Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 42

Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Þórunn Erna Clausen leikkona: Hún lék mjög vel og er líka svo falleg og hefur þenn an „elegans“ sem þarf í þetta fræga hlutverk. S igríður Margrét er komin öðru sinni að stjórnvelinum hjá Já. Fyrstu rætur þessa fyrirtækis eru í símaskránni gömlu, sem komið hefur út í meira en 100 ár og enn er símaskráin gefin út hjá fyrirtækinu. Það er arfur frá fyrri tíð. Já er brot af því sem einu sinni hét Landssími Íslands. Núna er fátt eftir sem minnir á upprunann – ja, ann­ að en gamla símaskráin á pappír. „Alveg frá því ég kom fyrst að þessu fyrir tæki hefur dauða gömlu símaskrárinn­ ar verið spáð en hún kemur enn út í 150 þúsund eintökum og það er ekkert á lager hjá okkur,“ segir Sigríður Margrét – eða Sigga Magga. „Við skulum gefa henni nokk­ ur ár enn.“ En Sigríður handfjatlar ekki símaskrá daglega. Já er upplýsingafyrirtæki sem nú á sér sex ára sögu og markmiðið er að hvenær sem einhver þarf að leita sér upp­ lýsinga detti honum eða henni Já fyrst í hug. Vefsvæðið er núna meðal þeirra sem flestir landsmenn heimsækja á hverjum degi og þúsundir Íslendinga nýta sér dag­ lega þjónustu 118. FRÁ SKJÁ Í JÁ Núna í vetur tók Sigríður við forstjórastarfinu hjá Já eftir að fagfjárfestasjóður í vörslu Auðar Capital keypti fyrirtækið út úr Skipt­ um, sem áður voru í eigu Exista. Hrunið er hluti af þessari sögu. Áður var hún árin 2007­2010 sjónvarps­ stjóri hjá Skjá einum, sem einnig er hluti af Skiptum. Nokkra mánuði í vetur var hún raunar yfirmaður beggja fyrirtækja sam­ tímis. Hún segir að samstarf við Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarformann Já og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Skipt­ um, hafi ráðið mestu um flutning milli starfa. Um störf sín hjá Skjánum segir Sigríður að það hafi verið afskaplega skemmtileg reynsla og heiður að fá að vera ein þriggja sjónvarpsstjóra í landinu. Sigríður var í hópi fyrstu starfsmanna hjá Já árið 2005. Hún var meðal þeirra sem bjuggu fyrirtækið til úr þremur deildum hjá Símanum. Þangað kom hún frá IMG Gallup og vann við fyrirtækjaráðgjöf og markaðsrannsóknir með aðsetur á Akureyri. Upphaflega vann hún hjá Ráðgarði, sem síðar rann inn í IMG Gallup. FLUTNINGAR Sigríður er þó ekki Akureyringur og hafði áður en hún settist að í höfuðstað Norður­ lands átt heima í Reykjavík, á Skagaströnd og í Njarðvík. Suðurnesin eru hennar heima byggð. Faðir hennar er sr. Oddur Einarsson, sem varð landsfrægur fyrir að leika prestinn í Kúrekum norðursins, hinni frægu kvik­ mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hann var síðar um tíma bæjarstjóri í Njarðvík. Móðir hennar er Una Dagbjört Kristjáns­ dóttir deildarstjóri. Þau hjón búa nú í Reykjavík. Sigríður fæddist í Reykjavík og bjó þar fyrstu fimm ár ævinnar. Þaðan lá leiðin á Skagaströnd þar sem fjölskyldan var í fimm ár en síðan til Njarðvíkur þar sem Sigríður átti sín unglingsár – og lærði að vinna. „Guðrún Hákonardóttir í Stapafelli kenndi mér að vinna,“ segir Sigríður. „Ég vann þar í fríum um jól og á sumrin. Það var mikil og góð reynsla en stundum öfundaði ég skólasystur mínar af að sitja úti og sleikja sól skinið meðan ég stóð inni á bak við búðar­ borðið í leikfangadeildinni. Eða jólaösin í Stapafelli. Hún er ógleymanleg.“ FYRIRMYNDARUNGLINGUR „Hún var afskaplega góður unglingur, fyrir­ myndarunglingur,“ segir Guðrún, fyrrver­ andi kaupkona í Stapafelli. „Vinnusöm, mætti vel og það var hægt að treysta henni fyrir öllu. Ég var því afskaplega ánægð þegar hún sótti um vinnu aftur eftir fyrsta sumarið.“ Sigríður kom fyrst til vinnu í Stapafelli 14 ára gömul og var þar í fríum fram á menntaskólaár. „Hún var mjög góð náms­ manneskja og aldrei vafi á að hún myndi læra. – Það verður eitthvað úr henni, hugs­ aði ég,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Sigríður hafi verið fylgin sér og að sér hafi virst sem hún hefði ákveðna sýn að stefna að. „Hún er flott kona, sem vekur eftirtekt hvar sem hún kem ur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, er í hópi yngstu stjórnenda á Íslandi en um leið í hópi þeirra sem mesta reynslu hafa innan upplýsingatækni. Hún lærði að vinna bak við búðarborðið í Stapafelli í Keflavík. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON „Það verður eitthvað úr henni“ – segir fyrsti vinnuveitandi Sigríðar Margrétar SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR, FORSTJÓRI JÁ, Í NÆRMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.