Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein 2001 Nokkrar umræður urðu um það að stórir leikendur í viðskiptalífinu væru óhentugir sem stórir hluthafar í bönkum. 2001 Netbólan sprakk og hlutabréfamarkaðir um allan heim féllu. Fjárfestar lærðu sína lexíu tímabundið; það sem fer upp kemur jafnan niður aftur. 2001 Gengi krónunnar féll niður úr öllu valdi og dollarinn fór í 117 krónur um tíma. Gífurlegt gengistap varð hjá fyrir­ tækjum sem skulduðu í erlendri mynt. 2001 Enron fellur eins og spilaborg. „Maður sér ekki fyrirtæki, sem eru í þetta miklu áliti, hrapa svona hratt,“ segir Robert Christmas, gjald­ þrotslögmaður. „Ég man ekki eftir neinu tilviki þar sem þetta hefur gerst svona hratt.“ 2003 Flestir lýsa yfir ánægju með einkavæðingu ríkis­ bankanna þótt fallið hafi verið frá upphaflegu markmiði um að hafa dreift eignarhald á þeim. Sagt að stórir eigendur myndu hvort sem er kaupa upp litla hluthafa – líkt og gerðist í FBA þar sem varð kennitölusöfnun. 2003 Alþjóðlegt lánsfé orðið mjög ódýrt. Það á upptök sín í ódýrum fasteignalánum í Banda­ ríkjunum. Alþjóðlegt lánsfé streymir á milli ríkja heimsins – m.a. til Íslands. Allir stórbankar vilja koma fé í lóg. 2003 Stóru erlendu bankarnir eru reknir með miklum hagnaði. Umræða um ofur­ laun, bónusa, kaupauka og hlutabréfavilnun verður heitt umræðuefni. Bankar heimsins drifnir áfram af græðgi og kaupaukum; þar sem bankamenn koma ódýru lánsfé í lóg og taka snúning á fyrirtækjum með kaupum þeirra og sölu. 2003 Erlendir bankar ræða mikið um nýja fjármálaþjónustu og „nýjar vörur á markaðnum“. 2003 Umræður um frelsi, völd, klíkur og samþjöppun í brennidepli. Davíð Oddsson segir á opinberum fundi að „örfáir menn í þessu þjóðfélagi séu að leika sér með það frelsi sem hefði verið skapað hér og komi skömm á það og við það sé ekki hægt að búa.“ 2003 Umræður um að Davíð Oddsson forsætisráðherra sé kominn í andspyrnu við afleiðingar eigin gerða; þ.e. hann hafi innleitt stóraukið frelsi í viðskiptum en það hafi leitt til samþjöppunar valds og að peningarnir hafi tekið völdin. 2003 Sögulegur dagur í september þetta ár þegar Íslandsbanki og Landsbanki skiptu upp Eimskip og dótturfélögum, viðskiptablokk, sem gekk undir nafninu kolkrabbinn. Túlkun flestra: Bankarnir sölsa undir sig atvinnulífið. 2003 Uppskipting Eimskips, mest fyrir tilstuðlan Björgólfs Guðmundssonar í Landsbanka, féll í góðan jarðveg hjá stórum hluta þjóðarinnar. Síðar hefur komið á daginn að þetta var upphafið að græðgi, yfirgangi og algeru virðingarleysi bankanna gagnvart fólki og fyrirtækjum. 2001-2002 2003 2003-2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.