Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 27
V í S I N D I
A VORDOGUM
FYLGIRIT 56
Inngangur: Vakning hefur orðið um áhrif sálrænna þátta á fram-
gang langvarandi sjúkdóma líkt og sykursýki. Fjöldi erlendra
rannsókna benda til þess að sálfræðileg aðstoð geti aukið
almenna vellíðan, bætt blóðsykursstjórnun og dregið úr líkum
á fylgikvillum. Því er mikilvægt að kanna hvaða og hvernig sál-
fræðilegir þættir tengjast framvindu sykursýki á íslandi.
Markmið: Að kanna tengsl sálfélagslegra breyta, t.d. bjargráða
og félagslegs stuðnings, einkenna kvíða og þimglyndis og
framgangs sykursýki eitt hjá ungu fólki.
Aðferðir: Þátttakendur voru 56 sykursýkissjúklingar á aldrinum
20-30 ára sem mætt hafa í eftirlit á D-G3 á Landspítala.
Alls uppfylltu 72 þátttökuskilyrði en svarhlutfall var 78%.
Sjálfsmatskvarðar voru notaðir til að meta m.a. þunglyndi,
kvíða, bjargráð og félagslegan stuðning. Einnig var spurt um
lífsstíl og sjálfsstjórn. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám
um niðurstöður blóðsykursmælinga, fylgikvilla, mætingu,
sýrueitrun o.fl.
Niðurstöður: Að meðaltali lækkaði HbAlc eftir tímabilum,
síðasta gildi á barnadeild var að meðtaltali 9,2% en nýjasta á
D-G3 8,1%. Einungis 28,7% mættu til eftirlits fjórum sinnum eða
oftar á einu ári; þeir sem voru komnir með fylgikvilla mættu
oftar en hinir. Minni notkun á tilfinningamiðuðum bjargráðum
tengdist betri meðferðarheldni og minni kvíða og þunglyndi, en
meiri notkun fleiri fylgikvillum. Þeir sem notuðu verkefnamiðuð
bjargráð mældust með færri einkenni kvíða og þunglyndis. Eftir
því sem stuðningsaðilar voru fleiri og gæði stuðnings meiri því
minni kvíða og þunglyndi upplifðu þátttakendur.
Ályktun: Á heildina litið virðist meðferðarheldni hjá ungu
fólki með sykursýkinni vera ábótavant. Það virðist ekki huga
nægilega að blóðsykurstjórnun fyrr en fylgikvillar gera vart við
sig. Af niðurstöðum má ætla að þessum hóp myndi gagnast
sálfræðileg aðstoð til viðbótar við hefðbundna meðferð. Sú
viðbót gæti aukið lífsgæði t.d. með því að gera fólki auðveld-
ara að sætta sig við ástandið, greina og hafa áhrif á hegðun sem
bæti umhirðu og finna árangursríkar leiðir til að takast á við
sjúkdóminn.
V-46 Val158met breytileiki catechol-O-methyltransferasa og
antisaccade augnhreyfingar í geðklofa
H. Magnús Haraldsson1, Ulrich Ettinger2, Brynja B. Magnúsdóttir1'2,
Þórður Sigmundsson1, Engilbert Sigurðsson1, Hannes Pétursson1
*Geðdeild Landspítala, 2King's College University of London, Institute of
Psychiatry
hmagnus@landspitali.is
Inngangur: Catechol-O-methyltransferasi (COMT) brýtur niður
dópamín í framheila. Breytileiki á einum stað í COMT geninu
veldur því að einstaklingar hafa mismunandi hlutfall valíns
(val) metíóníns (met) samsæta á codon 158. Breytileikinn
hefur áhrif á hraða dópamínniðurbrots og hafa val arfhreinir
3-4 sinnum hraðara niðurbrot en þeir sem eru met arfhreinir.
Breytileikinn hefur mikið verið rannsakaður í geðklofa enda
fjöldi vísbendinga um að dópamínvirkni í framheila tengist
meingerð sjúkdómsins. Vísbendingar eru um að breytileikinn
tengist frammistöðu á prófum sem meta framheilastarfsemi.
Þannig geti val tengst betri frammistöðu á prófum sem krefjast
stöðugrar endurnýjunar vinnsluminnis (cognitive flexibility)
en met betri frammistöðu þar sem krafist er stöðugrar athygli
(cognitive stability). Antisaccade augnhreyfingar (AS) reyna
mjög á sveigjanleika í vitrænni starfsemi. Truflanir á AS eru
innri svipgerðir sem notaðar eru í erfðarannsóknum á geðklofa.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif COMTval/met
breytileikans á AS augnhreyfingar í geðklofasjúklingum og
heilbrigðum.
Aðferðir: Augnhreyfingar voru mældar með innrauðri ljóstækni
í 118 sjúklingum með geðklofa og 109 heilbrigðum einstaklingum.
Þátttakendur voru greindir m.t.t. COMTval/met breytileika og
skipt í hópa eftir val samsætum (val vs ekki-val).
Niðurstöður: Sjúklingar höfðu marktækt fleiri villur, lengri
viðbragðstíma og ónákvæmari AS augnhreyfingar en heilbrigðir
(p< 0,004). Met arfhreinir höfðu marktækt fleiri villur en þeir
sem höfðu val samsætur (p=0,038). Ekki var marktækur munur á
hópunum fyrir viðbragðstíma eða nákvæmni AS augnhreyfinga
og engin marktæk víxlhrif voru milli sjúklinga og heilbrigðra
(p>0,l).
Ályktanir: Niðurstöður samrýmast kenningum um að val
samsæta bæti frammistöðu á prófum sem meta sveigjanleika í
vitrænni starfsemi.
V-47 Geðheilsa kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð:
Algengi einkenna þunglyndis, kvíða og streitu á þremur
tímabilum meðgöngu og 9 vikum eftir barnsburð
Linda Bára Lýðsdóttir1, Pétur Ingi Pétursson1, Halldóra Ólafsdóttir1, Pétur
Tyrfingsson1, Jón Friðrik Sigurðsson1-2, Marga Thome3, Arnar Hauksson4,
Sigríður Brynja Sigurðardóttir5, Sigríður Sía Jónsdóttir
’Geðsviði Landspítala, Tæknadeild HÍ, 3hjúkrunarfræðideild HÍ, 4Miðstöð
mæðravemdar, 5Heilsugæsla Grafarvogs
lindabl@landspitali. is
Inngangur: Rannsóknir á geðheilsu kvenna í tengslum við
meðgöngu og fæðingu hafa einkum beinst að þunglyndi eftir
barnsburð. Færri rannsóknir hafa beinst að líðan kvenna á sjálfri
meðgöngunni og hafa kvíði og streita einkum orðið útundan.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna
algengi þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá þunguðum konum
og nýbökuðum mæðrum. Jafnframt voru streitueinkenni
könnuð.
Aðf erðir: Skimað var eftir þunglyndi, kvíða og streitu á meðgöngu
og eftir bamsburð hjá konum sem komu til mæðraskoðunar á 11
heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu frá 1. maí 2006 til
1. mars 2008. Um er að ræða hluta af stærri rannsókn þar sem
fyrirhugað er að skima eftir þunglyndi, kvíða og streitu hjá allt
að 5000 verðandi mæðrum og kanna þætti sem hugsanlga spá
fyrir um fæðingarþunglyndi.. Tvö skimunarpróf, - Edinburgh
Postnatal Depression Scale (EPSD; Cox, Holden og Sagovsky,
1987) og Depression Anxiety and Stress Scales (DASS; Lovibond og
Lovibond, 1995), - voru lögð fyrir konumar fjórum sinnum á 16.,
25. og 36. viku meðgöngu og á níundu viku eftir barnsburð.
Niðurstöður: Algengi kvíðaeinkenna á 16. viku meðgöngu var
svipað og algengi þunglyndiseinkenna en jókst eftir því sem leið
LÆKNAblaðið 2008/94 27