Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 73

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 73
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 73 STJÓRNUN Heilindi leiðtoga vinnuveitendum eða háskóla­ nemar reiðubúnir að svindla í akademískum vinnubrögðum. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækja hafa orðið vitni að atburði á vinnu stað sem brýtur í bága við gott siðferði og allsherjarreglu. Heilindi – lykilþáttur forystu Heilindi eru ótvírætt einn af lykil þáttum farsællar forystu. Fólk vill geta treyst leiðtogum sínum og að þeir séu heiðar­ legir. Segja má að heilindi séu mikilvægasti eiginleiki sérhvers leiðtoga. Þættir eins og sann­ sögli og siðferðislegur þroski hafa einnig mikið að segja. Leiðtogi getur byggt upp menn ­ ingu heilinda innan síns fyrir ­ tæk is ef hún er ekki fyrir hendi. Eftirfarandi­fimm­þætti­þarf­ leiðtoginn að hafa í huga vilji hann innleiða heilindi: 1. Tjáskipti Það er mikilvægt fyrir leiðtoga að hafa skýr og árangursrík tjáskipti­við­fylgjendur.­Opin­ og heiðarleg tjáskipti byggja upp traust. Þau fela í sér opið að gengi fyrir fylgjendur að koma til leiðtoga sinna, en með því skapast tækifæri fyrir heiðar­ lega endurgjöf varðandi stjórn­ un, stefnu eða frumkvæði. Fólk vill vita hvað er að gerast innan skipulagsheilda, en með því að halda öllum tjáskiptarás um opnum verða samskipti dýpri við fylgjendur. 2. Ábyrgðarskylda Þegar heilindi eru innleidd í skipu lagsheild er siðferðisleg ábyrgð grundvallaratriði, enda er ábyrgðarlaus maður eins og yfirvofandi­stórslys.­Nútíma- tækni gerir okkur mögulegt að hafa­fleiri­samskiptaleiðir­en­ áður, þ.e. í gegnum Facebook, MySpace, textaskilaboð, far­ síma, Skype, bloggið, tölvupóst, Twitter og netið. Samt sem áður virðast tengsl fólks vera meira á yfirborðinu­en­áður.­Rannsóknir­ hafa­sýnt­að­fólk­upplifir­meira­ nafnleysi í samskiptum en áður. Því fylgir minni ábyrgð. Þess vegna­þarf­að­efla­heilindi­og­ sið ferðislega ábyrgð jafnt innan skipulagsheilda sem samfélags­ ins í heild. 3. Að gera hið rétta sama hvað það kostar Að gera alltaf hið rétta stuðlar að því að skapa heilindi innan skipulagsheildar. Leiðtoginn gerir það sem er best fyrir við­ komandi skipulagsheild hverju sinni. Fyrirtækið er alltaf í fyrsta sæti, þar á eftir koma persónu­ legir hagsmunir leið togans. Þetta er spurning um forgangs­ röð.­Er­leiðtoginn­trúr­grunngild- um fyrirtækisins eða ekki? Sé leiðtoginn trúr grunngildunum og þar með heill og sannur tekur hann rétta ákvörðun, enda er hún byggð á heilbrigðum ástæð um og viðhorfum. 4. Að sýna gott fordæmi Leiðtogar sýna fordæmi, sama hvort það er gott eða vont. Fólk fylgist­með­leiðtoganum.­Er­ hann sjálfum sér samkvæmur eða ekki? Starfsmenn vilja fylgja þeim leiðtoga sem er sjálfum sér samkvæmur. Þeir leiðtogar sem halda loforð sín ná meiri árangri. Fræðimenn hafa nefnt ýmsa þætti sem leiðtogar verða að forðast vilji þeir sýna gott fordæmi: kjaftasögur, einelti, horfa á og hala niður klámi, stela efnislegum hlutum, stela hug verkum eða stela tíma. Hins vegar hafa þeir nefnt þá þætti sem leiðtogar þurfa að iðka: axla ábyrgð, afsaka sig þegar svo ber undir, vera hreinn og beinn, opinn og heiðarlegur í samskiptum­og­haga­lífi­sínu­ eftir gildum sínum. Gildi skipulagsheildar þurfa leiðtogar­að­mynda­í­samstarfi­ við fylgjendur sína, enda er það hluti af því að sýna gott for dæmi. Sameiginleg gildi hafa mikið að segja hvað varðar við horf starfs­ manna til fyrirtækis sem og fram­ mistöðu þeirra. Skýr gildi hafa áhrif á það hvern ig hlutirnir eru framkvæmdir, þ.e. stefnumið­ aða stjórnun. Sameiginleg gildi stuðla að: – Persónulegum árangri starfsmanna – Aukinni tryggð starfsmanna – Sameiginlegum skilningi starfs manna og haghafa á mark miðum skipulagsheildar – Siðferðislegri breytni – Því að starfsmenn leggi sig fram og séu jafnframt umhyggju­ samir – Minni starfsbundinni streitu og draga úr spennu – Auknum metnaði meðal starfs manna – Betri skilningi starfsmanna á þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra – Liðsvinnu og jákvæðum vinn­ uanda – Framúrskarandi frammistöðu viðkomandi skipulagsheildar sem skilar sér í meiri ábata 5. Að hafa mannauðsdeildina með í ráðum Mannauðsdeildir innan skipulags­ heilda geta hjálpað til við að inn leiða heilindi, þ.e. stutt við slíka menningu. Ýmsir fræðimenn telja að það sé mikilvægt að fá rétta fólkið til starfa innan skipu­ lagsheilda­og­þá­í­réttu­störfin.­ Þeir telja að það verði að ráða starfsmenn sem séu reiðubúnir að tileinka sér grunngildin og að þeir sýni siðferðislega hegð­ un­bæði­í­einkalífi­og­á­vinnu- stað. Þá geta mannauðsdeildir hjálpað við að koma á menn­ ingu heilinda í gegnum fram­ mistöðustjórnun, launagreiðslur og aðra umbun. Styrkleikar heilinda Styrkleikar heilinda eru fjöl­ margir. Leiðtogar sem lifa við heilindi­í­lífi­sínu­hafa­hreina­ samvisku og sofa vel. Auðvit­ að­eru­erfiðleikar­til­staðar­og­ ýmis­vandamál.­En­það­merkir­ að leiðtoginn hefur gert allt sem hann getur til að stuðla að vellíðan starfsmanna sinna. Leið togar heilindanna geta því litið framan í hvern starfsmann og sagt kinnroðalaust að þeir hafi­komið­vel­fram.­ Skipulagsheildir sem eru leidd­ ar af leiðtogum heilinda njóta meiri tryggðar starfsmanna, minni starfsmannaveltu og meiri ábata. Árangurinn sýnir sig í því að starfsmenn og viðskipta­ vinir sýna aukna tryggð við skipu lagsheildina. Traust verður grund vallarþáttur. Starfsmenn leggja harðar að sér og árangur batnar. Heilindi fóstra stöðugleika. Starfsmenn vita að leiðtogar þeirra muni ekki bregðast þeim. Þeir muni styðja þá og styrkja á­erfiðum­tímum­og­það­verði­ komið fram við þá af virðingu. Heilindi stuðla því að hamingju og jákvæðni starfsfólks. Eric Liddell neitaði að taka þátt í hlaupinu á hvíldardegi. FORÐAST Fræðimenn hafa nefnt ýmsa þætti sem leiðtogar verða að forðast vilji þeir sýna gott fordæmi, eins og; kjaftasögur, einelti, horfa á og hala niður klámi, stela efnisleg­ um hlutum, stela hugverkum eða stela tíma. IÐKA Leiðtogar þurfa að iðka þetta; axla ábyrgð, afsaka sig þegar svo ber undir, vera hreinir og beinir, opnir og heiðarlegir í sam ­ skipt um og haga lífi sínu eftir gildum sínum. Leiðtogar sýna for­ dæmi, sama hvort það er gott eða vont. Fólk fylgist með leið­ toganum. Er hann sjálfum sér sam­ kvæmur eða ekki?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.