Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 23
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 og streitueinkenni og viðhorf til lífsgæða. Auk þess var skimað eftir persónuleikaröskunum. I upphafi og við lok meðferðar fylltu meðferðaraðilar út staðlað matsblað þar sem meðal annars kemur fram mat og lýsing á vandkvæðum sjúklings, sjálfsvígs- hættu, meðferðarformi og lengd meðferðar. Framkvæmdastjórn Landspítala veitti styrk til rannsóknarinnar og Siðanefnd spít- alans veitti leyfi til hennar. Niðurstöður: Niðurstöður gefa vísbendingu um að árangur af geðmeðferð á göngudeild sé almennt góður, en vísbend- ingamar eru þó ekki traustar sökum mikils brottfalls úr gögn- unum. Greining á því brottfalli hefur leitt í ljós að það megi að nokkru leyti rekja til óskýrrar aðgreiningar bráðamóttöku og göngudeildar. Ályktun: Niðurstöður brottfallsgreiningar hafa verið nýttar til að bæta skipulag og skerpa á aðgreiningu og verkaskiptingu bráðamóttöku og göngudeildar. Tillögur em gerðar að því hvernig megi koma árangursmælingum með CORE-OM betur inn í almennt verklag á göngudeild svo endurtaka megi rann- sóknina í einhverri mynd með betri heimtum á gögnum. V-35 Þróun þunglyndis- og kvíðaeinkenna á meðal íslenskra unglinga og heimsóknir þeirra til geðlækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga Bryndís Björk Ásgeirsdóttir1, Inga Dóra Sigfúsdóttir2, Jón Friðrik Sigurðsson23'4, og Gísli H. Guðjónsson1'2 'Institute of Psychiatry, King's College í London, 2HR, dæknadeild HÍ, 4Geðsviði Landspítala jonfsig@tandsfjitaH.is Inngangur: Erlendar rannsóknir gefa til kynna að á undanförn- um áratugum hafi einkenni þtmglyndis og kvíða farið vaxandi meðal ungs fólks. Á sama tíma hefur aukningar orðið vart í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu við böm og unglinga. Á Islandi hefur nokkuð borið á umræðu um aukningu geðrænna vandamála barna og ungmenna en fáar rannsóknir hafa verið gerðar. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að rannsaka þróun einkenna þunglyndis og kvíða meðal ung- menna á íslandi frá árinu 1997 til 2006 og hins vegar að rannsaka þróun í heimsóknum ungmenna til geðlækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa á sama tímabili. Aðferð: Rannsóknin byggir á fjórum könnunum sem lagðar voru fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á íslandi sem mættir voru í skóla á fyrirlagningardegi árin 1997, 2000, 2003 og 2006. Samanlagt tóku 21.245 nemendur þátt í könn- unum fjórum. Niðurstöður: Kvíðaeinkenni jukust marktækt meðal bæði stelpna og stráka frá árinu 1997 til 2006. Þunglyndiseinkenni jukust einnig marktækt meðal stelpna, en á meðal stráka varð engra breytinga vart. Á sama tímabili hækkaði hlutfall ung- menna sem höfðu einhvern tíma leitað aðstoðar geðlækna, sál- fræðinga og félagsráðgjafa sl. 12 mánuði fyrir könnun. Þá gáfu niðurstöðurnar til kynna að hlutfall þeirra, sem höfðu leitað sér aðstoðar geðlækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa reglulega (6 sinnum eða oftar á ári), hafði aukist marktækt á sama tímabili meðal stelpna en ekki meðal stráka. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna aukningu á einkennum þunglyndis og kvíða meðal ungmenna á íslandi síðasta áratug. Frekari rannsókna er þörf til að athuga ástæður þessarar þróun- ar. Sérstaklega þarf að beina athygli að aukinni áhættu stelpna fyrir bæði einkennum þunglyndis og kvíða. V-36 Áhrif NRG1 á vitræna færni og sjúkdómseinkenni í geðklofa Brynja Björk Magnúsdóttir1-2 *, H. Magnús Haraldsson1, Robin Morris2, Robin Murray2, Engilbert Sigurðsson1, Hannes Pétursson1, Þórður Sigmundsson1 'Geðsviði Landspítala, 2King's College University of London, Institute of Psychiatry brynjabm@landspitali.is Inngangur: Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á fylgni milli Neuregulin 1 gensins (NRGl) og geðklofa. Neuregulin tekur þátt í tjáningu og virkni NMDA, sem er glútamat viðtaki, og sýnt hefur verið fram á tengsl neikvæðra einkenna geðklofa og skertrar glútamatvirkni. Neikvæð einkenni hafa einnig verið tengd verri frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var þríþætt; 1) kanna hvort NRGl hafi áhrif á vitræna færni hjá einstaklingum með geðklofa og heilbirgðum samanburðarhóp, 2) kanna hvort NRGl hafi áhrif á sjúkdómseinkenni í geðklofa, og 3) athuga hvort finna megi fylgni milli vitrænnar færni og sjúkdómseinkenna í geðklofa. Aðferð: Þátttakendur voru valdir í rannsóknina með tilliti til arfgerðar þeirra og var skipt í tvo hópa eftir því hvort þeir hefðu íslensku 5 SNP áhættuarfgerðina á NRGl (80 sjúklingar með geðklofa og 77 heilbrigðir einstaklingar). Taugasálfræðipróf sem meta m.a. minni, stýrihæfni og athygli voru lögð fyrir þátttakendur. Sjúkdómseinkenni voru metin með PANSS einkennalistanum. Niðurstöður: 1) Niðurstöður benda til þess að tilhneiging sé til áhrifa áhættuarfgerðarinnar NRGl á vitræna færni en ekki komu fram marktæk áhrif. 2) Ekki komu fram marktæk áhrif NRGl áhættuarfgerðarinnar á sjúkdómseinkenni geðklofa. 3) Marktæk neikvæð fylgni fannst milli vitrænnar hæfni og allra sjúkdómseinkenna, utan jákvæðra einkenna. Ályktun: Það virðist vera sterkt samband milli slakrar vitrænn- ar færni og neikvæðra einkenna hjá einstaklingum með geð- klofa. Ekki fundust marktæk áhrif NRGl áhættuarfgerðarinnar á vitræna færni né sjúkdómseinkenni í geðklofa, en tilhneigingu í þá átt mátti þó greina. LÆKNAblaðið 2008/94 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.