Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 71 ÞOLINMÆÐI OG ÞRAUTSEIGJA H Ö N N U N Hönnun snýst um viðskipti. Prófmarkaðurinn er Ísland. En flestir horfa til stærri markaða. Það sem einu sinni var rómantísk fagur­ og listfræði hefur orðið að lykilhæfni og samkeppnisyfirburðum. Þetta er góður bissness. Þegar HönnunarMars var haldinn í Reykjavík á þessu ári kom í ljós hve mikil flóra er af hönnuðum sem eru að búa til ein stakar vörur og jafnvel þjónustu. Hápunkturinn var Reykja vik Fashion Festival þar sem nokkur af þekkustu vöru merkin í hönnun á fatn­ aði hér á landi sýndu nýjustu fatalín urnar sínar. E­Label, Emami, Farmers Market og Nikita voru meðal þeirra fyrirtækja sem tóku þátt. Fjölbreytileikinn og eld móðurinn leyndu sér ekki. Það sama mátti segja um allan hönnunar geirann sem sýndu vinnu sína víðs vegar um borgina. Það sem er mikilvægt út frá viðskiptalegu sjónarmiði er að það hefur tekist að búa til fyrirtæki á Íslandi sem byggjast á hönn un. Fyrirtæki á fatamarkaðinum hafa verið áberandi að undan förnu og það vekur athygli að ein best heppnaða fjár fest ing Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er fyrirtækið Nikita. Jafn framt hefur Auður Capital fjárfest í Elm og Frumtak í Andersen&Lauth sem sýnir að áhættu­ fjárfestar trúa því að hægt sé að fá góða ávöxtun með því að fjárfesta í tískufyrirtækjum. Tískufyrirtæki geta þess vegna líka verið góðir sprotar. LÆRT AF REYNSLUNNI Það er langt í frá að það hafi verið beinn og greiður vegur fyrir flest þau fyrirtæki sem náð hafa góðum árangri í dag. Í loka­ verkefni Rain Dear í Viðskiptasmiðjunni eru tekin viðtöl við lykil fólk í hönnunargeiranum og þar kemur í ljós að margir hafa brennt sig á því að hlaupa af of miklum eldmóði. Það ein kennir kannski Íslendinga að halda að hægt sé að taka lan ghlaup í sprett hlaupi. Einnig kemur fram í fyrrnefndri rannsókn að tengslanet og al ­ manna tengsl leika lykilhlutverk í uppbyggingu hönnunar fyrir tækja. Tengslanetið er ekki einungis nauðsynlegt til þess að kom ast inn í fjölmiðla heldur ekki síður hvað varðar upplýs ingar og ráðgjöf. Það einkennir reyndar flesta hönnuði hve margt fólk þeir þekkja og þekkir þá. Gyðjan sem hannar skó og fylgihluti hefur t.d. tekist að fá stílista til þess að klæða Paris Hilton, Kylie Minogue og aðrar stjörnur í hönnun frá fyrirtækinu, þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins, sem er mikils virði þegar kemur að því að koma vörum inn á réttar dreifileiðir. En það er ekki nóg að treysta á að fólk læri af reynslunni. Þekk­ ing og reynsla verða að fara hönd í hönd. Aurora sjóð urinn og Viðskiptasmiðja Klaks og HR hafa þess vegna unnið saman að því að styðja viðskiptaþekkingu hönnuða, sem er grunnforsenda þess að hönnunarfyrirtæki geti náð aukn um árangri. Á sama tíma hefur Viðskiptasmiðjan nýtt hönnunar hugsun til þess að víkka sjóndeildarhring og auka möguleika annarra fyrirtækja sem skoða viðskiptaframboð og ­módel í of takmörkuðu ljósi. TÍSKUSPROTAR FRAMTÍÐARINNAR Í sjálfu sér er ákveðin þversögn að tala um tísku og sprota vegna þess að sprotafyrirtæki er oft notað um það sem er kall að há tækni fyrirtæki og tíska er hugtak sem er notað yfir skamm ­ tímaeftirspurn. Tíska kallar eftir sífelldum frumleika og hönn­ unarvinnu þar sem nauðsynlegt er að búa til nýjar vörulínur. Í sjálfu sér er tækni fyrst og fremst hugvit og hönn un er frumleg vinna hugvits og hugmyndaflugs. Þess vegna hlýtur að vera mikill akkur að því að til sé að verða fjöldi sprota sem eru tískusprotar. TEXTI: EYÞÓR JÓNSSON Eyþór Jónsson, framkvæmdstjóri Viðskiptasmiðju Klaks. Reykjavík kraumar af áhugaverðum hönnuðum sem eru að búa til vörur og þjónustu. Sumir þessara hönnuða hafa byggt upp flott fyrirtæki sem eru að keppa á alþjóðlegum grundvelli. Aðrir eru hönnunar- og tískusprotar í klaki og eru smám saman að ná fótfestu á markaðinum. TÍSKU- SPROTAR Í KLAKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.