Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 75

Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 75
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 75 STARFAÐI HJÁ EVRÓPURÁÐINU Í STRASSBORG P áll Þórhallsson lauk embætt is­ prófi í lögfræði frá Háskóla Ís­ lands árið 1995 og hóf þá störf hjá lögmannsstofu í Reykja­ vík. Ári síðar sá hann auglýst störf hjá Evrópuráðinu en eiginkona hans var þá farin að huga að framhaldsnámi í læknisfræði erlendis. Hann sótti um ásamt nokkrum tugum manna hér á landi. Um tuttugu var boðið í skriflegt próf. Páll var síðan boðaður ásamt fimm öðrum í viðtal í Strassborg. Þrír úr þeim hópi komust á biðlista hjá Evrópuráðinu; þeir voru metnir „hæfir“. „Það var engin tiltekin staða laus en ég var settur á lista, en á honum er fólk til vara ef stöður losna. Sá listi gildir í þrjú ár.“ Páll flutti til Frakklands árið 1997 ásamt fjölskyldunni. Tæp tvö ár liðu þar til hann fékk starf hjá Evrópuráðinu sem var í mars 1999. Tímann notaði hann meðal annars til að stunda framhaldsnám í mannréttindum og stjórnskipunarrétti auk þess sem hann skrifaði fyrir Morgunblaðið en þar hafði hann starfað sem blaðamaður frá 1987 og þ.m.t. árin sem hann var í lögfræðináminu. „Það liggur við að ég hefði tekið hvaða starfi sem var. Ég var orðinn svolítið úrkula von ar um að fá vinnu og hafði ekki búist við að biðin yrði svona löng.“ LÖGFRÆÐI OG HÚMANÍSK FÖG Til þess að fá starf hjá Evrópuráðinu þarf að fara í gegnum samkeppnispróf eins og Páll fór í en þau eru haldin með óreglulegu millibili. Þeir sem standa sig best eru settir á biðlista sem gildir tímabundið eins og áður segir. Það er þó engin trygging fyrir vinnu heldur þarf jafnframt að losna staða þar sem viðkomandi er metinn hæfastur í samanburði við aðra á listanum og jafnvel aðra starfsmenn hjá Evrópuráðinu í sama þrepi sem lýst hafa vilja til að hreyfa sig til. Fyrir utan föstu stöðurnar er síðan öðru hverju auglýst eftir fólki til tímabundinna starfa. Páll segir að einu stöðurnar sem sérstak­ lega eru ætlaðar Íslendingum séu staða dóm ara við Mannréttindadómstólinn og staða eins lögfræðings við dómstólinn. „Það er því á heildina litið frekar torsótt fyrir Íslendinga að komast í vinnu hjá Evrópuráðinu. Skipting starfsmanna er nokk urn veginn í samræmi við fjárframlög aðild arríkjanna. Flestir starfsmenn eru frá þjóðum sem greiða mest eins og Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Rússar.“ Páll segir að fyrir utan dómstólinn séu tveir Íslendingar í föstu starfi hjá Evrópu­ ráðinu, þær Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir og Regína Jensdóttir. Varðandi menntun þeirra sem hafa áhuga á að vinna hjá Evrópuráðinu segir Páll að lögfræðingar eigi mesta möguleika en að nám í ýmsum húmanískum fögum geti líka verið góður undirbúningur. Hvað varðar starfsmöguleika hjá öðrum alþjóðlegum stofnunum segir Páll: „Það segir sig sjálft að stofnanir eins og Norður­ landaráð og Norræna ráðherranefndin, EFTA og Eftirlitsstofnun EFTA standa okk­ ur nær, m.a. vegna smæðar sinnar, heldur en risavaxnar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar þar sem við þurfum að keppa um stöður við alla heimsbyggðina. Ekki eru bein tengsl á milli utanríkisþjón­ ustunnar og þess fólks sem ræðst til starfa hjá alþjóðastofnunum upp á eigin spýtur. Samt sem áður er hvort tveggja hluti af því að við Íslendingar gerum okkur gildandi í alþjóðlegu samstarfi.“ Páll segir að Íslendingar eigi að leggja rækt við að þjálfa upp fólk sem er hæft í alþjóðasamstarf og er með viðeigandi mennt un, reynslu og tungumálakunnáttu. „Margir koma síðan aftur heim reynslunni ríkari. Í vaxandi mæli sýnist mér líka að alþjóðastofnanir setji hámark á þann tíma sem hver starfsmaður getur unnið hjá stofn uninni. Þannig er ákveðin endurnýjun tryggð en einnig að þekkingin skili sér aftur til heimalandsins.“ GRUNDVALLARGILDIN MIKILVÆG Nokkrar stofnanir tilheyra Evrópuráðinu. Páll segir að sú þekktasta sé tvímælalaust Mannréttindadómstóll Evrópu. „Einnig má nefna þing Evrópuráðsins sem fulltrúar Alþingis sækja reglulega, þing evrópskra sveitarfélaga sem Íslendingar sækja einnig og ríkjahópur gegn spillingu (GRECO) sem meðal annars fékk því áorkað að á Íslandi voru sett löngu tímabær lög um fjármál stjórnmálaflokka.“ Hvað varðar hlutverk Evrópuráðsins má helst nefna vernd mannréttinda, menn ingar­ legrar fjölbreytni, lýðræðis og réttarríkisins. „Þessum markmiðum nær Evrópuráðið með samvinnu að gerð alþjóða samninga, eftirliti með slíkum samn ingum og ýmsum aðgerðum til að vekja aukna vitund um grundvallargildi í mann legu samfélagi.“ ARMENÍA OG ASERBAÍDSJAN Páll fékk starf hjá fjölmiðladeild innan mann réttindasviðsins þar sem unnið er að málefnum fjölmiðla svo sem varðandi tján ­ ingarfrelsi, réttindi blaðamanna og löggjöf um fjölmiðla. „Ég athugaði í byrjun hvort ég gæti fengið mig færðan yfir til Mannréttinda­ dóm stólsins en á þeim tíma fannst mér það spennandi því þar væri meiri lögfræði­ vinna. Eftir því sem á leið sannfærðist ég hins vegar um að ég fengi mjög góða reynslu út úr þessu starfi, m.a. vegna þeirr­ ar stefnumótunar sem fer fram á vegum deildarinnar. Þar er unnið með nefndum sem semja nýja sáttmála og tilmæli og veitt er aðstoð við ríki í Austur­Evrópu. Starf mitt fólst m.a. í að skipuleggja aðstoð við ný aðildarríki Austur­Evrópu hvað varðar réttindi blaðamanna og reglur um fjölmiðla sem eru mikilvægar í lýðræðisþjóðfélagi. Ég fór mikið til Armeníu og Aserbaídsjan á þessu tímabili og vann þar með blaðamönn­ um og ég sá ekki á þessum árum að mikið hreyfðist í rétta átt þótt vonandi hafi ein­ hverjum fræjum verið sáð sem síðar bera ávöxt. Ég lærði jafnframt að meta það sem er gott við íslenskt samfélag. Á Íslandi hefur maður á tilfinningunni að hver einstakl­ ingur skipti miklu máli og geti í rauninni áorkað heilmiklu ef hann hefur tækifæri til þess þótt vissulega sé stundum á mörkun­ um að við ráðum við þau flóknu verkefni sem fylgja nútímasamfélagi. Annar þáttur í starfinu var að vera ritari nefnda sérfræðinga sem unnu að nýjum alþjóðasáttmálum eða tilmælum og skrifa skýrslur um þau efni. Þarna kynntist ég vinnulagi við nefndarstörf og hvernig ætti að útbúa nýja lagatexta sem ég hef nýtt í núverandi starfi í ráðuneytinu. Ég kynntist líka ólíkum hagsmunahópum og stjórn­ völdum mismunandi ríkja. Skipulagið og reglufestan duga best þegar unnið er með fólki frá ólíkum löndum. Menn koma sér saman um leikreglurnar, þeim er fylgt og þá er ekkert hægt að mögla.“ TARTE FLAMBEE OG ELSASS-VÍN Strassborg er heillandi borg. Gamli hluti borgarinnar, Petite France, er á heimsminja­ skrá UNESCO. Að sögn Páls er áhugavert að skoða dómkirkjuna, sem Hannes Péturs­ son orti um, Place Gutenberg, Place Broglie og Orangerie­garðinn þar sem byggingar Evrópuráðsins eru skammt undan. Víða eru kaffihús og veitingastaðir. Einn þekktasti rétturinn er tarte flambee, eins konar flatbaka með sýrðum rjóma, lauk og beikoni. „Skyndibitinn er helsti óvinur Frakka,“ segir Íslendingurinn sem kann að meta matarhefð Frakkanna. „Þeir Páll Þórhallsson: „Við eigum að gera okkur gildandi í alþjóðlegu sam­ starf. Við eigum að velja og forgangsraða.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.