Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 62

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 STEFNAN TEKIN Á BANDARÍKJAMARKAÐ Aðspurð hvort hún hafi verið hrædd að taka þetta skref segir Hend­ rikka svo ekki vera. „Það eina sem þarf er smáhugrekki og ég hef ágætt auga fyrir list og get teiknað. Ég sá strax að það vantaði meiri liti í skart gripi þannig að ég fann þarna skarð í markaðnum og ákvað að hafa mikla liti í skartinu mínu. Það virkaði mjög vel. Ég vildi fara svipaða leið og skartgripamerkin Dyrberg Kern og Thomas Sabo – fara í meiri fjöldaframleiðslu og byggja upp vörumerki. Það tekur mörg ár að byggja svona upp. Þau fyrirtæki eru 15–20 ára gömul þannig að allt tekur þetta tíma og maður þarf að hafa mikla seiglu.“ Hendrikka er Íslendingur í húð og hár. En hún er sigld. Hún býr í London. En þess utan hefur hún búið í Japan, þar sem hún bjó árið 1988, Rússlandi og loks hefur hún dvalist langtímum í Indlandi á ferðalögum sínum þangað. Þessi lönd hafa öll áhrif á hönnun hennar. „Ég hef aðallega notað silfur með sirkonsteinum en er samt með gulllínur með eðalsteinum eins og svartan onyx og bláan tópas. Helstu einkennin eru litríkir, stórir steinar. Einnig er ég með klass ískar línur.“ Skartgripirnir eru framleiddir í Tælandi, Kína, Tyrklandi og á Íslandi. „Ég byrjaði að selja sex týpur en eftir ár var ég búin að hanna rúmlega 100 týpur. Að sjálfsögðu gerði ég mistök þar sem ég þekkti ekki þenn an markað en ég lærði bara af þeim og hélt áfram.“ Hendrikka segir að eflaust hafi reynsla hennar sem markaðsmanneskja hjálpað sér. „Ég hafði verið að markaðssetja fisk í Rússlandi og svo forrit fyrir indverskt­bandarískt fyrirtæki og tekið ýmis verkefni að mér þannig að að því leytinu var þetta auðveldara fyrir mig en ella. Þetta er allt svip að þótt markaðirnir séu ólíkir.“ Í fyrstu gekk hún á milli ritstjórnarskrifstofa til að kynna hönnun sína en síðar fór starfsfólk á almannatengslaskrifstofu að sjá um málið. Fjallað hefur verið um hönnun Hendrikku í tímaritum eins og Vogue, Marie Claire, Garzia, In Style, Harpers Bazaar, Elle, Hello, Glamour og The Times. The Times kaus fyrir nokkrum árum einn af hringunum hennar sem einn af flottustu hringunum en þar voru einnig hringar frá Dior og Bvlgari. Hönnun Hendrikku fæst aðallega í Bretlandi, Japan og á Íslandi. En núna er stefnan tekin á Bandaríkjamarkað. „Ég hef áhuga á að fara inn á þann markað. Ég veit að hann er mjög erfiður en ég ætla mér að fara hægt og rólega. Ég hef trú á að skartgripirnir gætu fallið vel í kram ið þar. Ég er að prófa vissa leið þar þessa stundina en svo verður það að koma í ljós með tíð og tíma hvernig það á eftir að ganga upp.“ SKARTGRIPASAMKEPPNI Hendrikka vill nýta reynslu sína til að hjálpa íslenskum skartgripa­ hönnuðum við að koma sér áfram en í vetur hélt hún skartgripa­ samkeppni í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Það er búin að vera svo mikil gróska í skartgripahönnun á Íslandi undanfarið og ég vildi endilega efla þá nýsköpun og frum kvöðla starf­ semi. Þetta er mjög erfiður bransi og það tekur mörg ár að skapa sér nafn og mig langar að hjálpa öðrum að koma sér af stað og stökkva yfir byrjunar hindranirnar og láta drauma sína rætast. A B H Ö N N U N

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.