Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 32

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 32
32 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 „Besti flokkurinn fékk meira fylgi en ég átti von á. Þegar ég heyrði fyrst að Jón Gnarr ætlaði að gefa kost á sér hugs aði ég með mér að hann fengi talsvert fylgi en þó ekki það sem hann náði. Mað­ urinn er húmoristi og góður leikari. Það voru kjöraðstæður fyrir hann eins og andrúmsloftið var. Síðan finnst mér að hann hafi haldið áfram að vera í aðal­ hlut verki en borgin í aukahlutverki. Það gengur ekki miklu lengur fyrir hann að leika það leikrit.“ Finnst þér sem embætti borgarstjóra hafi sett ofan sem virðulegt embætti með tilkomu Jóns Gnarrs í það? Ég er ekki svo ferkantaður að ég sjái alltaf fyrir mér sömu konuna í sömu dragt inni eða sama jakkafataklædda mann inn í embættinu. Við þekkjum dæmi þess víða annars staðar frá að borgarstjórar þurfa ekkert endilega að vera uppstrílaðir og alvöru gefnir. En stjórn borgarinnar og borgar­ stjóraembættið mun setja ofan ef alvöru­ mál eru meðhöndluð af léttúð og grínið er í aðalhlut verki. Mér finnst þeir búnir að ganga allt of langt nú þegar.“ FRAMBOÐ PÉTURS BLÖNDAL Á LANDSFUNDI Landsfundur verður annaðhvort í haust eða byrjun næsta árs. Sérðu fyrir þér framboð gegn þér til formanns flokksins á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins? „Ætli það sé ekki betra að gera ráð fyrir því fremur en ekki. Það er mikil virkni í flokknum.“ Einhver sérstakur sem þú átt von á að bjóði sig fram gegn þér? „Nei.“ Á síðustu stundu fékkst þú óvænt mótframboð af hálfu Péturs Blöndal á síðasta landsfundi og hann náði furðu góðum árangri; fékk um 30% atkvæða á meðan þú fékkst 60%. Varla varstu ánægður með þá útkomu! „Ánægður var ég ekki, en þetta var þó afgerandi stuðningur.“ Þú bættir í raun ekki nema um 2% við þig í fylgi frá landsfundinum vorið 2009 þegar Kristján Þór Júlíusson bauð sig fram gegn þér. Er hægt að túlka stuðninginn við Pétur sem óánægju með þig? „Með góðum vilja má eflaust túlka þetta út og suður. Þessi landsfundur var haldinn til að kjósa varaformann en ég bauð mig einnig fram til formanns, sem ég þurfti ekki að gera, til að fá endurnýjað og óskorað umboð sem formaður flokksins. Það fékk ég með afgerandi hætti. Það er heldur engin ástæða til að gera lítið úr Pétri. Hann á mikið fylgi innan flokksins. Hann er vinsæll og hefur staðið sig mjög vel í starfi í fjölda ára og verið áberandi. Hann er einstaklega duglegur maður og vinnur mikla vinnu sem er ekki öllum augljós. Hann er að frá því eld­ snemma á morgnana og fram á nætur. Hann mætir á alla fundi. Hann tekur að sér og leysir öll verkefni sem til hans rata. Jafn vel þótt hann sé að kafna í verkefnum er hann æstur í að fá að gera meira. Hann er hamhleypa til verka. Hvers vegna ætti hann ekki að fá drjúgan stuðning?“ Efaðist þú eitthvað um stöðu þína sem formaður fyrir síðasta landsfund þegar þú vildir endurnýja umboðið? „Nei, en ég vildi hafa mín mál og minn stuðning á hreinu innan flokksins. En fyrst þú spyrð svona get ég sagt þér að það kemur mér á óvart hve oft menn halda að maður sé hræddur við þetta eða hitt í þessu starfi. Ég stjórnast ekki af hræðslu og ég tók þá ákvörðun einn og óstuddur að láta reyna á umboð mitt á síðasta landsfundi. Sá sem er sáttur við sjálfan sig hefur ekkert að óttast í stjórnmálum. Reyndar á það við í miklu víðara samhengi.“ STJÓRNLAGAÞINGIÐ Víkjum aðeins að stjórnlagaþinginu. Hver er afstaða þín til þessa þings? „Stjórnlagaþingið er óþarfi og fyrst og fremst gæluverkefni forsætisráðherra. Það er óþarfi að efna til stjórnlagaþings með allri þeirri fyrirhöfn og tilkostnaði sem því fylgir. Ég tala nú ekki um með svona kosningafyrirkomulagi sem var í gangi – og hvað þá þegar tilgangurinn með öllu þessu tilstandi er sá einn að gefa Alþingi hugmyndir að nýrri stjórnar skrá. Samkvæmt stjórnarskránni á Alþingi að breyta stjórnarskránni en ekki stjórnlaga þingið.“ Ertu þá á móti því að endurtaka kosninguna til stjórnlagaþings? „Já, ég er það. Það var mjög dræm kosn­ ingaþátttaka síðast sem sýndi að fólk hafði sáralítinn áhuga á stjórnlagaþinginu. Enda er hlutverk þess fyrst og fremst að vera ráðgefandi. Það er Alþingis að breyta stjórnarskránni og þingið á að einhenda sér í það verk sem fyrst. Niðurstaðan hlýtur einnig að draga úr áhuga á bæði per sónu­ kjöri og landinu sem einu kjör dæmi.“ STJÓRNARSKRÁIN Nú sast þú í stjórnarskrárnefnd á árunum 2005 til 2007 og sú nefnd lauk ekki störfum. Hvers vegna var það? Hún lauk ekki störfum enda verkið mjög umfangsmikið. Ég dreg ekki dul á að það voru líka átök innan nefndarinnar um hlutverk forseta Íslands. Þegar nefndin hóf störf voru aðeins nokkrir mánuðir frá því að forsetinn hafði neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þá voru vinstriflokkarnir mjög harðir á því að það væri ætlun okkar í Sjálfstæðisflokknum að vega að forsetanum með breytingum á stjórnarskránni. Ekkert slíkt vakti fyrir okkur. Við vildum hins vegar skýra betur ákvæði um þjóðar­ at kvæðagreiðslur og ræddum m.a. hvort fella ætti brott 26. greinina sem fjallar um að forsetinn geti neitað lögum staðfestingar. Í staðinn kæmi nýtt ákvæði sem tryggði að mikilvæg mál færu í dóm þjóðarinnar. Ég minnist þess þegar þáverandi forseti Alþingis, Halldór Blöndal, fjallaði um beitingu 26. greinar við þingsetningu haust ið 2004 og gerði athugasemdir við inngrip forseta Íslands vegna fjölmiðla­ máls ins. Undir ræðunni gekk drjúg ur hluti stjórn arandstæðinga úr þingsal, hvorki meira né minna, af vanþóknun. Kaldhæðni örlag anna er að margir þeirra sitja á þingi í stjórnarmeirihlutanum og eru núna á móti þjóðaratkvæðagreiðslu og framgöngu forseta Íslands.“ Hvað voruð þið komnir langt með þessar breytingar á sínum tíma? Við vorum búin að vinna talsverða vinnu í að skilgreina verkefnið og byrj­ uðum svona á minna umdeildum atriðum. Allt liggur þetta fyrir í áfanga skýrslu sem gefin var út. Ákvæðið í 26. grein var eitt af mörgum málum sem nefndin ræddi. Um þjóðaratkvæðagreiðslur almennt verð ég að segja að umræðan er oft á tíðum út í hött. Ákvörðun forsetans um að beita greininni og þær tafir sem orðið hafa á því að setja um þetta almenn lög eða nýtt stjórnarskrárákvæði hafa valdið okkur talsverðum vandræðum. Þessu verður að breyta. Það þarf að vera skýrt hvenær þjóðaratkvæðagreiðslur eiga rétt á sér. Hver getur gert til þess tilkall og í hvers konar málum. Ég vil opna fyrir það og skýra réttarstöðuna hvað þetta snertir. En ég er þó íhaldsmaður hvað þetta snertir. Það eiga alls ekki öll mál erindi í þjóðar atkvæði.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.