Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 67

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 67
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 67 BYGGJUM UPP AÐ MISSA VINNUNA Það var í útsendingu kvöld ­frétta í mars 2009 sem Bryndís Hákonardóttir komst að því að hún var orðin at vinnu laus eftir 26 ára starf hjá sparisjóðum.­Eftir­árs­atvinnu­ leysi fékk Bryndís starf sem hún var­eiginlega­búin­að­afla­sér­ menntunar fyrir á meðan hún var í enn bankanum. „Það kom öllum í opna skjöldu þegar þáverandi viðskipta ráð­ herra tilkynnti í frétt unum um yfirtökuna­á­SPRON­en­ég­var­ fullviss um að ég fengi nýja vinnu þótt ég væri komin á miðj­ an aldur,“ segir Bryndís. Hún kveðst hafa sótt fjölmörg námskeið samtímis því sem hún sótti um fjölda starfa. „Námskeið ið Nýttu kraftinn var eitt af þeim sem ég sótti og þar var séð til þess að allir væru á tánum.“ Bryndís hafði lokið námi í ferða málafræði á meðan hún starfaði í bankanum. Vegna atvinnuleysisins ætlaði hún að stofna eigið fyrirtæki í þeim geira fengi hún ekki vinnu. „Ég sótti sérstakt námskeið í því skyni hjá Nýsköpunarmiðstöðinni en svo kom loks ins að mér að fá vinnu og ég hef unnið á Radisson Blu 1919 Hotel frá því í apríl í fyrra. Núna er ég að fást við það sem ég hef lengi haft áhuga á.“ Eftir margra ára farsælan feril sem hljóðmaður ákvað­Magnús­Egilsson­ að læra viðskiptafræði. Náminu lauk hann 2007 og fékk í kjöl­ farið starf í banka sem hann missti svo í febrúar 2009. „Ég kannaðist við báða stjórn­ endur námskeiðsins Nýttu kraft inn sem hvöttu mig til þess að taka þátt í því. Það var mjög gefandi að vera með fólki á öllum aldri og úr ólíkum atvinnu grein­ um. Jákvæðnin var í fyrirrúmi á þessu námskeiði. Það var lögð áhersla á að atvinnumissir væri ekki­enda­lokin­á­lífinu,­heldur­ ætti maður að líta á þetta sem tímamót og tækifæri til um­ skipta. Ég fór líka á námskeið uppi í Háskóla Íslands um stefnu­mótun­í­lífinu­og­starfaði­ samtímis í lausamennsku sem hljóðmaður.“ Magnús fékk í fyrravor fast starf hjá­Pfaff­við­sölu­hljóðgræja­í­ hljóðver og sjónvarpsstöðvar. „Ég­sá­starfið­auglýst­og­hugs- aði með mér að ég væri einmitt rétti maðurinn í þetta starf sem ég svo fékk. Þetta eru vörur sem ég hef unnið með og þekki og reynslan úr viðskiptafræðinni nýtist­vel­í­þessu­starfi.“­ Þröstur Theódórsson hafði verið á sjó í 30 ár þegar hann­missti­starfið.­„Bát- urinn sem ég var á var kvóta­ laus en með leigukvóta. Þegar leigukvótinn var þurrkaður út var báturinn seldur og ég missti starfið,“­segir­Þröstur­sem­var­ ákveðinn í að komast sem fyrst aftur út á vinnumarkaðinn. „Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum að stofna­fiskbúð.­Eftir­að­hafa­ lesið um það sem boðið var upp á á námskeiðinu Nýttu kraft inn ákvað ég að skrá mig. Ég sá að ég gæti kannski öðlast einhverja tengingu í hluti sem voru mér ókunnugir. Ég þekkti bókstaflega­ekkert­til­í­landi­ þannig séð. Þarna opnaðist hugur manns fyrir ýmsu,“ greinir Þröstur frá. Á vegum námskeiðsins fékk hann leiðbeinanda hjá Nýsköp­ unarmiðstöðinni og þar lærði hann um stofnun og rekstur smáfyrirtækja. „Ég nýtti mér svo þekkingu tveggja þátttak­ enda sem voru með mér á nám skeiðinu Nýttu kraftinn. Tækniteiknari teiknaði fyrir mig innréttingar og annað eftir minni forskrift og fasteignasali sá um leigusamning fyrir mig.“ Í febrúar síðastliðnum opnaði svo­Þröstur­fiskbúðina­sína­ í Spönginni í Grafarvogi og seg ist vera hæstánægður. Það eru­íbúarnir­í­hverfinu­líka.­„Þeir­ hafa orð á því að þeir séu þakk­ látir­fyrir­að­hafa­fengið­fiskbúð­í­ hverfið.“­ Guðfinna­Hinriksdóttir­byggingaverkfræðing­ur var verkefnisstjóri í Egilshöll­og­með­330­manns­í­ vinnu þegar hrunið varð í októ­ ber 2008. Viku seinna var hún aðeins með 30 manns í vinnu þar sem búið var að stöðva allar framkvæmdir. Sjálf var hún á leið í fæðingarorlof þennan októbermánuð og síðan hefur eitt barn til viðbótar bæst við fjölskylduna. „Ég ætlaði mér aftur út á vinnu markaðinn og hefði vel getað hugsað mér íhlaupavinnu þegar ég gekk með seinna barnið en slíkt var ekki í boði,“ segir­Guðfinna­sem­fyrst­frétti­ af námskeiðinu Nýttu kraftinn á fundi hjá félaginu Business Professional­Women. „Það var virkilega gefandi að vera á þessu námskeiði og fyrir lesararnir voru frábærir. Það var einnig mikilvægt að vera í kringum fólk sem var í sömu stöðu og maður sjálfur. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti orðið atvinnulaus. Það var mikið áfall að missa vinnuna. Mér fannst skömm að vera í þessari stöðu þótt ég gerði mér grein fyrir að það væri engin skömm.“ Samtímis­því­sem­Guðfinna­ leitar sér að nýrri vinnu er hún að undirbúa stofnun fyrirtækis sem útvegar öðrum fyrirtækjum starfsmenn­til­afleysinga­og­í­ íhlaupavinnu. „Ég kynntist slíkri starfsemi­í­Danmörku.­Núna­ætti­ að vera grundvöllur fyrir slíku hér. Þeir sem eru atvinnulausir myndu gjarnan vilja vinnu þótt hún sé í stuttan tíma í einu.“ Bryndís Hákonardóttir: TÆKIFÆRI TIL AÐ SÖÐLA UM Magnús Egilsson: REYNSLAN NÝTIST VEL Í NÝJA STARFINU Þröstur Theódórsson: LÉT GAMLAN DRAUM RÆTAST Guðfinna Hinriksdóttir: HYGGST BJÓÐA STARFS KRAFT Í ÍHLAUPA VINNU Magnús Egilsson. Þröstur Theódórsson. Bryndís Hákonardóttir. Guðfinna Hinriksdóttir.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.