Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 M E L A B Ú Ð I N tærst þeirra búða sem kalla má kaup mann inn á horninu er Mela búðin við Hagamel. Versl­ unin er nokkuð stór og það má segja að hún sé vaxin upp úr því að kallast kaup maðurinn á horninu þrátt fyrir að andrúmsloftið sé þannig þegar inn er komið. Melabúðin er fjölskyldufyrirtæki en bræð­ urn ir Friðrik og Pétur Guðmundssynir sjá um daglegan rekstur verslunarinnar. Pétur segir að þrettán starfsmenn séu í fullu starfi en svo séu nokkrir að auki í kvöld og helgar vinnu. Hann segir verslunina hafa reynt að sérhæfa sig í að bjóða góða vöru úr kjötborði, hvort sem það er kjöt eða fiskur, og bjóða upp á mikið af sér­ og árstíðarvörum svo sem villtum laxi yfir sumartímann og villibráð fyrir jól. „Eins og gefur að skilja hefur gengið á ýmsu í rekstrinum og verið slagur í gegn­ um tíðina en við finnum fyrir miklu trausti frá viðskiptavinum og ég tel það vera okkar helsta styrk. Sem betur fer eru margir sem vilja versla í minni versl­ un um vegna þess að margir eru búnir að fá nóg af stórmörkuðunum og ég tel okkur vera samkeppnishæfa í verði. Álagningin hjá okkur er lægri en hjá mörgum stór­ mörkuðum þar sem þeir fá vörurnar á mjög lágu verði frá birgjum í krafti magninnkaupa en það skilar sér ekki alltaf í lágu útsöluverði. Að sjálfsögðu getum við ekki keppt við lág­ vöruverslanirnar þar sem við kaupum inn í smærri einingum en við erum vel sam­ keppnishæfir við aðrar versl anir eins og Nóatún og Hagkaup og teljum okkur koma vel út úr þeim saman burði. Þjónustustigið okkar er mjög hátt, sífellt fleiri eru að átta sig á því. Þrátt fyrir að Melabúðin sé ekki stór miðað við stórmarkaðina er vöruúrvalið mikið og þar er hægt að fá flest sem þarf til matar­ gerðar, bæði veislu og hversdags. Fleiri og fleiri gera heildarinnkaupin sín hjá okkur þar sem varan er til og viðskiptavinurinn þarf ekki að leita annað. Við erum með mikið af föstum viðskiptavinum, bæði úr hverfinu og af stór­Reykjavíkursvæðinu.“ Pétur segir að íbúum í hverfinu þyki gott að geta gengið í búðina sína og líti á Mela­ búðina sem hverfismiðstöð enda þekkja kaup mennirnir marga þeirra með nafni. Friðrik segir að fólki hljóti að vera að vera misboðið þegar lítur út fyrir að afskrifa þurfi allt að 50 milljarða hjá Högum. „Svo á að leyfa þessum mönnum að koma að borðinu aftur. Þeir ættu að vera rúnir trausti.“ Pétur er ekki í neinum vafa um að Mela­ búðin muni halda velli enda segir hann rekst urinn ganga mjög vel um þessar mundir. „Grund völlur verslunarinnar byggist á góðu kjöt­ og fiskborði og persónulegri þjónustu. Við vinn um mikið sjálfir og yfirbyggingin er lítil en svo spila þættir eins og viðmót starfs fólks, þjón usta, vöru úrval og traust viðskipta vinanna stóran þátt í rekstrinum og viðhaldi hans.“ S U N N U B Ú Ð I N Bræð urn ir Friðrik og Pétur Guðmundssynir í Melabúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.