Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 64

Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 64
64 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 FJÁRMÁL KIRKJUNNAR málasjóður voru settir á laggirnar til þess að bæta kirkjunni að hluta arð­ og tekju­ missi sem kirkjan varð fyrir þegar ríkið tók kirkju eign irnar í sína vörslu 1907. Sóknargjaldið 698 krónur á mánuði Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir þjóð kirkj­ una og önnur trúfélög um leið og skattar eru innheimtir. Sóknargjöld eru í raun félagsgjald til þjóðkirkjunnar og ann arra trúfélaga fyrir hvern einstakling sem er eldri en 16 ára. Mánaðargjaldið fyrir árið 2011 er 698 krónur. Af 1,8 milljarða innheimtu sóknarg­jalda fara 1,6 milljarðar til þjóð­kirkj unnar. Sóknargjöld til annarra trúfélaga eru rúmlega 200 milljónir, t.d. til Fríkirkjusafnaða og Ásatrúarfélagsins. Um leið og sóknarbörnum í þjóðkirkjunni fækkar lækka tekjur hennar vegna sóknar­ gjalda og jafnframt tekjur jöfnunarsjóðs kirkna en úr honum hafa sóknir meðal annars fengið fé til kirkjubygginga. Allar greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunn­ ar byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu nema jöfnunarsjóðsframlagið sem í ár er um 300 milljónir króna. Því var komið á þegar tekin var af aldagömul heimild til þess að tvöfalda sóknargjöld þegar kirkjur voru byggðar, að því er séra Hall­ dór Gunnars son, sóknarprestur í Holti í Rangárvallasýslu, greinir frá en hann hefur um árabil verið samningamaður um eignir kirkjunnar. Það var ekki fyrr en árið 2006 sem samn ingum um uppgjör og afhend­ingu prests setranna til þjóð kirkj unn­ ar lauk. Að sögn Halldórs eru prestssetrin í dag eign þjóð kirkjunnar en eldri prestssetur fylgdu með í kirkjujarðasam komulaginu. Sóknargjöldin hafa farið lækkandi undan­ farin ár, eða úr tæpum eitt þúsund krónum í 698 krónur á mánuði á þessu ári. „Lækk­ un sóknargjaldsins er einhliða ákvörðun ríkisvaldsins. Staðan fyrir sóknir víða um land er orðin slík að það er ekki lengur hægt að búa við þetta. Fólk þarf að fara að finna nýjar leiðir til þess að geta borgað rafmagnsreikningana,“ segir séra Halldór. Ekki hægt að verðleggja Þingvöll Hann bendir á að fjárhagslegur aðskilnaður ríkis og kirkju gæti orðið með þeim hætti að prestar yrðu ekki lengur opinberir starfs­ menn eins og þeir eru í dag. „Þeir eru í dag einu embættismennirnir sem hægt er að kalla út hvenær sem er á sólarhringnum til þess að koma að slysi, tilkynna dauðsfall eða standa að því að hjálpa fólki þegar hörm ­ ungar verða. Þeir einir fá hvorki greitt fyrir útköll og akstur né dagpeninga vegna þess­ ara útkalla. Aðskilnaður getur vissulega orðið en hann myndi ekki þýða að ríkið gæti hætt að greiða það litla sem það gerir á móti þeim eignum sem það hefur tekið á móti. Ef rifta á samningnum yrði ríkið dæmt til að greiða fyrir eignirnar og þá þyrfti að verðleggja jarðir eins og Þingvöll. Ég veit ekki hvernig það er hægt.“ Um helmingur kirkjujarðanna 800 sem samið var um er óseldur. Stefán Einar Stefánsson, guðfræð­ ingur og siðfræðing ur, segir að meðal þeirra séu margar langverðmætustu jarðir lands ins hvað varðar vatnsréttindi, lax­ veiðiréttindi og bygg ingarréttindi. „Byggingarland nokkurra kaupstaða er meðal þessara jarða auk landsvæðis sem nýtt hefur verið til virkjanaframkvæmda á síðustu árum. Á jörðum sem skipta máli er jafnframt um að ræða ýmis réttindi og nýtingarmöguleika sem enn eru ekki orðnir ljósir. Lögfræðilega tel ég mögulegt að rifta samningnum en ógerlegt efnahagslega fyrir ríkisvaldið.“ Lögmæti samninga dregið í efa Ýmsir hafa dregið í efa réttindi þjóð kirkj­ unnar til svokallaðra kirkjujarða og benda í því samhengi meðal annars á að lútersku kirkjuskipaninni hafi verið komið á með valdbeitingu við siðaskiptin. Þess vegna séu allir samningar sem gerðir hafi verið um kirkjujarðirnar, sem voru í eigu kaþóls ku kirkjunnar, ólöglegir. „Vilborg Auður Ísleifsdóttir varpar ljósi á þessi mál í doktorsritgerð sinni, Die Ein führung der Reformation in Island 1537­1565. Niðurstaða Vilborgar er að ekki hafi verið um deilur einstakra manna að ræða, heldur hafi ríkisvaldið tekið ákvörð­ un um siðaskiptin. Því er stundum haldið fram að kirkjan hafi eignast þessar jarðir með ofbeldi og yfirgangi en jafnvel þótt einhver dæmi kunni að vera um slíkt er það sögufölsun að halda því fram að svo hafi verið með þessar jarðir yfirleitt,“ segir Stefán og bætir því við að í deilunum um kirkjujarðir á tólftu og þrettándu öld hafi Noregskonungur, dómsvald þess tíma, úrskurðað að þær jarðir sem kirkjan átti meira en helming í færðust undir forræði biskups. Hann afhenti þær síðan prestun­ um til forsjár. Gerði ekki tilkall til kirkjujarða Stefán tekur það jafnframt fram að fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir siða­ skiptin, Marteinn Meulenberg Hóla bisk up, hafi ekki gert tilkall til kirkjujarða. „Marteinn Meulenberg, sem kom hingað upp úr alda mótunum 1900 og var fyrsti útlending­ urinn sem fékk hér ríkisborgararétt, sagði í viðtali við séra Sigurð Pálsson, sem birtist í bókinni Marteinn Hólabiskup, að þótt honum byðist Skálholt að gjöf myndi hann afþakka þá gjöf umsvifalaust. Kaþólski biskupinn sagði að engin þjóð gæti þolað það til lengdar að dýrmætasti sögustaður hennar væri í höndum minnihlutahóps. Það er auðvitað mjög áhugavert að kaþólsk ur biskup skuli hafa þessa sýn á hlutina. Danakonungur tók ákvörðun um að hér skyldi lúterskur siður ríkja. Þar með gengu undir konung kirkj urnar og jarðirnar með þjónustunni sem kirkjan veitti eins og til dæmis skóla­ haldi og líknarþjónustu.“ Jarðirnar, sem ríkið átti en ætlað var að hafa ofangreint hlutverk, báru hins vegar ekki allan þann fjölda presta sem á þeim var, að því er Stefán greinir frá. „Þeir gátu ekki framfleytt sér af jörðunum. Þess vegna var tekin ákvörðun um það 1907 að ríkið greiddi prestunum laun og tæki jarðirn­ ar í sína vörslu af kirkjunni sem þá var Stefán Einar Stefánsson, guð- fræðingur og siðfræðingur: „Byggingarland nokkurra kaupstaða er meðal þessara jarða auk landsvæðis sem nýtt hefur verið til virkj­ an aframkvæmda á síðustu ár um. Lögfræðilega tel ég mögulegt að rifta samningn­ um en ógerlegt efnahagslega fyrir ríkisvaldið.“ Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og siðfræðingur við HR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.