Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.03.2010, Qupperneq 73
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 73 Anna Kristín Magnúsdóttir stofnaði fyrirtækið My beauti ful Raven í byrjun árs 2010. Hún hannar yfir­hafnir fyrir konur úr íslensku hráefni og vörurnar eru framleiddar á Íslandi. Til að byrja með verður varan seld í verslunum á vinsælum ferðamannastöðum víðs vegar um landið en hugmyndin er að koma vörunni á fram færi erlendis í framtíðinni, þá einungis í fáum útvöldum versl unum. AF HVERJU AÐ STOFNA FYRIRTÆKI Í FATAHÖNNUN? „Ég byrjaði snemma að hanna og sauma föt og langaði alltaf til þess að gera það að atvinnu minni. Ég fór síðan til Danmerkur og lærði fatahönnun þar. Í dag er ég að starfa við fag sem mér finnst skemmtilegt. Það eru ákveðin forréttindi að starfa við það sem maður hefur ástríðu fyrir. Möguleikar fyrir íslenska hönnuði eru til staðar í dag. Góð, falleg og vel hönnuð vara á möguleika allstaðar í heiminum. Ekki má heldur gleyma því að það er góður byr fyrir íslenska hönnuði á íslenskum markaði í dag. Þá finnst mér mjög mikil­ vægt að taka þátt í því að byggja upp atvinnulíf á Íslandi, þótt mitt framlag sé einungis lítill þáttur í stóru samhengi.“ Um hvað snýst viðskiptahugmynd ykkar? „Fyrirtækið er hönnunarfyrirtæki í fataiðnaði og viðskipta­ hug myndin byggist á því að vera með íslenskt fyrirtæki sem vinn ur úr íslensku hráefni og öll framleiðslan verður hérlendis. Ég fékk hugmyndina þegar kreppan skall á og ég fór að velta fyrir mér hvað mig virkilega langaði að gera næstu árin. Fyrir­ tækið er því mjög ungt og var ekki formlega stofnað fyrr en ég hóf nám í Viðskiptasmiðjunni. Mér þykir afar vænt um nafnið sem ég gaf fyrirtækinu. Það heitir My beautiful Raven sem á íslensku útleggst fallegi hrafninn minn. Nafnið er þannig til komið að eldri bróðir minn hét Hrafn og hann var kallaður Raven þegar hann bjó erlendis. Hann var sá sem vakti áhuga minn á tísku og hvatti mig til þess að verða fatahönnuður. Mig langaði til þess að heiðra minningu hans með því að gefa fyrirtækinu nafnið My beautiful Raven. Hrafninn kemur líka við sögu í hönnuninni því ég notast við ýmis einkenni hrafn­ sins, s.s. svarta litinn og svo bláa litinn sem kemur á hrafninn þegar sólin skín á hann. Þá voru stélið, vængirnir og fjaðrirnar líka innblástur þegar ég útfærði sniðin.“ Hafið þið einhverjar fyrirmyndir í uppbyggingu fyrirtækisins? „Ég get nefnt nöfn eins og Ralph Lauren, Coco Chanel og Prada, en að sjálfsögðu hafa líka margir góðir, íslenskir hönn uðir sýnt okkur unghönnuðum að við getum þetta líka. Þeir hafa rutt brautina fyrir okkur. Mér finnst fyrst og fremst áhugavert að koma vörunni á fram færi hér heima, ekki síst vegna þess að ég er að nota íslenskt hráefni en það hefur hingað til lítið verið notað í hágæða framleiðslu. Síðar meir hef ég svo áhuga á að kanna mögu leikana í Bandaríkjunum og Evrópu, ekki síst vegna stærðar markaðanna.“ HVERNIG HEFUR VIÐSKIPTASMIÐJAN HJÁLPAÐ YKKUR? Mjög mikið, mjög líklega væri ég ekki komin svona langt með fyrirtækið ef ég hefði ekki farið í Viðskiptasmiðjuna. Þar hef ég öðlast sjálfstraust og fullvissu um það að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Viðskiptasmiðjan er líka lykill að ómetan legu tengsla­ neti sem á eftir að koma mér að góðum notum í fram tíðinni. Ég er líka sannfærð um að framtíðin er björt. Við stefnum að því að fatalínan verði breiðari en þó alltaf með aðalháhersluna á yfirhafnir úr íslensku hráefni. Markmiðið er að viðhalda vöru þró­ uninni og auka þekkingu á vörumerkinu með það að leiðar ljósi að varan sé gæðavara, hún sé handunnin og íslensk.“ Anna Kristín Magnúsdóttir stofnaði fyrirtækið My beautiful Raven í byrjun árs 2010. HÁTÍSKUREGNFATNAÐ FYRIR KONUR ANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR HJÁ MY BEAUTIFUL RAVEN: Fyrirtækið er hönnunarfyrirtæki í fataiðnaði og viðskiptahugmyndin byggist á því að vera með íslenskt fyrirtæki sem vinnur úr íslensku hráefni og öll framleiðslan verður hérlendis. HANNAR YFIRHAFNIR FYRIR KONUR H Ö N N U N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.