Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 65
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 65 KREPPAN OG TÆKIFÆRIN Hendrikka segir að eðlilega hafi kreppan haft áhrif á fyrirtæki sitt og þá sem eru í skartgripabransanum eins og flest önnur fyrirtæki. „Samruni heimsmarkaðssvæða getur haft jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Sumir dreifingaraðilar okkar og viðskiptavinir hafa þurft að ganga í gegnum erfiða tíma síðastliðið ár og það hefur haft áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra. Aðrir hafa þurft að loka. Þeir hafa þurft að sinna aðsteðjandi vandamálum eins og afborgunum af húsnæði og öðrum skuldum og hafa þar af leiðandi ekki jafn­ mikið fé og áður á milli handanna. Ég tel einnig tækifæri felast á krepputímum. Í niðursveiflunni gefst nefni­ lega tækifæri til að velta fyrir sér hvað það er sem gerir fyrirtæki sterkt og árangurs ríkt. Ýmsir ytri þættir hafa áhrif á rekstur fyrirtækja en ef varan er góð þá verður alltaf markaður til staðar þótt hann sé minni. Í yfirstandandi kreppu hef ég farið mjög rólega og notað tímann og endur­ metið stefnuna og skapað hluti sem hvetja aðra til góðra verka. Ég hef hægt á mér sem ég hef verið mjög sátt við en þegar kreppan er afstaðin þarf ég að vera viðbúin fyrir uppsveifluna. Ef það gerist snögglega og ég er ekki reiðubúin þá gæti ég tapað enn stærri markaðshlutdeild. Ég lít á kreppuna sem tækifæri til að undirbúa mig fyrir næstu uppsveiflu.“ GEFANDI VERKEFNI Aðspurð um hæfileika sem hafa hjálpað henni við að komast áfram segir Hend rikka: „Vinnusemi, framsýni, seigla og að vera andlega þenkjandi.“ Draumurinn segir hún vera að gera vörumerkið að alþjóðlegu vörumerki með tímanum. „Það á eftir að taka mörg ár og ég myndi segja að langtíma­ mark miðið væri að opna litlar sérhæfðar búðir með skartinu mínu. Síðan er það auðvitað netið sem er núið og framtíðin en ég er núna að undirbúa netverslun. Ég vona að ég geti byggt upp Kids Parliament þannig að það eigi eftir að gagn ast mörgum á lífsleiðinni. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til að heimurinn verði betri. Mér finnst ég verða að gera það. Og við byrjum á börn­ unum. Varðandi bækurnar þá væri gaman að sjá barnabækurnar verða nokkrar en annars er ég frekar róleg yfir þessu öllu. Það sem skiptir máli hjá mér er að hafa gaman að þessu og gera það sem er skemmtilegt og ég vil einbeita mér að gef andi verkefnum. Það verður það sem verður.“ Myndir úr bók Hendrikku, Rikka og töfrahringurinn á Íslandi. Inga María Brynjarsdóttir teiknaði myndirnar í bókinni. Hringur úr Baron­línunni, Le­Baron. ,,Um er að ræða einstakt safn skartgripa en hugmyndina má rekja til fíngerðrar karöflu sem er í eigu minni en var eitt sinn í eigu hins dularfulla Charles Francois Xavier Gauldree Boilleau baróns þegar hann bjó í Reykjavík í nokkur ár undir lok 19. aldar. Skartgripalínan hefur yfir sér dulúð, líkt og baróninn sjálfur. Margslungið 18 karata gullvirkið skartar fíngerðu demantavirki – og fínlegir litir gimsteinanna gefa línunni sérstaka fágun. Skartgripirnirnir samanstanda af hágæða hringum, eyrnalokkum, armböndum og hálsmenum. H Ö N N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.