Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.01.2011, Qupperneq 69
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 69 HJÁLPARHELLAN Vinir og ættingjar eru gulls ígildi fyrir þann sem misst hefur vinnuna. Þeir þurfa að vera reiðubúnir að hlusta áður en þeir byrja­að­gefa­góð­ráð.­Ekki­gefast­upp­ef­ atvinnu laus vinur eða ættingi fer að loka sig­af.­Drekktu­kaffi,­horfðu­á­sjónvarp­og­ farðu út í göngutúr með viðkomandi eða gerðu eitthvað annað skemmtilegt. Haltu samband inu lifandi. Sá sem misst hefur vinnuna er kannski ekki fær um það strax. Gættu þess hins vegar að viðkomandi finnist­ekki­sem­þú­stjórnir­lífi­hans. NÝTTU ÞÉR TENGSLANETIÐ Það er um að gera að senda atvinnuum­ sókn­til­fyrirtækja­þótt­þau­hafi­ekki­auglýst­ eftir starfsmönnum. Það getur jafnframt ver ið kostur að senda umsókn í fyrirtæki þar sem þú þekkir starfsmann sem getur mælt með þér. Uppfærðu ferilskrána. Fáðu ráð hjá þeim sem vita hvernig ferilskrár eru­gerðar­nú.­Það­er­líka­hægt­að­finna­ upplýsingar um slíkt á netinu. Nefndu fyrst það sem þú starfaðir við síðast og hafðu í huga að þú þarft að miða atvinnuumsókn­ ina við það starf sem þú ert að sækja um. Láttu það breiðast út að þú sért að leita að­starfi.­Það­getur­opnað­ýmsar­leiðir.­ Karlar eru óduglegri en konur við að nýta sér tengslanetið þegar þeir leita sér að starfi.­Það­er­ein­af­ástæðunum­fyrir­því­að­ upp sögn og atvinnuleysi virðist valda þeim meiri­erfiðleikum. Farðu í frí. Atvinnuleit getur verið lýjandi. Gleymdu ekki að gera eitthvað skemmti­ legt til tilbreytingar um helgar og farðu í frí af og til. HREYFÐU ÞIG REGLULEGA Til þess að vera stöðugt virkur í atvinnuleit og til að draga úr depurðinni þarf heil­ mikinn kraft. Þess vegna er nauðsynlegt að byggja upp þolið með því að hreyfa sig reglulega og neyta næringarríks matar. Farðu­rólega­af­stað.­Hafir­þú­lítið­sem­ ekkert hreyft þig áður skaltu byrja á því að fara út að ganga þrisvar í viku. Fjörutíu mín útna ganga nægir fyrstu tvær vikurnar en þú skalt auka hraðann seinni vikuna. Þriðju vikuna skaltu fara í fjörutíu mínútna göngu fjórum sinnum í viku. Auktu hraðann enn frekar. Fimmtu vikuna skaltu ganga fjórum sinn um í viku á meðalhraða. Gakktu enn hraðar sjöttu vikuna. Sjöundu vikuna bætirðu annaðhvort einum göngu degi við og gengur í 50 mínútur eða gengur fjórum sinnum í viku eins og áður en þá 60 mínútur í senn. Áttundu vikuna eyk ­ urðu svo hraðann. Eftir­þessa­átta­vikna­törn­ætti­þolið­að­ hafa aukist til muna og þá er kominn tími til þess að fara að huga að annars konar líkamsrækt til viðbótar. Ýmis stéttarfélög veita aðildarfélögum styrk til kaupa á korti í líkamsræktarstöð. Þar ertu innan um fólk sem vill koma sér í form. Sumum þykir betra að fara út í göngutúr eða í líkams­ ræktarstöð með einhverjum öðrum. Gerðu það ef þú telur þig þurfa stuðn ing. Svo gefst auðvitað tækifæri til þess að spjalla við aðra í sundlaugum, að minnsta kosti­í­heitu­pottunum.­En­gleymdu­ekki­að­ synda. NÁMSKEIÐ OG ÁHUGAMÁL Karlar sækja nú í síauknum mæli ýmiss konar­styrkingarnámskeið­til­þess­að­efla­ andlegan þrótt sinn. Samkvæmt nám­ skeiðs höldurum litu karlar áður svo á að slík námskeið væru aðallega fyrir konur en nú eru þeir orðnir jafnmargir konunum á þessum námskeiðum. Þeir eru búnir að uppgötva að það er ekkert athugavert við það að leita sér aðstoðar. Á meðan sótt er um vinnu er tilvalið að fara á námskeið til þess að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum eða til þess að stytta sér stundir. Lærdómur kemur alltaf að gagni. Mælt er með því að atvinnulausir hlúi sérstaklega að áhugamálum sínum. Með því gætu opnast nýjar dyr. Sumir hafa upp götvað að áhugamálið getur skapað at vinnutækifæri og jafnvel farið í nám tengt áhugamálinu til þess að styrkja sig á þeim vettvangi. NOKKRAR VIÐVÖRUNARBJÖLLUR Lokaðu þig ekki inni. Það er slæmt fyrir heilsuna og dregur úr möguleikunum á að fá nýja vinnu ef menn draga sig í hlé og hætta að umgangast fólk. Bældu­ekki­niður­tilfinningar­þínar.­Þú­ þarft að horfast í augu við vanlíðan þína. Að missa vinnuna er ákveðið sorgarferli sem menn ganga í gegnum. Farðu ekki á fyllirí þegar búið er að segja þér upp. Aukin drykkja og lyfjaneysla er hættuleg og gerir ástand þitt verra. Það kemur fyrir að menn horfast ekki í augu við staðreyndir og mæta í vinnuna þótt­þeim­hafi­verið­sagt­upp.­Undir­slíkum­ kring umstæðum er ástæða til þess að rifja upp með sjálfum sér atburði síðustu daga. Farðu strax til læknis eða leitaðu þér hjálpar annars staðar ef depurðin eykst og verður langvarandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.