Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 15
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 56
V-15 Risablaðra í lunga læknuð með skurðaðgerð
Hilmir Ásgeirsson', Dóra Lúðvíksdóttir1, Ólafur Kjartansson2, Tómas
Guðbjartsson3-4
'Lungnadeild, 2myndgreiningardeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild
Landspítala, 4læknadeild HÍ
hilmirasg@yahoo. com
Inngangur: Risablaðra í lungum (giant bulla) er loftfyllt rými
sem nær yfir >1/3 lungans. Þetta er sjaldgæft fyrirbæri og orsök-
in eyðing og þensla á lungnavef líkt og sést í lungnaþembu. I
blöðrunum er lítið loftflæði og taka þær lítinn þátt í lofskiptum.
Með vaxandi stærð blöðrunnar finna sjúklingar fyrir mæði og
hætta á fylgikvillum eins og blæðingum, sýkingum og loftbrjósti
eykst. Því getur þurft að fjarlægja risablöðrur með skurðaðgerð.
Hér er lýst slíku tilfelli sem greindist á Landspítala.
Tilfelli: 49 ára stórreykingamaður var greindur á lungnamynd
með risastóra blöðru í hægra lunga. Hann hafði þriggja mán-
aða skeið haft endurteknar efri loftvegasýkingar, þurran hósta
og vaxandi mæði. Hann var áður hraustur og hafði ekki fyrri
sögu um lungnasjúkdóma. Á TS sást að blaðran var 17 cm í
þvermál, staðsett í neðra blaði þar sem hún þrýsti á efra og
miðblað. Einnig sáust minni blöðrur miðlægt í efra blaði en
vinstra lunga var eðlilegt að sjá. Rúmmál risablöðrunnar mæld-
ist 3,1 L á sneiðmyndunum en heildarrúmmál blaðranna 3,2 L.
Ondunarmæling sýndi talsverða herpu en þó með blandaðri
mynd (tafla I). Með því að bera saman lungnarúmmálsmælingar
með tveimur mismunandi aðferðum, þrýstingsaðferð (heildar-
lungnarúmmál) og þynningaraðferð (lungnarúmmál með virku
loftflæði), var rúmmál blaðranna áætlað 2,9 L (tafla 1). Vegna
einkenna sjúklings og stærðar blaðranna var ákveðið að taka
sjúkling í aðgerð. Blöðrurnar í efra blaðinu voru fjarlægðar með
fleygskurði (bullectomy) þar sem notast var við Coreft’r/'-remsur
til styrkingar á heftilínunni. Risablaðran var síðan fjarlægð í
heild sinni með leifum neðra blaðs (lobectomy). Einnig var gerð
fleiðrulíming með talkúmi til að fyrirbyggja loftleka. Bati eftir
aðgerð var góður, kerar voru fjarlægðir á þriðja degi og sjúkling-
ur útskrifaður viku frá aðgerð. Fjórum mánuðum síðar er hann
við góða heilsu og aftur kominn til vinnu. Öndunarmælingar
eftir aðgerð sýna verulega bætta öndunarstarfssemi (tafla I).
Umræða: Þetta tilfelli sýnir að hægt er að lækna risablöðrur í
lunga með skurðaðgerð og að hægt er að mæla rúmmál blaðr-
anna með myndgreiningarrannsóknum eða öndunarmæling-
um.
Tafla I. Öndunarmælingar (L og viðmiðunargildi í %).
Fyrir aðgerð 3 mán e. aðgerð
FEVl 2,27 (62%) 2,94 (80%)
FVC 3,10 (69%) 4,11 (91%)
FEVl / FVC 0,73 0,72
TLC ÞRA 7,31(105%) 5,30 (76%)
TLC ÞYA 4,41 (63%) 5,33(76%)
ÞRA - ÞYA (= rúmmál blöðru) 2,90 -0,03
FEVl=forced expiratory volume in 1 sec, FVC=forced vital capacity, TLC=total lung capacity, ÞRA=þrýstingsaöferö, ÞYA=þynningaraöferó
V-16 Tjáning próteina í nýrnakrabbameini og eðlilegum
nýrnavef skoðuð með örflögutækni
Hrefna Guðmundsdóttir1, Sigurlína Dögg Tómasdóttir2, Fjóla
Haraldsdóttir2, Eiríkur Jónsson3, Guðmundur Vikar Einarsson3, Rósa
Björk Barkardóttir2, Sigríður Zoega3, Tómas Guðbjartsson3, Sverrir
Harðarson2, Vigdís Pétursdóttir2
'Nýrnadeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild
Landspítala, 4læknadeild HÍ
hrefnag@landspitali. is
Inngangur: Tíðni nýrnafrumukrabbameins hefur vaxið und-
anfarin ár, að hluta vegna bættra greiningaraðferða. Greinast nú
fleiri sjúklingar á fyrri stigum sjúkdómsins, en dánartíðni hefur
þó haldist tiltölulega óbreytt. Tilgangur rannsóknarinnar var að
leita að mismunatjáðum próteinum í nýrnafrumukrabbameini
og bera saman við eðlilegan nýrnavef.
Efniviður og aðferðir: Vefjasýni 48 sjúklinga með tærfrumu-
gerð nýmafrumukrabbameins voru fengin frá lífsýnasafni
Rannsóknastofu í meinafræði. Vefjasneiðar úr hverju sýni
voru smásjárskoðaðar og aðlægar sneiðar leystar upp í urea
og CHAPS-lausn til próteingreiningar. Sýni voru slembiröðuð
og tvíkeyrð á CMIO flögu (neikvætt hlaðið yfirborð, BioRad
Inc.). Próteintjáning var greind með SELDI örflögutækni
(Surface Enhance Lazer Desorption/Ionization) og skoðuð
með CiphergenExpressClient forriti (Ciphergen Inc.). Tjáning á
próteinum í nýmafrumukrabbameini og eðlilegum vef var borin
saman með Mann Whitney prófi og var núll-tilgátan sú að ekki
væri munur á tjáningu í vefjunum tveimur.
Niðurstöður: Samtals fengust 71 sýni frá 48 einstaklingum. Alls
voru 59 sýni úr krabbameinsvef og 40 þeirra frá æxlum sem
voru stærri en 7 cm (T2). Tólf sýni fengust frá eðlilegum vef.
Þegar borin var saman próteintjáning milli eðlilegs nýrnavefs og
tærfrumukrabbameins fundust 46 mismunatjáð prótein þar sem
munurinn var marktækur upp á p-gildi <0,05, þar af 13 prótein
mismunatjáð með p-gildi <0,001.
Ályktun: SELDI örflögutækni hentar vel til að skoða prótein-
tjáningu úr nýrnavef, bæði á tærfrumukrabbameini og eðlileg-
um nýrnavef. Fjöldi próteina aðgreinir eðlilegan nýrnavef og
tærfrumukrabbamein og má hugsanlega nota slík prótein í
framtíðinni sem æxlismerki (tumor marker).
V-17 Árangur skurðaðgerða við miðblaðsheilkenni
Jón Þorkell Einarsson1, Jónas G. Einarsson1, Helgi J. Isaksson2, Gunnar
Guðmundsson1'4, Tómas Guðbjartsson3-4
'Lungnadeild, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3hjarta- og lungnaskurðdeild
Landspítala, 4læknadeild HÍ
jonthorkell@gmail.com
Inngangur: Miðblaðsheilkenni (MLS) er tiltölulega sjaldgæft
sjúkdómsástand sem einkennist af endurteknu og/eða viðvar-
andi samfalli á miðblaði hægra lunga. Einkenni tengjast end-
urteknum lungnasýkingum þar sem hósti, uppgangur, takverk-
ur og mæði eru algengust. Oftast dugar lyfjameðferð en þegar
hún dugar ekki til er gripið til skurðaðgerðar. Tilgangur þessarar
afturskyggnu rannsóknar var að kanna árangur þessara skurð-
aðgerða hér á landi.
LÆKNAblaðiö 2008/94 1 5