af völdum Neisseria meningitidis af gerð C (MenC) er mikilvægt að hún veki ónæmisminni. Fjöldi og langlífi B-minn- isfrumna gegn MenC fjölsykru var metinn í blóði ungbarna, smábama og unglinga sem höfðu verið bólusett með prótein- tengdu MenC-fjölsykrubóluefni 2-3 árum fyrr. Sértækar B-frum- ur, einkum B-minnisfrumur, voru merktar með flúrskinsmerktri MenC-fjölsykru og greindar í flæðifrumusjá. Efni og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr blóði og lit- aðar með flúrskinmerktum mótefnum og flúrskilmerktri MenC- fjölsykru fyrir greiningu í flæðifrumusjá. Eitilfrumur voru einn- ig örvaðar og fjöldi þeirra sem seytti MenC-sértækum IgG eða IgA mótefnum metinn með svokallaðri ELISPOT aðferð. Magn MenC-sértækra IgM, IgG og IgA mótefna í sermi var mælt með ELISA. Niðurstöður: Hægt var að greina MenC-sértækar B frumur í blóði allt að 3 árum eftir bólusetningu. Tíðni þeirra var 0,01%- 0,78% (miðgildi) af öllum B-frumum í hópum barna og unglinga sem voru bólusett á mismunandi aldri. Flestar MenC-sértæku B-frumurnar höfðu svipgerð minnisfrumna (CD27mcd) í öllum aldurshópum (N=67, miðgildi=100%, efri og neðri fjórðungur 87.5% og 100%). Hlutfall MenC-sértækra B-minnisfrumna af heildarfjölda CD27mcd minnisfrumna sýndi marktæka fylgni við fjölda MenC-sértækra B-frumna (r=0,5617, P< ,0001), og við tíðni B-frumna sem seyttu IgAog IgG mótefnum eftir örvun (r=0,5627, P= ,029) í öllum aldurshópum. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hægt er að merkja MenC-sértækar B-frumur beint með flúrskinsmerktri MenC-fjölsykru og fylgjast þartnig með tilurð og langlífi sértækra B minnisfrumna. Hægt var að greina MenC-sértæk- ar B minnisfrumur allt að 3 árum eftir bólsetningu bama og unglinga. Þessari aðferð má beita sem lið í að meta árangur af bólusetningum og við þróun á nýjum bóluefnum og bólusetn- ingaleiðum. V-55 Lektínferilsprótein og sykrun IgA sameinda í sjúklingum með IgA nýrnamein Ragnhildur Kolka, Magnús Böðvarsson, Sverrir Harðarson, Sigrún Laufey Sigurðardóttir, Helgi Valdimarsson, Þorbjörn Jónsson Ónæmisfræðideild, lyflækningadeild, meinafræðideild og blóðbanki Landspítala ragnhk<Slandspitali.is 30 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.