Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 51

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 51
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 51 sem því nemi. „Ég hef áhuga á að ná inn fleiri ráðstefnum í tengslum við athafnalíf­ ið. Það fólk er verðmætustu ferðamenn irn­ ir; þeir fljúga á Saga Class, þeir gista í bestu hótelherbergjunum og eyða miklu svo sem í glæsilega kvöldverði og jeppa ferðir. Menn skilja mikinn pening eftir í land inu þegar þeir eru á dagpeningum. Við ættum líka að gera út á alþjóðleg ar ráð ­ stefnur og sérstaklega alþjóðlega samn inga ­ fundi milli deiluaðila. Þeir geta verið lengi í viðkomandi landi, jafnvel í nokkrar vikur. Það ættu allir að geta sætt sig við Íslendinga hvað slíka fundi varðar. Við eigum ekki í útistöðum við neinn, við erum friðelskandi þjóð, hér er lýðræði sem virkar, fréttakerfið virkar og heilbrigðiskerfið virkar þannig að það er ekkert vandamál ef fundargestir veikjast skyndilega.“ Fimm stjörnu hótel Jón Hákon bendir á að hér á landi séu þrjú góð ráðstefnuhótel en að það þurfi að gera betur; kröfurnar séu alltaf að aukast, sér stak lega hvað varðar ráðstefnur þar sem fólk úr viðskiptalífinu kemur saman. „Það vill helst að fundarsalurinn sé í eða við hótelið. Þá eru gerðar miklar kröfur hvað varðar tækni og nýjungar. Það vantar fimm stjörnu hótel. Fólk vill að herbergin séu sam kvæmt ströngustu kröfum og að til dæm is rúmin og baðherbergin séu fyrsta flokks. Fólk í viðskiptalífinu gerir til dæmis miklar kröfur um að dýnurnar séu í lagi. Sumar hótelkeðjur erlendis gera út á að dýnurnar þeirra séu þær albestu í heimi. Það eru svona litlir hlutir sem skipta máli. Við höfum til dæmis fengið að heyra það ef sápurnar á baðherbergjunum eru of litlar. Ráðstefnusalirnir hér eru margir hverjir góðir en stundum vantar sýningarsvæði fyrir utan aðalsalinn. Ef um lyfjaráðstefnur er að ræða vilja lyfjafyrirtæki til dæmis vera með litla kynningarbása í anddyrinu eða nálægt ráðstefnusalnum þar sem þau geta kynnt vöruna sína.“ Náttúra Íslands Náttúra Íslands hefur væntanlega áhrif á að sumir kjósa að halda ráðstefnur hér á landi. „Menn eru farnir að leita að einhverju sem er öðruvísi; eru kannski vanir að vera á ráð stefn­ um á sömu stöðunum. Mönnum finnst svo makalaust að koma til Íslands og kynnast nátt­ úrunni; þeir komast hvergi ann ars staðar eins nálægt náttúrunni og hér. Við erum með ísinn, eldinn, vatnið og óbyggðir. Þetta fær fólk ekki í stórborgum. Ráð stefnugestir fara sumir í vélsleðaferðir, jeppaferðir, kajakferðir og sumir hafa farið í kokteilpartí á Vatnajökli!“ Jón Hákon bendir á að íslenskir veitinga­ staðir fái góð meðmæli frá erlendum ráðstefnugestum og hann segist aldrei hafa heyrt ráðstefnugesti kvarta yfir því að þeir væru óánægðir með matinn. „Maturinn er öruggur og litlar líkur á að fólk fái matar­ eitrun. Fiskurinn er ferskur, kjötið gott og íslenskt grænmeti er í toppklassa.“ Hann nefnir líka íslenska vatnið. „Vatnið trekkir. Ég tók eftir því í kringum leiðtoga­ fundinn að sumir frönsku blaðamennirnir voru duglegir að drekka vatnið þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að það væri meira en óhætt að drekka það beint úr krananum. Þeir sögðust hafa minnkað rauðvínið um leið. Margir þeirra skrifuðu greinar heim um gæði kranavatns í Reykjavík.“ RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND „Ég hef áhuga á að ná inn fleiri ráðstefnum í tengslum við athafnalíf ð. Það fólk er verðmætustu ferðamenn irn ir; þeir fljúga á Saga Class, þeir gista í bestu hótelherbergjunum og eyða miklu svo sem í glæsilega kvöldverði og jeppa ferðir.“ FRÆGÐARSÓL BJARKAR GUÐMUNDS DÓTTUR tónlistarkonu hefur farið víða og erlendir fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja að hún sé frá Ís ­ landi. Þetta hefur ferðaþjónustan nýtt sér. Eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess fyrir flugsamgöngur í heiminum kom Íslandi inn í alla erlenda fjölmiðla. Núna er gosið að skila sér í fleiri erlend­ um ferða mönnum. Náttúran og eldfjöll­ in hafa komið Íslandi á kortið – sem og bókmenntirnar, tímaritin, netið, skákin, skákeinvígi aldarinnar, fundur Regans og Gorbatsjov í Höfða, Halldór Kiljan Laxness rithöfundur, handboltinn, íslenski hestur­ inn, kvikmyndagerðin, matargerðin, Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður og lengri getur listinn auðveldlega orðið. En það er sitt hvað að koma Íslandi á kortið og selja ferðir til landsins. Jú, það er betra að selja ferðir til Íslands og ráðstefnur þegar fleiri vita hvar landið er. En það er ferðaþjónustunnar að landa bæði ferða­ mönn um og ráðstefnum. Í markaðsfræði er það þannig að engin vara selur sig sjálf. Ísland selur sig ekki sjálft þótt fleiri viti af landinu. Það stefnir í gott ráðstefnuár, þökk sé bæði Eyjafjallajökli og ráðstefnuskrifstofunum. Hverjir hafa komið Íslandi á kortið? Það er margt og margir sem hafa komið Íslandi á kortið í gegnum tíðina og gert það að verkum að auðveldara er að selja útlendingum þá hugmynd að halda ráðstefnur á Íslandi. Björk afhendir forsætisráðherra undirskriftalista vegna náttúruauðlinda. Fáir hafa komið Íslandi jafn kirfilega á kortið og hún. Eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess fyrir flugsamgöngur í heiminum kom Íslandi inn í alla erlenda fjölmiðla.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.