Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 50

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND JÓN HÁKON MAGNÚSSON og starfs­ menn KOM fengu það verkefni að setja upp, skipuleggja og hafa umsjón með al þjóð legri fjölmiðlamiðstöð í tengslum við leið togafund Reagans og Gorbatsjovs árið 1986 en hingað komu á þriðja þúsund fjöl­ miðla menn. „Við fengum mikla reynslu út úr því sem hefur nýst okkur síðan,“ segir Jón Hákon en starfsmenn KOM hafa séð um ráðstefnur hér á landi, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum í 18 ár. „Þetta hefur þó verið aukabúgrein hjá okkur en KOM er fyrst og fremst almannatengslafyrirtæki.“ Starfsmönnum KOM fjölgaði úr þremur í 62 og fækkaði svo aftur niður í þrjá eftir að leiðtogafundinum lauk í Höfða 1986. Eins og margir muna eflaust eftir liðu 10 dagar frá því ákvörðun um leiðtogafund­ inn var tekin þar til hann hófst. „Fjölmiðla­ menn komu strax en það var ekkert að gerast hérna. Þeir þurftu að fylla sína dálka í blöðunum sem þeir unnu hjá og við þurft­ um að láta okkur detta allt mögulegt í hug. Við héldum til dæmis dag Leifs Eiríkssonar hátíðlegan við styttuna á Skólavörðuholti fyrir bandarísku fjölmiðlamennina en um opinberan dag í Bandaríkjunum er að ræða. Við fengum bandaríska sendiherrann og formann Íslensk­ameríska félagsins til að koma á Skólavörðuholtið og segja nokk­ ur orð um Leif Eiríksson. Segja má að öll heimspressan hafi mætt og þennan dag skrifuðu margir um að Leifur Eiríksson hefði fyrstur hvítra manna fundið Ameríku. Þannig fórum við að þessu; við reyndum hvað við gátum til að halda fjölmiðlamönn­ unum rólegum þar til fundurinn hófst.“ Jón Hákon segir að hann og starfsfólk hans hafi fengið góð viðbrögð eftir verkefn­ ið tengt leiðtogafundinum. Þess má geta að starf hans og starfsmanna KOM þótti hafa gengið svo vel að hann var fenginn til að annast sambærilegt verkefni vegna leiðtoga fundar Bush og Gorbatsjovs á Möltu þremur árum síðar. „Leiðtogafundurinn gerði Íslandi mikið gagn og kom okkur á heimskortið hvað varðar funda­ og ráðstefnuhald. Margir trúðu því ekki að Íslendingar gætu gert þetta á svona stuttum tíma. Í raun og veru var þetta kraftaverk. Íslendingar eiga það til að vera dugnaðarforkar þegar eitthvað stendur til og við leggjum allt í það.“ Hefur skipt sköpum Jón Hákon segir ekki skipta máli hvort um nokkurra manna fund sé að ræða eða nokk­ ur hundruð manna ráðstefnu: Aðalatriðið sé að gera hlutina vel og muna eftir öllum smáatriðunum; það sé þúfan sem velti hlass inu. „Smáatriðin skipta mestu máli.“ Hann segir að passa þurfi meðal ann­ ars upp á að stólar séu í lagi, að borð séu á rétt um stað, hljóðkerfi virki og að pennar og vatnsglös séu á borðunum. „Við vinn um náið með starfsmönnum hótela og fundar sala og öllum sem koma að þessu hvort sem það eru túlkar, þýðendur eða ljós myndarar. Ef aðalfundur er framundan pössum við upp á að ársskýrslan sé tilbúin tíman lega, að öll gögn séu fyrir hendi og ræðu menn verða að fara eftir þeim tíma sem þeim er úthlut­ að. Við förum ofan í smæstu smáatriði. Það hefur skipt sköpum fyrir okkur og búið til sterkt orðspor. Við auglýs um ekki þessa þjónustu heldur vita menn af okkur.“ Friðelskandi þjóð Að sögn Jóns Hákonar skiptir það máli hvenær árs ráðstefnur eru haldnar. Ef um er að ræða fólk í viðskiptalífinu þá sé besti tíminn frá miðjum janúar fram yfir miðjan maí. Þá fari fólk í frí. Hann segir að Norðurlandabúar sæki hins vegar gjarnan ráðstefnur á Íslandi á sumrin þar sem þeir vilji margir hverjir nota dvölina hér á landi einnig í tengslum við frí og lengi þá dvölina Smáatriðin skipta mestu máli „Við eigum mikla sóknarmöguleika og eigum ekkert endilega að sækjast eftir stórum ráðstefnum,“ segir Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins KOM, sem hefur skipulagt ráðstefnur bæði hér á landi og erlendis. Jón Hákon Magnússon með Höfða í baksýn þar sem leiðtogafundurinn var haldinn 1986. „Leiðtogafund­ urinn gerði Íslandi mikið gagn og kom okkur á heimskortið hvað varðar funda­ og ráðstefnuhald.“ Jón Hákon Magnússon: TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.