Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 18

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 18
18 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 FYRST & FREMST Heiða í Nikita fékk FKA–viðurkenninguna Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt sem Heiða í Nikita, hlaut FKA-viðurkenninguna að þessu sinni. Hún stofnaði Nikita ásamt þremur öðrum árið 2000 og allar götur síðan hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Nikita framleiðir fyrst og fremst fatnað fyrir stelpur sem stunda snjóbretta-íþróttina. FKA veitir að jafnaði fjórar viðurkenningar. Hvatningar­ viðurkenningu FKA hlaut Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar. Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Dóra Guðbjört Jónsdótt­ ir, gullsmiður í Gullkistunni við Frakkastíg. Gæfusporið 2011 hlaut Ís­ lands banki – en hlutfall kynja í framkvæmdastjórn bankans er nú hnífjafnt. Hafdís Jóns­ dóttir, formaður félagsins, ávarpaði gesti og stýrði veisl­ unni. Árni Páll Árnason, efna­ hags­ og við skiptaráðherra afhenti viður kenningarnar. Þá hlaut Linda Svanbergsdótt­ ir hjá fyrirtækinu Secret North útflutningsstyrkinn frá FKA að þessu sinni. Hann er veittur félagskonu í FKA til að taka þátt í verkefninu Útflutningur og hagvöxtur á vegum Íslands­ stofu og verður viðkomandi að hafa byggt upp fyrirtæki eða afurð sem er tilbúin til útflutn­ ings. Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt sem Heiða í Nikita, fékk FKA-viðurkenninguna. Árni Páll Árnason, Birna Einarsdóttir og Hafdís Jónsdóttir. Hafdís Jónsdóttir, formaður FKA, ávarpaði gesti og stýrði veislunni. Rósa Helgadóttir, Þóra Helgadóttir og Birna Guðmundsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, og Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra. Linda Svanbergsdóttir, Secret North, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gullsmiður í Gullkistunni, Aðalheiður Birgisdóttir í Nikita og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Reynslumikið starfsfólk sér um að gera viðburðinn þinn ógleymanlegan Öflugt veitingateymi LAVA undir stjórn Viktors Arnar, landsliðskokks, býður spennandi matarupplifun Ógleymanleg veisla í dulúðlegu umhverfi Reynslumikið starfsfólk Bláa Lónsins sér um að uppfylla tæknilegar þarfir og ráðleggja um atriði er varða skipulagningu og framkvæmd viðburða og funda. Nánari upplýsingar má fá í síma 420 8815 eða með því að senda tölvupóst á sales@bluelagoon.is KRAFTMIKIÐ UMHVERFI BLÁA LÓNSINS... ... KEMUR HUGMYNDAFLÆÐINU AF STAÐ www.bluelagoon.is

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.