Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 29
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 56
Inngangur: Angafrumur hafa mikilvægu hlutverki að gegna í
sérhæfingu T-frumna og þar með talið sérhæfingu ónæmissvara.
Sýnt hefur verið fram á að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur hafa
áhrif á makrófaka og T-frumur, en lítið er vitað um áhrif þeirra
á angafrumur.
Markmið: Markmið þessa verkefnis er að kanna áhrif ómega-3
fjölómettuðu fitusýrunnar eikósapentaeonsýru (EPA) á þroskun
angafrumna.
Aðferðir: CD14+ mónócýtar úr heilbrigðu blóði voru þroskaðir
í angafrumur með því að rækta þá með IL-4 og GM-CSF í viku.
Síðasta sólarhringinn var 50pM af EPA bætt út í suma brunna.
Til samanburðar voru angafrumur ræktaðar með ómega-6 fjöl-
ómettuðu fitusýrunni arakídonsýru (AA) eða án fitusýra. Eftir
þvott voru angafrumumar ræstar með því að rækta þær með
IL-1 og TNF- í 2 daga. Þá var tjáning ýmissa yfirborðssameinda
sem tengjast ræsingu angafrumnanna mældar með frumuflæð-
isjá og seytun boðefna mæld með ELISA.
Niðurstöður: Þegar angafrumur vom ræktaðar í 24 tíma með
EPA og síðan ræstar með IL-1 og TNF- tjáðu marktækt færri
frumur ræsisameindirnar CD40 (tengist CD40L á T-frumum),
CD80 og CD86 (miðlar boðum til T -rumna í gegnum CD28),
CD197 (CCR7, dregur angafrumur til eitla), CD209 (DC-SIGN,
tekur þátt í viðloðun við óreyndar T-frumur í eitlum), og HLA-
DR (sýnir T-frumum ónæmisvaka) en frumur sem voru rækt-
aðar með AA eða engum fitusýrum. Enginn marktækur munur
var á seytingu boðefnanna IL-6, IL-10, og IL-12p40.
Ályktun: Meðhöndlun angafmmna með EPA hefur áhrif á tján-
ingu sameinda sem draga angafrumur inn í eitla, miðla viðloðun
við T-frumur og taka þátt í vakasýningu og ræsingu T-frumna.
Meðhöndlun með EPA getur því hugsanlega dregið úr hæfni
angafrumnanna til að ræsa T-fmmur og hafa þannig áhrif á
sérhæfingu ónæmissvars.
V-51 Áhrif TGF-1 og T-stýrifrumna á Immunological
synapse
Brynja Gunnlaugsdóttir1'2-3, Björn Rúnar Lúðvíksson13
'Ónæmisfræðideild, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspíala,
3læknadeild HÍ
brynja@landspitali.is
Inngangur: Immunological synapse (IS) kallast samskiptaflötur
sýnifmmna og T-frumna. Fyrri niðurstöður okkar benda til þess
að boðefnið Transforming growth factor betal (TGF-1) hafi
mögulega neikvæð áhrif á frumræsingu T-frumna með því að
hindra myndun eða stöðugleika IS.
Markmið: Að sannreyna þá tilgátu að TGF-þl hafi áhrif á IS. í
ljósi þess að bæliáhrif svonefndra CD4+ CD25+ T-stýrifrumna á
virkni annarra T-frumna fer mögulega fram með hjálp TGF- 1,
voru áhrif T-stýrifrumna á IS einnig skoðuð.
Aðferðir: Einkjarna hvítfrumur (PBMC's), CD4+CD25- T-frum-
ur og CD4+CD25+ T-stýrifrumur voru einangraðar úr blóði
heilbrigðra einstaklinga. Plastkúlur húðaðar með vaxandi styrk
mótefna gegn T-frumuviðtaka-komplexinum (anti-CD3e) voru
notaðar sem staðgengils-sýnifrumur. T-frumur voru paraðar
við jafnmargar „sýnifrumur" og ræktaðar í 15 mínútur í serm-
islausu æti (án TGF-þl). Hlutfall CD4+CD25+ T-stýrifrumna á
móti öðrum T-frumum var 0,10 og 50%. TGF-1 var bætt í valdar
ræktir og einnig sértækum T RI kínasa-hindra (hindrar boðferli
TGF-þ). Áhrif TGF- 1 og CD4+CD25+ T-stýrifruma á pörunar-
tíðni T-frumna við staðgengils-sýnifrumur úr plasti voru metin
í frumuflæðisjá (pörunartíðnin gefur ákveðna vísbendingu um
myndun og stöðugleika IS). Áhrif T RI kínasa-hindra á fjölgun
PBMC's var metin út frá upptöku á geislamerktu Thymidíni
eftir ræsingu með anti-CD3 (0,1 og 10) í 48 og 96 klst, með eða
án TGF-1.
Niðurstöður: Hvorki TGF- 1 né T RI kinasa-hindrinn höfðu bein
áhrif á pörunarhlutfallið. Hins vegar lækkaði hlutfall paraðra
T-frumna ef T-stýrifrumur voru til staðar. Áhugavert er að
þetta hlutfall lækkaði enn frekar ef TþRl-kínasa hindrinn var
til staðar. T Rl-kínasa hindrinn bældi fjölgun PBMC's og aflétti
ekki bæliáhrifum TGF-.
Ályktun. Niðurstöðurnar styðja því ekki þá tilgátu að TGF- 1
hafi áhrif á IS myndun, hvorki beint, né í gegnum T-stýrifrumur.
Hins vegar virðast CD4+CD25+ T-stýrifrumur hafa neikvæð
áhrif á IS myndun sem aukast ef boðferlar óháðir TGF-þl um
TpRI eru hindraðir.
V-52 Áhrif TGFbetal á þroskun og sérhæfingu T-frumNa í
CD4+CD25+FoxP3+ T-frumur
Laufey Geirsdóttir1-2, Brynja Gunnlaugsdóttir1-2'3, Þórunn Hannesdóttir2,
Inga Skaftadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1-2
'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3gigtarrannsóknarstofu
Landspítala
iagi@hi.is
Inngangur: CD4+CD25+ T stýrifrumur (e. Treg's) viðhalda
sjálfsþoli og koma í veg fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma. FoxP3
umritunarþátturinn (e. forkhead box protein 3) hefur helst
verið notaður til að aðgreina T-stýrifrumur en hann hefur
lykilhlutverki að gegna í þroskun og virkni T-stýrifrumna.
Helsta frumuboðefnið sem talið er að auki tjáningu á Foxp3
er TGF (e. transforming growth factor beta) en sýnt hefur
verið fram á að TGF 1 bælir almennt bólguferla og stuðli að
sérhæfingu T-frumna í T-stýrifrumur í hóstarkirtli.
Marlcmið: Meta hvort mismunandi ræsingarumhverfi T-frumna
hafi áhrif á tilurð T-stýrifrumna.
Aðferðir: PBMC úr blóði fullorðinna voru einangraðar á ficoll
eftir hefðbundinni aðferð. Frumufjölgunin var metin með
CFSE aðferð. Frumur ræktaðar ó 96 holu „round bottom cells"
bakka og ræktaðar með og án TGF . Ræsingarskilyrði voru;
+/- CD28 viðbótarræsing ásamt antiCD3= 0, antiCD3=l (lpg
anti-CD3/mL) og antiCD3=10 (lOpg anti-CD3/mL). Ræktun í
3 daga. Frumumar litaðar fyrir yfirborðssameindunum CD25,
CD4, TGFbeta og fyrir umritunarþættinum FoxP3. Greining í
flæðifrumusjá.
Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að
hjálparörvun um CD28 hefur neikvæð áhrif á tjáningu FoxP3
umritunarþáttinn við öll ræsingarskilyrði en ef TGF er til staðar
hverfa þessi áhrif og fleiri frumur sérhæfast í CD4+CD25+FoxP3+
frumur. Sjá töflu I.
LÆKNAblaðið 2008/94 29