Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 51

Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 51
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 51 H :N m ar ka ð ss am sk ip ti / SÍ A Farðu á karlmennogkrabbamein.is eða hringdu í gjaldfrjálsa símaráðgjöf 800 4040 Gefðu þér 10 mínútur - lærðu að þekkja einkennin og nýta forvarnir. „Ég þekki Hveragerði eins og punginn á mér” H E R F E R Ð I N Um 38 þúsund karlmenn eða 35% íslenskra karlmanna söfnuðu yfirvararskeggi í herferðinni og yfir 60% þjóð arinnar tók virkan þátt í henni með einhverjum hætti. Hugmyndin frá Ástralíu Hugmyndin um að fá karlmenn til að safna mottu eða yfirvaraskeggi til að vekja athygli á krabbameini í körlum er ekki ný af nálinni. Upphaf hennar má rekja til Ástralíu þar sem fyrsta mottuherferðin var haldin undir heitinu „Movember“ auk þess hafa svipaðar her­ ferðir verið framkvæmdar í nokkrum öðrum löndum. Útfærslurnar í hverju landi hafa verið mismunandi en útfærslan sem ráðist var í hér var mun stærri í sniðum en sést hefur í öðr um löndum. Ýtarleg könnun var gerð á áhrifum herferðarinnar. Sam kvæmt henni gekk herferðin vonum framar og er næstáhrifaríkasta her ferð sem keyrð hefur verið hér á landi frá því að mælingar hófust. Engin herferð hefur náð viðlíka árangri í blöndu af útbreiðslu og áhrifa mætti. Tæplega 90% þjóðarinnar tengdi sig sterklega við herferðina. Um 38 þúsund karlmenn eða 35% íslenskra karlmanna söfnuðu yfir­ vararskeggi í tilefni af Mottu marsinum. Yfir 60% þjóðarinnar tóku virkan þátt í herferðinni með ein hverj­ um hætti. Þar er til dæmis átt við að konur hafi hvatt karlmenn til að fara í krabbameinsskoðun eða safna mottu í tilefni herferðarinnar og karlmenn hafi leitað á sjálfum sér, rætt mál við vini eða farið í skoðun hjá lækni. „Bæði einstaklingar og fyrirtæki voru einstaklega áhugasöm um átakið og tóku það upp á sína arma með alls konar keppni, leikj um og hópeflismálum, bæði innan fyrirtækja og í vinahópum,“ segir Gústaf. Áskorun að ná sama árangri aftur Gústaf segir að fastlega megi reikna með að einhvers konar fram haldi á herferðinni í ljósi þess hversu vel verkefnið gekk. En hvort það verði nákvæmlega Mottu mars II sé ekki ljóst ennþá. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvernig næsta herferð verður en það verður ögrandi áskorun að fylgja Mottu mars 2010 eftir – og ná sama árangri eða betri,“ segir Gústaf Gústafsson. Úr auglýsingaherferðinni þar sem 365 miðlar voru í aðalhlutverki. Sjónvarp, útvarp, dagblöð og netið.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.