Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 9 R agnhildur staðfestir eitthvert verst geymda leyndarmál viðskipta- lífsins; að 3 milljarðar króna hafi verið millifærðir frá FL Group til Kaupþings í Lúxemborg sem greiddi þá til eignarhaldsfélagsins Fons. Það félag var í eigu Pálma Haraldssonar. Ragnhildur upplýsti þáverandi stjórnarmenn um þetta mál og hvernig það væri vaxið. Skömmu síðar sögðu allir stjórnarmenn sig úr stjórninni og einn þeirra gerði grein fyrir afsögn sinni á hluthafafundi FL Group eins og kom fram í fjölmiðlum. „Um það leyti sem ég tók formlega við starfi forstjóra félagsins fékk ég vitneskju um að Hannes Smárason stjórnarformaður hefði í apríl sama ár látið millifæra tæplega 3 milljarða króna af reikningum félagsins til Kaupþings í Lúxemborg,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. „Engar skýringar, lánaskjöl eða önnur gögn voru til um málið og millifærslan var án vitn eskju annarra stjórnarmanna félagsins. Hannes gaf þá skýringu að fjármunirnir væru í vörslu Kaupþings í Lúxemborg og ættu að vera þar til reiðu ef taka þyrfti skyndi ákvarðanir um fjárfestingar. Hins vegar neitaði Kaupþing í Lúxemborg ítrekað að gefa mér og öðrum stjórnendum FL Group upplýsingar um peningana og bar við banka leynd. Í júní gerði ég stjórnarformanni félagsins grein fyrir því að ekki væri unnt að una við óbreytta stöðu málsins. Annaðhvort yrði að upplýsa hvar fjármunirnir væru niðurkomnir eða að þeir skiluðu sér aftur til FL Group með vöxtum. Stjórnarformanninum var jafn- framt tjáð að hvorki væri hægt að ganga frá sex mánaða uppgjöri félagsins né láta endurskoðendur fá reikninga þess ef upp- lýsingarnar lægju ekki fyrir. Það var þó ekki fyrr en ég talaði beint við forstjóra Kaupþings banka og greindi hon- um frá málavöxtum að peningarnir skil uðu sér loksins inn á reikning FL Group ásamt vöxtum, fyrir lok júní.“ Ragnhildur segir í yfirlýsingunni að ástæða þess að hún ákvað að láta af störfum sem forstjóri FL Group á sínum tíma hafi fyrst og fremst byggst á því að hún taldi sig ekki eiga sam leið með Hannesi Smárasyni, þáverandi stjórnarformanni, og stjórn félagsins, sem voru fulltrúar stærstu eigenda þess. Ragnhildur minnist m.a. á fræg kaup FL Group á sameinuðu félagi Sterling og Maersk fyrir 15 milljarða króna og segir að þau hafi verið óskiljanleg því bæði fyrirtæki hafi átt í rekstrarerfiðleikum og Fons hafi keypt þau á 4 milljarða króna snemma ársins 2005. „Að mínu mati var þetta óskiljanleg verðhækkun á þeim fáu mánuðum sem Sterling var í eigu Fons,“ segir í yfirlýsingunni.Hún segir að Hannes og aðrir stjórnarmenn hafi viljað kaupa. „Kaupferlið horfði við mér sem formleg afgreiðsla á ákvörðun sem þegar var búið að taka. Áður en gengið var frá samn ingnum um kaupin á Sterling ákvað ég að láta af störfum.“ Fyrst þetta ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.