Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 66

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 BYGGJUM UPP TEXTI: INGIBJÖRG BÁRA SVEINSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON AÐ MISSA VINNUNA Um fimmtán þúsund Íslendingar eru atvinnulausir. Fjöldinn væri eflaust tals- vert meiri ef þúsundir Íslendinga hefðu ekki flutt af landi brott eftir að hrunið skall á í október 2008. Frjáls verslun fjallar hér um einstakt námskeið; Nýttu kraftinn, sem Sigríður Snævarr og María Björk Óskarsdóttir eru með. Þær undirbúa fólk undir að sækja um vinnu á ný. Þá förum við yfir nokkur góð ráð fyrir þá sem hafa misst vinnuna og byggja sig upp á ný. NÁMSKEIÐIÐ NÝTTU KRAFTINN: Meirihluti hefur fengið vinnu á ný. Yfir 430 manns hafa sótt námskeiðið Nýttu kraftinn hjá þeim Sigríði Snævarr og Maríu Björk Óskarsdóttur. Þær þjálfa fólk í að byggja sig upp og sækja um störf. F rá því að Sigríður Snæ varr ákvað nóttina eftir hrun í október 2008 að leggja sitt af mörkum í uppbygg­ ingunni­hafa­yfir­430­manns­sótt­ námskeiðið Nýttu kraft inn sem hún setti á laggirnar­og­stýrir­ásamt­Maríu­Björk­Óskars- dóttur. „Ég var harðákveðin í að leggja mitt fram og gera það í sjálfboðavinnu og það gera einn ig þeir frábæru fyrirlesarar sem koma til okkar,“ greinir Sigríður frá. Hún segir að lögð sé áhersla á að þjálfa færni­manna­til­þess­að­finna­sjálfir­starf­og­ getur þess um leið að fjölmörg störf séu ekki aug lýst. „Um 30 pró sent starfa eru auglýst en 70 prósent fást með öðrum hætti.“ Á þeim tveimur árum sem námskeiðið hefur verið haldið hefur mik ill meirihluti þátt­ takenda fundið nýtt starf. „Við vorum lengi með 75 prósenta endurráðningarprósentu en ég hef ekki alveg nýjustu tölur,“ greinir Sigríður frá. Í fyrstu voru konur í meirihluta á námskeiðunum en í síðustu tveim ur hópunum hafa karlar verið um helmingur og rúmlega það, að sögn Sigríðar. „Þátt­ takendur eru einnig á öldrum aldri. Í einum ný byrjuðum hópi er sá yngsti 22 ára en sá elsti að verða 67 ára. Þetta er smækkuð mynd af samfélaginu og engir tveir keppa um­sama­starfið.“­ María Björk Óskarsdóttir og Sigríður Snævarr eru með námskeiðið Nýttu kraftinn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.