Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 71
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 71 STJÓRNUN Eru góð samskipti alltaf árangursrík? Ferli árangursríkra samskipta: Þegar markmið hafa verið sett þarf að koma skilaboðum um þau til starfsmanna. Til­að­skilaboðin­hafi­tilætluð­ áhrif þarf að ígrunda vel hverjir eru móttakendur, hvað fela þau í sér, hvernig eru þau orðuð og hvernig verða þau send? Flutning þarf að vanda og velja viðeigandi boðleiðir svo skilaboðin verði móttekin. Starfsmaður sem móttekur skila boðin túlkar þau og fjöl­ margir þættir, félagslegir og sál­ fræðilegir, hafa áhrif á túlkunina. Það­er­því­ekki­sjálfgefið­að­ móttakandi skilaboðanna skilji þau með þeim hætti sem til var ætlast. Þótt skilningur skapist er ekki sjálfgefið­að­móttakandi­sé­ sam þykkur því sem um er rætt. Þótt samþykki liggi fyrir er ekki tryggt að starfsmaður bregðist við og grípi til aðgerða. Árangur ræðst af því hvort og hversu hratt starfsmenn breyta hegðun sinni og grípa til aðgerða og að aðgerðir þeirra styðji við árangur. Öll rýrnun sem verður á þess ari leið dregur úr árangri. Margt getur farið úrskeiðis og fyrir því geta verið ástæður sem tengjast starfsmanninum sjálfum eða aðstæðum innan fyrirtækisins svo sem starfs­ anda og menningu. Þess vegna er mikilvægt að undirbúa skila­boðin­og­flutninginn­vel­og­ hlusta eftir viðbrögðum. Ef­viðbrögð­starfsmanna­gefa­ til kynna einhverjar hindr anir þarf að bregðast við og senda ný skilaboð sem hvetja til aðgerða. Þannig er endurgjöf frá starfs­ mönnum til stjórnenda ekki síður mikilvæg en endurgjöf frá stjórnendum til starfsmanna, sem þó hefur fengið mun meiri athygli fram til þessa. Stjórnendur hafa tilhneigingu til að tala meira en þeir hlusta og fundir verða því gjarnan í tilkynningastíl þar sem stjórn­ endur hafa orðið. Jafnvel þótt starfsmönnum­gefist­kostur­á­ að tjá sig hafa þeir sig oft lítið í frammi, sérstaklega á fjölmenn­ um fundum. Þeir hafa þó heil­ mikið af upplýsingum og þekk­ ingu­fram­að­færa.­Ef­nefna­ætti­ eitt lykilorð fyrir stjórnendur að betri árangri í samskiptum þá væri það að hlusta. Hvernig auka fyrirtæki árang­ ur sinn með árangursríkum samskiptum? Fyrirtæki sem vilja bæta rekstrar ­ niðurstöðu sína með árangurs­ rík ari samskiptum þurfa að huga að­þrennu;­hæfni­stjórnenda­ til samskipta, andrúmsloftinu í fyrirtækinu og þeirri athygli sem samskiptum er veitt. Sýnt hefur verið fram á að fyrir tæki sem veita stjórn­ endum mark vissa fræðslu og þjálfun í árangursríkum samskiptum skila betri rekstrar­ niðurstöðu. Þjálfun byggist á því að auka hæfni þeirra í að hlusta eftir því sem starfsmenn hafa fram að færa. Þannig læra stjórnendur líka að þekkja sitt fólk og skynja betur hvers konar hvatning hefur mest áhrif. Þeir læra að ná athygli starfsmanna, hvetja þá til athafna og að mynda og viðhalda tengslum við starfsmenn sem skapar þeim traust og trúverðugleika í samskiptum. Hæfnin ein og sér er þó lítils virði ef starfsandi og menning í fyrirtækinu styður ekki við opin og hreinskilin samskipti. Þar er gagnkvæm virðing og traust milli stjórnenda og starfsmanna lykilatriði. Góður starfsandi ein­ kennist af því að starfsmenn og stjórnendur styðja vel hvorir við aðra, báðir aðilar hafa sjálfstraust til að tjá sig á einlægan, opinn og hreinskilinn hátt, starfsmenn fá að hafa áhrif á ákvarðanatöku, hagsmunir hvorra tveggja fara saman og áhersla er lögð á góðan árangur. Til að auka árangur þarf að veita samskiptum meiri athygli og vinna þau stefnu­ miðað og eftir áætlunum eins og önn ur mikilvæg verkefni í rekstri svo sem fjármál, sölu­ og mark aðs­ mál, mannauðsmál, vöru ­ þróun og vörustjórnun svo eitt hvað sé nefnt. Árangursrík sam skipti eru­flókið­ferli­sem­ekki­er­hægt­ að taka sem sjálfsagð an hlut. Einhver­þarf­að­vera­ábyrgur­ fyrir samskiptum og hafa það hlutverk að tryggja að þau skili árangri. Samskipti þurfa að vera meðvitaður hluti af meginstefnu og markmiðum fyrirtækisins. Árangur af samskiptum þarf að mæla reglulega eins og aðra mikilvæga þætti sem geta stuðla ð að eða komið í veg fyrir að fyrirtæki nái árangri. Stefnumiðuð samskipti skila betri niðurstöðu Innri­samskipti­í­fyrirtækjum­ hafa notið vaxandi athygli undan farin ár og komið hefur í ljós skýr ávinningur af því að tengja samskipti með beinum hætti við mótun og innleiðingu stefnu­fyrirtækja.­Sífellt­fleiri­ leggja áherslu á að undirstrika mikilvægi samskipta með því að fela háttsettum stjórnendum sýnilega ábyrgð á samskipt­ um. Bæði samskiptum við ytri hagsmunaaðila og einnig innan fyrirtækja. Reynslan hefur sýnt að mikill meirihluti stjórnenda með slíka ábyrgð fundar reglulega með forstjóra­um­stefnumótun,­flestir­ vikulega. Mörg íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir því að endur ­ hugsa rekstrarforsendur sínar og skipulag. Á slíkum tíma mótum er tvímælalaust tæki færi fyrir stjórn­ endur að hugsa hlutina upp á nýtt og huga að því að auka árangur með stefnumiðuðum og árangurs ríkari samskiptum. Ekki er víst að starfs­ maður grípi til að gerða eftir góð samskipti. Árangur ræðst af því hvort og hversu hratt starfs menn breyta hegð un sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.