Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG FLEIRI Erla Sólveig Óskarsdóttir. ,,Þegar ég vinn við stól þá fæðist strax hugmynd að næsta stól og þegar maður er einu sinni kominn inn í stólabransann er kominn farvegur fyrir nýjar framleiðsluvörur.“ ERLA SÓLVEIG ÓSKARSDÓTTIR, HÚSGAGNA- OG IÐNHÖNNUÐUR: Hönnun Erlu Sólveigar Óskarsdóttur, húsgagna- og iðnhönnuðar, er seld víða um heim. Hún er fyrst og fremst hönnuður en hún þarf líka að sinna rekstri fyrirtækis síns. Hún segir að í starfi sínu sé nauðsynlegt að gefast ekki upp og þora að fara ótroðnar slóðir. Húsgögn Erlu Sólveigar eru framleidd hér á landi, meðal annars hjá Á. Guðmundssyni. Þar er fram leidd skóla hús­gagnalína, sem kall ast Sproti, ból s traðir stólar, Spuni, og borð. Stóll inn Bessi er fram leiddur og seldur hjá Sóló­hús gögnum en hann er fram leiddur fyrir erlendan markað í Danmörku og í Banda ríkj unum. Þess má geta að um 2000 Bessa­stólar voru not­ aðir á umhverfisráðstefnunni í Kaup manna höfn í vetur. Stól arnir Dímon, Formel B og Ames einn eru til sölu í versluninni Epal. Stóllinn Dreki er framleiddur hjá þýska fyrirtækinu Brune og franska fyrirtækinu Sokoa. Stólarnir Ames einn og Ames tveir eru framleiddir hjá Ames GmbH. Fyrirtækið er staðsett í Þýskalandi en er einnig með framleiðslu í Kólumbíu. Þá er stóllinn og sófinn Dímon framleiddur hjá ítalska fyrirtækinu Rossin og stóllinn Bessi og Formel B eru framleiddir hjá danska fyrirtækinu One Collection. Erla Sólveig segir að í starfi sínu sé nauðsynlegt að gefast ekki upp og þora að fara ótroðnar slóðir. „Maður þarf líka að vera ákveðinn í að leita að viðskiptasamböndum og það þarf að koma sér á framfæri og kunna að taka neitun. Verst eru fyrirtækin sem geta ekki tekið ákvarðanir og draga mann á svari.“ FYRST OG FREMST HÖNNUÐUR Erla Sólveig segir erfitt að sameina hönnunina og fyrir tækja­ reksturinn. „Ég er fyrst og fremst hönnuður en fyrirtækja­ rekst rinum fylgir ótrúlega mikil skrifstofuvinna. Það er mikið kvabb og hefur aukist eftir því sem ég er í sambandi við fleiri framleiðendur. Það þarf að gefa ótrúlegustu upplýsingar, taka afstöðu til kynningarmála og taka þátt í sýningum með allri þeirri vinnu sem því fylgir.“ Aðspurð um áherslu í viðskiptunum segir Erla Sólveig að hún leigi ekki dýrt húsnæði undir vinnustofu og stúdíó. ,,Ég nota innkomuna til að búa til fleiri frumgerðir. Ég vil frekar vinna við að skapa heldur en að eyða í yfirbyggingu.“ Hönnuðurinn leggur áherslu á stóla. ,,Þegar ég vinn við stól þá fæðist strax hugmynd að næsta stól og þegar maður er einu sinni kominn inn í stólabransann er kominn farvegur fyrir nýjar framleiðsluvörur. Ef ég færi að hanna til dæmis borðbúnað, sem ég gæti vel hugsað mér, þyrfti ég að byrja upp á nýtt að leita að framleiðendum á því sviði.“ Aðspurð um sína mikilvægustu eiginleika hvað varðar fyrirtækið segir Erla Sólveig: ,,Ég held að það sé þrautseigja. Ég verð stund um leið á einstökum verkum en ég held alltaf áfram.“ Hún nefnir líka þrjósku. ,,Ég hef stundum verið alveg við það að gefast upp en ég get ekki hugsað mér að vinna við neitt annað.“ ÞOLINMÆÐI OG ÞRAUTSEIGJA H Ö N N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.