Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 82

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 82
82 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Árdís Ármannsdóttir markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Ég réð mig í stöðu mark­aðsstjóra hjá Nýsköp­unarmiðstöð Íslands í­júlí­2010.­Starfið­er­ ótrúlega fjölbreytt en í svona starfi­þarf­maður­að­vera­mjög­ sveigjanlegur og reiðubúinn að takast á við mörg ólík og krefj andi verkefni. Ég ber meðal annars ábyrgð á heimasíðu Ný sköpunarmiðstöðvar, sinni kennslu og skipulegg viðburði, ráðstefnur, fundi og heimsóknir, sem fréttir og útbý fréttabréf annars vegar fyrir Nýsköpunar­ miðstöð í heild og hins vegar örfréttir af frumkvöðlasetrum okkar til að varpa ljósi á það árangursríka og frábæra starf sem fram fer á frumkvöðlasetr­ unum. Auk þess sinni ég spenn andi þróunarverkefnum sem­snúa­m.a.­að­eflingu­ ný sköp unar og framkvæmd rann sókna sem varpa m.a. ljósi á samkeppnisstöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Þessa dagana er ég, fyrir utan dagleg verkefni, m.a. að vinna að undirbúningi ársfundar Ný sköpunarmiðstöðvar sem haldinn­verður­fimmtudaginn­ 17. mars. Það stefnir allt í metn aðarfullan ársfund en við höfum m.a. fengið til liðs við okkur hönnuð sem er að slá í gegn erlendis og ætlar hún að vera með skemmtilegt innlegg á fundinum.“ Árdís fæddist á Akureyri og er uppalin á Myrkárbakka í Hörg árdal. „Sveitin sú er minn griðastaður og nota ég hvert tækifæri sem gefst til að að dvelja þar hjá foreldrum mínum. Í dag bý ég með­dóttur­minni­í­góðu­yfirlæti­í­ Grafarvoginum.“ Árdís útskrifaðist úr Mennta­ skól anum á Akureyri 1997, með BS í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskólanum 2005 og með MSc í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum frá Viðskipta­ háskólanum í Árósum 2010. Hún er­auk­þess­með­alþjóðleg­a­IATA­ UFTA­gráðu frá Ferða málaskóla Íslands og starf aði í þeim geira í tæp sex ár. „Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að ganga á fjöll og hef haft ótrú­ lega gaman af. Það jafn ast fátt á við göngu í góðum félags skap um fallega landið okkar. Ég stof­ naði gönguhóp inn Fjallageit­ urn­ar­ásamt­fleiri­vinum­fyrir­ þrem ur árum og förum við a.m.k. í eina stóra göngu á ári. Þess utan reynum við að fara í styttri­æfingaferðir.­Útilegur­eru­ líka í miklu upp áhaldi, samvera með vinum og ættingjum, góðir tónleikar og brettaferðir og stefn an er tekin á Hlíðarfjall um páskana ef veður og snjór leyfa. Á metnaðar fullri stefnuskrá fyrir þetta árið er einnig að læra á gítar en ég fékk einn slíkan að gjöf frá yndislegum vinum þegar ég varð þrítug. Ætlunin er að verða slarkfær í komandi útilegum og fjallaferðum. Það verður gaman að sjá hvernig það gengur.“ Nafn: Árdís Ármannsdóttir Fæðingarstaður: Akureyri hinn 21. maí 1977 Foreldrar: Alda Traustadóttir og Ármann Búason Börn: Eva Huld Halldórsdóttir, 9 ára Menntun: MSc í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum FÓLK „Ég stofnaði gönguhópinn Fjallageiturnar ásamt fleiri vinum fyrir þremur árum og förum við a.m.k í eina stóra göngu á ári. Þess utan reynum við að fara í styttri æfingaferðir.“ ○○www.ossur.com össur er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði LÍF ÁN TAKMARKANA ○○

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.