Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 79
mállaus þræll. Hann er frelsaður og gerist liðsmaður hjá kristn um víkingum sem eru á leið í krossferð til landsins helga. Hópurinn villist af leið og lendir við strendur Ameríku. Leikstjóri myndarinnar er Nicolas Winding Refn, sem í dag er einn þekktasti og athyglisverðasti leik stjóri á Norðurlöndum. Nicolas Winding Refn er danskur en ólst upp í Bandaríkjunum frá átta ára aldri. Hann sótti kvikmyndaskóla í New York þar sem hann var rekinn áður en námi lauk. Sneri hann þá aftur til Dan merkur, sótti um inngöngu í danska kvik myndaskólann og var einn fárra sem voru valdir í það skiptið, en hætti við skólagönguna áður en hún byrjaði. Refn var aðeins 24 ára þegar hann leikstýrði hinni of beldisfullu Pusher (1996), sem vakti athygli á honum og fylgdu tvær framhaldsmyndir í kjölfarið. Hin síðari ár hefur Nicolas Wind ing Refn starfað að mestu í Englandi, en fyrsta kvikmynd hans á ensku var Fear X (2003) með John Turturro í aðalhlutverki. Meðan á undirbúningi Valhalla Rising stóð var honum boðið að leik stýra kvikmynd um einn frægasta glæpamann Breta í dag, Charles Bronson. Kvikmyndin heitir Bronson og fékk fína dóma hjá gagn rýn­ end um og hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim og hlotið verðlaun. Nicolas Winding Refn er eftirsóttur í dag og orðaður við margar kvik myndir, en næsta kvikmynd hans er Drive með Ryan Gosling í aðalhlutverki. Myndin er gerð eftir skáldsögu James Sallis og verður hún fyrsta kvik­ myndin sem Refn leikstýrir í Bandaríkjunum. Sá leikari sem Nicolas Winding Refn hefur oftast leitað til er Mads Mikkelsen en hann hefur leikið í fjórum kvikmyndum af sjö sem Refn hefur leik­ stýrt (áttunda myndin er sjónvarpskvikmyndin Marple: Nemesis, sem er gerð eftir skáldsögu Agöthu Christie.) Mikkelsen er í hlutverki hins eineygða í Valhalla Rising og segir ekki orð alla mynd ina þannig að mikið reynir á líkamstjáningu í leik hans. Aðrir leikarar eru breskir og þar má nefna Jamie Sives, Gary Lewis og Ewan Stewart. Mads Mikkelsen leikur hinn eineygða í Valhalla Rising en að sögn leikstjórans Nicolas Winding Refn var það hugmynd Mikkelsens að hafa söguhetjuna eineygða. F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 79 Lokaáfanginn Lítið hefur borið á eðalleikstjóranum James Ivory á síðustu árum enda orðinn 83 ára. Hann er samt ekki aðgerðarlaus og tók sig til fyrir tveimur árum og leikstýrði The City of Your Final Destination sem sá loks dagsins ljós í fyrra og var frumsýnd í Bandaríkjunum í apríl sl. Hefur myndin fengið ágætar viðtökur þótt hún fari ekki í flokk bestu kvikmynda Ivorys, mynda á borð við A Room With a View, Howard’s End og The Remains of the Day. The City of Your Final Destination er byggð á skáldsögu eftir Peter Cameron og fjallar um læknanema sem fær það verkefni að skrifa ævisögu frægs suður­amerísks rithöfundar. Í hlutverki læknanemans er óþekktur leikari, Omar Metwally. Mótleikarar hans eru öllu þekktari en þar má nefna úrvalsleikarana Anthony Hopkins, Lauru Linney og Charlotte Gainsbourg. Það er í lagi með börnin Hvað gera foreldrar sem eru lesbíur þegar eitt barna þeirra reynir að komast að því hver var sæðis gjafinn og fær systur sína í lið með sér? Þetta er viðfangsefni The Kids Are Alright þar sem Annette Bening og Julianne Moore eru í hlutverkum lesbíanna sem sjá fram á sund rungu í fjölskyldunni þegar þær komast að ætlun barna sinna sem eru að komast á full­ orðinsár. Eins og gefur að skilja reynir mjög á fjölskylduböndin í framhaldinu. Í hlutverkum unglinganna eru Josh Hutcherson og Mia Wasikowska, sem lék Lísu í Undralandi í kvikmynd Tim Burtons. Auk þess leikur Mark Ruffalo stórt hlutverk í myndinni. Brighton Rock Ein þekktasta skáldsaga Grahams Greene er Brighton Rock. Hún var fyrst kvikmynduð 1947 og hefur verið talin vinsælasta breska film noir myndin. Í aðalhlutverkum voru Richard Attenborough og Hermione Baddeley. 63 árum síðar er verið að endugera myndina og enn eru það Bretar sem standa á bak við kvikmyndagerðina. Ekki er sagan færð til nútímans en látin gerast á sjöunda áratug síðustu aldar. Brighton Rock sem frumsýnd verður í lok ársins skartar úrvali breskra leikara þar sem fremst eru í flokki Helen Mirren, John Hurt og eitt heitasta ungstirnið í dag, Carey Mulligan. Leikstjóri er Rowan Joffe og skrifar hann einnig handritið, upp úr eldra handriti Grahams Greene. Joffe er sonur leikstjórans Rolands Joffe sem átti sínar bestu stundir á níunda áratugnum þegar hann leikstýrði The Killing Fields og The Mission. KVIKMYNDAFRÉTTIR Anthony Hopkins í hlutverki sínu í The City of Final Destination. Flókin fjölskyldutengsl eru viðfangsefnið í The Kids Are Alright.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.