Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 35 Þegar skipan rannsóknarnefndar Al þingis var kynnt var það sam- kvæmt 2. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. „Skulu eiga sæti í rannsóknarnefndinni einn dómari Hæsta réttar Íslands, umboðsmaður Alþingis og einn hagfræðingur, löggiltur endur skoðandi eða háskólamenntaður sérfræðingur, sem hefur víðtæka þekk- ingu á efnahags málum og/eða starf- semi fjármálamarkaða.“ Þetta var sagt um Sigríði við skipanina: Sigríður Benediktsdóttir er fædd í Hafnarfirði 26. apríl 1972. Menntun: Ph.D. í hagfræði frá Yale-há- skóla í maí 2005, BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands í júní 1998 og BS í hagfræði frá Háskóla Íslands í október 1995. Starfsferill: Kennari og aðstoðarmað ur skorarformanns (associate chair) við hagfræðideild Yale Háskóla júlí 2007 þar til nú. Hagfræðingur hjá Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna frá ágúst 2005 til júlí 2007, hjá alþjóðafjármáladeild. Fræðistörf: Hefur skrifað fræðiritgerðir á sviði hagfræði, mest með áherslu á fjár- málamarkaði og notkun hátíðnigagna. Upplýsingar um hlutabréfaeign, starfs- leg tengsl o.fl. skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 142/2008: Sigríður Benediktsdóttir hefur hvorki átt hlutabréf í fjármála- fyrirtækjum né félögum sem átt hafa hlut í þeim. Sigríður hefur heldur ekki fengið lán hjá íslenskum fjár- mála fyrirtækjum. Faðir, Benedikt Guð bjartsson, var forstöðumaður í lögfræðideild Landsbanka Íslands þar til á árinu 2003. Komi til þess að einhver þáttur rannsóknarinnar lúti að störfum eða hagsmunum einstaklings henni nákominni mun hún víkja sæti í samræmi við reglu 3. gr. laga nr. 142/2008, sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. SVONA VAR HÚN KYNNT TIL SÖGUNNAR að kanna hvort einstök viðskipti hafi veruleg áhrif á verðmyndun þar.“ Það er einmitt rannsókn á hlutabréfa mark ­ aðnum á Íslandi og verðmyndun þar sem ein­ kennir hagfræðihluta Rannsóknar skýrsl unnar og niðurstaðan er ekki falleg. Haukur segir að það liggi beint við að ætla að Sigríður hafi ráðið mestu um gerð hag fræði ­ kaflans í Skýrslunni. Hann telur það vandað verk. Snemma í kennslu Meðan Sigríður var í Háskóla Íslands byrjaði hún að kenna, tók að sér dæmatíma meðal annars fyrir Þórólf Matthíasson. Hann segir algengt að góðir nemendur komi að kennslu um leið og þeir eru sjálfir í námi. Þannig var einnig í Yale. Sigríður var kenn­ ari í þjóðhagfræði og fjármálafræði áður en hún útskrifaðist og aðstoðaði George Hall, próf essor og leiðbeinanda sinn, við rannsóknir. Varkár í yfirlýsingum Sumarið 2006 hafði Sigríður þegar fengið auga­ stað á veikleikanum á íslenska hluta bréfa­ markaðnum. En hún lét ekki beinlínis í ljósi skoðun á þessum veikleika. Í viðtali við hana sem birtist í skólablaði Yale­háskóla 31. mars á síðasta ári, 2009, lá við að sakleysisleg orð enduðu með ósk öpum. Skólablaðið hafði að sjálfsögðu áhuga á að beiðni um hjálp hefði borist frá Íslandi og einn kennara skólans væri farinn að rannsaka eitt rosa legasta bankahrun sögunnar. Aðspurð um orsakir Hrunsins segir Sigríður: „I feel it is a result of extreme greed…“ „Hrunið er afleiðing ofurgræðgi,“ sagði Sig ríður og þótt þessi orð megi flokka sem almælt tíðindi þá hafði hún þar með myndað sér skoðun fyrirfram við upphaf vinnu rann­ sóknarnefndarinnar. Gerði það hana vanhæfa? Jú, víst sögðu sumir lögmenn og segja enn, en aðrir ekki. Niðurstaða rannsóknar nefnd­ arinnar sjálfrar var að Sigríður væri hæf eftir sem áður. Og þar við sat. Hins vegar stendur eftir ótti við viðtöl. Betra að vera varkár. Allt sem þú segir getur verið notað gegn þér! Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla og einn þriggja nefndar- manna í rannsóknarnefnd Alþingis, á fundi nefndarinnar í Iðnó þar sem skýrslan var kynnt. N Æ R M Y N D A F S I G R Í Ð I B E N E D I K T S D Ó T T I R „Seinna hef ég mikinn áhuga á að skoða verðmyndun á hluta bréfa mark aðnum á Íslandi.“ Sigríður Bene diktsdóttir við Frjálsa verslun 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.