Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 23 2001 Enron­hneykslið skekur hlutabréfamarkaði. Stjórnendur eru hand­ teknir – sem og endur­ skoðendur. Þeir höfðu ýkt hagnaðartölur og logið til um stöðu fyrirtækisins til að halda hlutabréfaverði uppi. Víti til varnaðar, var sagt um allan heim. 2001 Miklar umræður urðu um siðferði í viðskiptum eftir Enron­hneykslið og hlutverk stjórna. Endur skoðendur áttu að vinna fyrir þær og þær áttu að hafa eftirlit með forstjórum. 2002 Undir lok ársins selur ríkið um 45% hlut í Landsbankanum til Sam­ sonar, eignarhaldsfélags í eigu Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar. Kaupverðið var um 12 milljarðar króna. Feðgunum hælt fyrir að koma inn til landsins með erlent fé. 2002 Ríkið selur 45% hlut í Búnaðarbankanum til S­hópsins, þ.e. Eglu ehf., Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, Sam ­ vinnulífeyrissjóðnum og VÍS á um 12 milljarða króna. 2003 Valur Valsson lætur af störfum sem annar tveggja bankastjóra Íslandsbanka eftir yfir 30 ára starf hjá bankanum og forvera hans, Ið naðar bankanum. Bjarni Ár manns son verður einn banka stjóri. 2003 Valdablokkirnar eru mikið í umræðunni. Átök milli þeirra byrjuð að magnast. Rætt um Björgólfsfeðga, Baugsfeðga, S­hópinn, Kolkrabbann og bræðurna í Bakkavör. 2003 Búnaðarbankinn og Kaupþing sameinast undir heitinu KB banki. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, segir að kominn sé stór banki til að styðja við útrás íslenskra stórfyrirtækja, eins og Baug. 2003 Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur út úr KB banka eftir að forráðamenn bankans fengu hundruð milljóna í bónusa og kaupaauka. Hann segir þetta græðgi og tæmir sparireikninginn; 400 þúsund krónur. 2003 Harðar umræður í samfélaginu um að bankarnir eigi orðið „öll fyrirtæki“ og að nokkrar nýríkar fjölskyldur drottni yfir stjórnmálamönnum. Rætt um að viðskiptalífið hafi tekið völdin og eng­ inn þori lengur að stugga við auðmönnum, að það ríki ótti við þá. 2004 Útrás íslenskra fyrirtækja og kaup Íslendinga á fyrirtækjum erlendis vekur mikla athygli erlendra fjölmiðla. Hvaðan koma peningarnir? Þannig spyrja erlendir fjölmiðlar. Svarið er: Þeir koma frá þekktum erlendum bönkum sem moka fé í íslensku bankana og helstu auðjöfra landsins. 2004 Bankarnir byrja að bjóða húsnæðislán og keppa við Íbúðalánasjóð. Helst vilja bankarnir eignast Íbúðalánasjóð. Lánin eru á lágum vöxtum fyrir bankana og þeir viðurkenna að í sjálfu sér hafi þeir ekki svo mikið upp úr þeim. Lánsféð kom að utan. 2004 Baugur Group kaupir ásamt fleirum Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Danir urðu forviða. Þessi fornfræga verslun á Kóngsins Nýjatorgi komin í eigu Íslendinga. Danir spyrja: Hvaðan koma peningarnir? Þeir fá sama svarið: Úr erlendum bönkum. Þetta svar skilst samt ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.