Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 76

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 76
76 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 leggja upp úr því að gefa sér góðan tíma í undirbúning, fólki er boðið í mat með góð­ um fyrirvara og gjarnan er setið tím un um saman yfir góðum kvöldverði sem fram fer eftir ákveðnum reglum. Þarna lærði mað ur til dæmis að þekkja elsass­vínin og hvaða vín á við með hvers konar mat. Mér fannst því skrítið eftir dvölina úti að koma í matarboð á Íslandi þar sem hver kom með sitt vín og því var slengt upp á borð alger­ lega úr takt við þann mat sem verið var að borða. Vínmenningin hefur þó auðvitað þróast hratt hjá okkur í rétta átt.“ Páll bjó flest árin í þorpinu Mittelhausberg­ en í útjaðri Strassborgar. „Í stað þess að fara í alþjóðlega skóla gengu strákarnir okkar í þorpsskólann. Þannig tengdumst við inn í samfélagið og eignuðumst vini meðal heim amanna fyrir lífstíð.“ Samstarfsfólk Páls hjá Evrópuráðinu var frá um fjörutíu löndum. Hann segir suma hafa umgengist mest landa sína; Bretarnir hafi til dæmis verið með sinn krikketklúbb og Þjóðverjar hafi einnig haldið mjög hóp­ inn. Íslendingarnir hafi hins vegar yfirleitt blandað geði við hverja sem er. „Til dæmis sýndist mér að við ættum ekki síður sam­ leið með Spánverjum og Bosníumönnum en Finnum og Svíum.“ Hvað er Evrópa í huga hans? „Evrópa er ákveðin menning og heimshluti sem ég tilheyri; mikið ríkidæmi menningar og náttúrufegurðar. Evrópa er fjölbreytt að mörgu leyti en margt er sameiginlegt eins og Evrópuráðið ber vott um.“ VANDAÐUR OG RÆKILEGUR Vinna hjá Evrópuráðinu var góður skóli. Hvað lærði Páll á þessum tíma? „Annars vegar myndi ég vilja nefna hversu lærdóms­ ríkt það var að vinna innan stjórnsýslu þar sem gerðar eru miklar kröfur og allur undirbúningur ákvarðana og samþykkta er mjög vandaður og rækilegur. Hins vegar var fróðlegt að ferðast víðs vegar um Aust­ ur­Evrópu og kynnast stjórnkerfi í löndum sem eru mislangt komin á lýðræðisbraut­ inni. Mér fannst sérstaklega eftirminnilegt að kynnast forystumönnum blaðamanna í Armeníu og Aserbaídsjan sem börðust af miklu hugrekki og óeigingirni fyrir frelsi fjöl­ miðla en gleymdu ekki heldur ábyrgð þeirra og hlutverki við að skapa sátt milli þjóð anna tveggja sem borist hafa á bana spjót.“ Fyrstu tvö árin í starfi voru til reynslu en Páll var síðan fastráðinn hjá Evrópuráðinu. Hann segir að margir hafi orðið hissa þegar hann sagði upp eftir sex ár en fátítt sé að fólk geri slíkt. Fjölskyldan ákvað að flytja heim. „Það greip mig mjög sterk löngun til að vinna í þágu íslensks samfélags eins og ég hafði í vissum skilningi gert sem blaða­ maður. En ég á ennþá drjúga starfsævi fyrir höndum og ég væri alveg til í að vinna einhvern tímann síðar á alþjóðavettvangi, hvort sem það væri hjá Evrópustofnunum eða Sameinuðu þjóðunum.“ STARFAÐI HJÁ EVRÓPURÁÐINU Í STRASSBORG Bygging Mannréttindadómstóls Evrópuráðsins. Deildin, þar sem Páll starfaði, var þar til húsa. Páll, forystumaður blaðamanna í Aserbaídsjan, Arif Aliyev, og bílstjóri þess síðarnefnda. Myndin var tekin í Baku. Guðrún Jónsdóttir fjármálastjóri 5.000 umslög af heppilegri stærð. UmhverfisvottUð prentsmiðja prentun frá a til Ö prentun frá a til Ö Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.