Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 44
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-88 Lífsgæði og endurhæfingarþarfir sjúklinga sem fá lyfjameðferð við krabbameini - langtímarannsókn Þórunn Sævarsdóttir1, Nanna Friðriksdóttir1, Sigríður Gunnarsdóttiru ’Lyflækningasviði II Landspítala, dijúkrunarfræðidcild HÍ torunnsa@landspitali.is Inngangur: Greining og meðferð við krabbameini hefur áhrif á lífsgæði, og er þekking á því mikilvæg fyrir hjúkrun krabba- meinssjúklinga.. Markmið: Að kanna breytingar á lífsgæðum og endurhæfing- arþörfum einstaklinga sem fá lyfjameðferð við krabbameini yfir 6 mánaða tímabil. Aðferð: Þátttakendur svöruðu C ARES-SF (C Ancer Rehabilitation Evaluation System, Short Form) við upphaf lyfjameðferðar (Tl), eftir 3 (T2) og sex mánuði (T3). C ARES-SF spurningalistinn metur lífsgæði og endurhæfingarþarfir, inniheldur 59 vandamálamið- aðar spurningar sem skiptast niður í 5 lífsgæðaþætti., líkamleg einkenni, sálfélagsleg líðan, kynlíf, samskipti við maka og sam- skipti við heilbrigðisstarfsfólk. Mögulegt lífsgæðaskor er 0-4, hærra skor gefur til kynna verri lífsgæði. Endurhæfingarþarfir eru metnar með því að spyrja hvort viðkomandi óski eftir aðstoð við hvert vandamál. Niðurstöður: Við upphaf lyfjameðferðar (Tl) var fjöldi þátttak- enda 144,90 konur og 54 karlar og meðalaldur (SD) 55 (12,1) ár. Eftir 3 mánuði (T2) voru þátttakendur 109 og 92 eftir 6 mán- uði (T3) . Lífsgæðaskorið (SD) mældist marktækt hærra eftir 3 (0.96(0.53)) og 6 (0.90(0.50)) mánuði borið saman við upphaf lyfjameðferðar (0.70(0.43)) (p=0,01). Á öllum tímapunktum voru lífsgæðin verst á kynlífs -og líkamlegum þáttum spurningalist- ans og best á þættinum samskipti við fagfólk. Það var ekki mar- tækt samband milli lífsgæða og sjúkdómsbreyta, né lífsgæða og lýðfræðilegra breyta fyrir utan aldur. Eldri sjúklingar voru með marktækt betri lífsgæði en yngri sjúklingar. Meðalfjöldi end- urhæfingarþarfa var 3,3 (Tl), 2.97 (T2) og 3,2 (T3) og munurinn ekki marktækur. Algengustu endurhæfingarþarfirnar tengdust þreytu, verkjum, svefnleysi og kvíða. Ályktun: Þátttakendur upplifðu marktækt verri lífsgæði yfir 6 mánaða tímabil frá upphafi lyfjameðferðar. Lífsgæðin mæld- ust verst á kynlífs -og líkamlegum þáttum spurningalistans. Meðalfjöldi endurhæfingarþarfa var svipaður yfir tímabilið og flestar tengdust líkamlegum vandamálum. V-89 Andlát eftir heimferð frá bráðamóttöku Landspítala Hringbraut Oddný S. Gunnarsdóttir1, Vilhjálmur Rafnsson2 ^Skrifstofu vísinda, kennslu og þróunar, Landspítala,2 rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild HÍ oddnysgu@landspitali.is Inngangur: Aftursýnar rannsóknir á þeim sem útskrifuðust af bráðamóttökum og létust skömmu síðar hafa sýnt að andlátin komu óvænt, þau tengdust sjúkdómsgreiningu við útskrift frá bráðamóttökunni eða gáfu til kynna læknamistök. Meira en 20% þeirra sem fóru heim af bráðamóttökunni fengu illa skilgreindar sjúkdómsgreiningar. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta tengsl illa skilgreindar sjúkdómsgreininga (R-flokkurinn sam- kvæmt Alþjóðlegu tölfræðiflokkun sjúkdóma) við dánarmein þeirra sem létust innan 8,15 og 30 daga eftir heimferð frá bráða- móttökunni. Aðferð: Þetta er framsýn rannsókn og gögnin eru rafrænar skrár frá bráðamóttökunni á tímabilinu 1995 til 2001. í skránum voru upplýsingar um kyn, aldur, kennitölu, komudag og sjúkdóms- greiningu. Dánarmein voru fundin úr Dánarmeinaskrá með samkeyrslu á kennitölum. Reiknað var hættuhlutfall (hazard ratio, HR) og 95% öryggismörk (ÖM) í tímaháðri greiningu þar sem dánartíðni þeirra með illa skilgreindar sjúkdómsgrein- ingar var borin saman við dánartíðni þeirra sem fengu aðrar sjúkdómsgreiningar. Niðurstöður: Af þeim sem létust innan 8 daga voru 11% með illa skilgreindar sjúkdómsgreiningar við útskrift. Dánartíðni innan 8 daga var 208,5, innan 15 daga 347.4 og innan 30 daga 648.6 á hverja 100.000. HR hjá körlum sem létust innan 8 daga var hærra en hjá konum og aldur tengdist hækkaðri dánartiðni. HR þeirra með illa skilgreindar sjúkdómsgreiningar miðað við þá með aðrar sjúkdómsgreiningar var 0,44(95% ÖM 0.20 til 0.96) að teknu tilliti til aldurs og kyns. Ályktun: Dánartíðni þeirra sem létust innan 8 daga er talsvert hærri en fundist hefur í tveimur bandarískum rannsóknum, sem gæti skýrst af því að auðvelt er að fylgja fólki eftir í Þjóðskrá og Dánarmeinaskrá hér á landi. Þeir sem útskrifast af bráða- móttökunni með illa skilgreindar sjúkdómsgreiningar hafa lægri dánartíðni en aðrir, en óvíst er hvort það er ásættanlegt að einstaklingar látist skömmu eftir útskrift með þessa sjúkdóms- greiningar og spurning vaknar um hvort viðkomandi hafi verið rétt metnir á móttökunni. V-90 Áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma fyrir fimmtugt - samanburður á hlutfallslegri og raunverulegri áhættu í áhættureiknivél Geir Hirlekar1, Thor Aspelund1-2, Vilmundur Guðnason1'2, Þórarinn Guðnason1'2-3, Karl Andersen1-2-3 'HI, 2Hjartavernd, 3Landspítala geir@hi.is Inngangur: í nýjum leiðbeiningum Evrópsku hjartalæknasam- takanna ESC í september 2007 um forvarnir hjarta- og æðasjúk- dóma er mælt með að notast við hlutfallslega áhættu (relative risk) fremur en raunáhættu (absolute risk) hjá konum og ungu fólki. Með því að notast við hlutfallslega áhættu hjá þessum hópum má reyna að finna þá sem eru í margfaldri áhættu miðað við jafnaldra. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman hefðbundna aðferð með áhættureiknivél Hjartaverndar sem styðst við raunáhættu og að reikna hlutfallslega áhættu ein- staklings miðað við markgildi. Leitað var svara við þeirri spum- ingu hvort hlutfallsleg áhætta væri betri aðferð til aðgreiningar en raunáhætta. Aðferðir: Notuð voru gögn úr Hóprannsókn Hjartaverndar (The Reykjavík study). Alls 15.763 einstaklingar á aldr- inum 36-64 ára. Kransæðasjúkdómur var skilgreindur sem einhver af atburðunum kransæðastífla, hjáveituaðgerð eða 44 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.