Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 28

Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein Þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar er skoðuð sést að Glitnishelgin er spennusaga. Glitnishelgin fjallar um þá reyfaralegu atburði sem urðu síðustu helgina í september 2008 þegar einn fóturinn fór undan riðandi banka kerfinu á Íslandi. Það er að kólna í veðri og spáð rigningu í lok vikunnar. Enn er þó sól í heiði um hádegið fimmtu daginn 25. september. Há vaxinn maður, stuttklipptur með dökkt hár og gleraugu, gengur inn um aðaldyr Seðlabankans við Kalkofnsveg og á erindi við bankastjóra. Brýnt erindi. Hann er áhyggjufullur. Þetta er unglegur maður og ekki áberandi útgerðarmannslegur en hefur símleiðis beðið um viðtal. Góðu haustveðri til útivistar er spáð um helgina sunnanlands. Líka fyrir ráðherra. Starfsfólk viðskiptaráðuneytis fer í skemmti­ ferð með ráðherra sínum. Enginn veit að það er „Glitnishelgin“ sem fer í hönd og spáin stenst ekki alveg – það er að segja veðurspáin og helgarveðrið og útivistin. Helgin varð hálfhryssingsleg með skúrum. En enn er fimmtudagur og allt getur gerst. Slatti af peningum Hávaxni maðurinn með skjalatöskuna segir svo frá síðar að hann muni ekki alveg hvaða tölur voru nefndar á skrifstofu bankastjóra. Þó er almennt gengið út frá að 600 milljónir evra eða 84 milljarðar íslenskra króna hafi borist í tal. Hann heldur að það hafi verið 500 milljónir evra. En umfram allt: peninga er þörf strax og það í evrum, ekki íslenskum krónum. Aðeins nokkrir dagar, kannski vikur eru í að Glitnir fari í þrot ef hjálp berst ekki. Hjálp er nú aðeins að fá í Seðlabankanum því allar leiðir til að slá ný lán eru lokaðar og það fyrir löngu. Hinn fyrsti af íslensku bönk­ un um er kominn á kné. Þessa helgi – Glitnishelgina – springur ein mesta viðskiptabóla sögunnar. Íslendingar eru í þann mund að komast á topp 10 meðal fremstu þrotamanna í kauphöllum heimsins en þeir vita það ekki enn um hádegið á fimmtu deginum. Ekki vísindaleg tala Og í ljósi þess sem gerist Glitnishelgina skiptir varla miklu máli hvort upphæðin 600 milljónir evra var nefnd frekar en 500 mill­ jónir. Það var hvort eð er komið að lokum. Bankastjórinn hjá Glitni, Lárus Welding, er enn ekki kominn að málinu en vill síðar halda sig við lægri töluna. Viðurkennir þó að það hafi ekki „verið mjög vísindaleg tala“. Víst er að það sem gerist eftir þetta var byggt á álíka traustum vísindum og veðurspáin sem lofaði góðu útivistarverðri þótt hann hafi gengið á með skúrum þegar til kom. Atburðir Glitnishelgarinnar eru eins og hver annar reyfari. Þegar spilin voru lögð á borðið klukkan 9.40 á mánudagsmorgni 29. september ríkti fullkomin óvissa um hver stýrði í raun landinu og hver réði för í bönkunum. Enginn virðist hafa ráðið nokkru um at burða­ rásina þessa tilteknu helgi nema helst seðla­ bankastjórinn, Davíð Oddsson. Og svo fór allt úr böndunum í vikunni sem rann upp eftir Glitnishelgina. Margboðað fall Meðal fjármálamanna, bæði innlendra og erlendra, var vitað að allt bankakerfið ís lenska hryndi til grunna ef einn hinna þriggja stóru banka félli. Þessu var spáð óháð öllum kross­ eignatengslum og mati á eigin fé. Allir bank­ arnir færu yfir um samtímis vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki burði til að verja þá falli. Hann gat ekki vegna smæðar sinnar og stærðar bankanna gegnt hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara. Því var aðeins beðið eftir hvenær fyrsta spilið félli úr þessari háu spilaborg og allt hryndi saman. Það er það sem gerðist Glitnis helgina. En lítum nánar á þessa atburðarás eins og hún er rakin í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Kynning á stöðunni Hávaxni maðurinn í anddyri Seðlabankans um hádegið 25. september er Þorsteinn Már Baldvinsson, oftast kenndur við Samherja og þarna í hlutverki stjórnarformanns Glitnis. Hann er þarna fyrst og fremst í þeim tilgangi að upplýsa um stöðuna, sem er slæm, lán uppá 600 milljónir evra að falla og tilraunir til sölu á hluta af bankanum hafa mistekist. Spurningin er: Á Seðlabankinn peninga til að koma bankanum yfir næsta hjalla þann 15. október? TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: ÝMSIR GLITNISHELGIN ER SPENNUSAGA

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.