Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 8
8 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
VEGATOLLAR
Bíleigendur eru sérstök tekjulind fyrir
ríkissjóð. 15,9 milljarðar króna fara til
vegamála á ári en bíleigendur greiða
næstum 50 milljarða í opinber gjöld
vegna reksturs bíla sinna.
Á
þessu ári fara 15,9 milljarðar króna til vega
mála, þar af sex milljarðar til nýframkvæmda
hjá Vegagerðinni. Bíleigendur greiða hins
vegar hátt í 50 milljarða í opinber gjöld á ári
og þar af 29 milljarða króna vegna elds neytis kaupa.
Ög mundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í
Kastljósiíupphafiársaðeinaleiðintilaðfjármagna
viðbótarframkvæmdir, eins og tvöföldun Vesturlands
vegar, Suðurlandsvegar og Reykjanesbrautar, væri
með vegatollum.
Hann sagði ennfremur að ef ekki væri vilji fyrir vega
tollum væri ekki hægt að ráðast í framkvæmdir. Þær
gætu ekki verið í forgangsröð.
Hann sagði að þetta yrðu lágir vegatollar, svona á
bilinu 150 til 300 krónur. Við tökum 200 króna vegatoll.
Lítilfjárhæð?Sumumfinnstþað.Enmargtsmáttgerir
eitt stórt.
Vegatollur upp á 200 kr. gerir 100 þúsund krónur á
ári fyrir t.d. íbúa á Selfossi í aukna skatta við það að
aka í vinnu til Reykjavíkur á hverjum virkum degi.
Þess utan greiðir hann 264 þúsund krónur í eldsneytis
skatta á ári fyrir að aka þessa vegalengd.
Þessi íbúi greiðir því 364 þúsund krónur á ári við
aðsækjavinnutilhöfuðborgarinnar.Hafihann600
þúsund krónur á mánuði í laun fara ein mán aðarlaun,
þ.e. eftir skatta, í að sækja vinnu.
Um Hellisheiðina fóru 6.605 bílar að jafnaði á sólar
hring á síðasta ári, þ.e. 3.302 bílar í hvora átt. Um
Reykjanesbraut var sambærileg tala 9.961 bíll og um
Vesturlandsveg 5.377 bílar, eða 2.689 bílar í hvora átt
á sólarhring.
200 króna vegatollur. Reiknið þið nú. 6.605 bílar um
Hellisheiði á sólarhring. Samtals 1,3 milljónir króna á
dag og 482 milljónir króna á ári.
Ergó;bíleigendurgreiða50milljarðaááriískatta,
15,9 milljarðar fara til vegamála og setja þarf upp
vegatolla komi til „brýnna“ vega framkvæmda. TE
XT
I:
JÓ
N
G.
H
AU
KS
SO
N
M
YN
D:
G
EI
R
ÓL
AF
SS
ON