Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0
N Æ R M Y N D A F S I G R Í Ð I B E N E D I K T S D Ó T T I R
S
igríður Benediktsdóttir er svo
hlédræg að hún veitir ekki við
töl, nema þá um fræðin sín, sem
eru hagfræði. Annað eru hennar
einkamál. Frjáls verslun náði að vísu
viðtali við hana sum arið 2006 í júníblaðinu
um 100 áhrifa mestu konur landsins.
Tilefnið var að hún var þá orðin einn
af sérfræðingum í alþjóðagjaldeyrisdeild
seðlabanka Bandaríkjanna.
Sigríður var ekki til í viðtal við Frjálsa
verslun vegna rannsóknarskýrslu Alþingis
og hún veitir nánast aldrei viðtöl. Við
talið frá árinu 2006 er eitt af fáum.
Þegar rannsóknarnefnd Alþingis var
skipuð ráku margir upp stór augu; Sigríður
Benediktsdóttir, hagfræðiprófessor við
Yale háskóla. Hver er hún? Kom strax
fyrir á fréttamyndum í sjónvarpi sem
skelegg kona.
Þegar skýrslan var kynnt sagði Sigríður
að stærð bankanna hafa orðið þeim að falli
en þeir 20 földuðust á nokkrum árum.
Vöxturinn samrýmdist ekki lang tíma
markmiðum um vöxt banka en vöxt
urinn einkenndist að mestu af lánum til
eignarhaldsfélaga og erlendra aðila, var haft
eftir Sigríði.
Erlend innlán urðu meginuppistaða
fjár magns bankanna eftir að hin svo kall
aða minikreppa reið yfir árið 2006.
Sigríður hefur sagt opinberlega að eftir
litsaðilar eins og fjármálaeftirlitið hefði
ekki beitt þeim heimildum sem það hafði
til að sporna við stærð bankanna.
„Sigríður hefur alltaf lagt á sig það sem
þarf til að ná árangri. Þess vegna hefur hún
náð þeim árangri sem raun ber vitni,“ segir
Haukur C. Benediktsson, hag fræðingur við
Seðlabanka Íslands og skóla bróðir Sigríðar
bæði í Verslunar skóla num og Háskóla
Íslands – alls í sjö ár.
Hafnfirðingur
Sigríður er úr Hafnarfirði, dóttir Bene
dikts Guðbjartssonar lögfræðings og Eddu
Hermannsdóttur hagfræðings. Sjaldan fellur
eplið lagt frá eikinni, segir máltækið og það
sannast á Sigríði.
Sigríður fór í Verslunarskólann og út skrif
aðist þaðan stúdent árið 1992 og fór beint
í hagfræðinám við Háskóla Íslands og
svo í tölvunarfræði – áður en leiðin lá til
TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
KONA ÚR VERSLÓ
Þegar rannsóknarnefnd Alþingis var skipuð ráku margir upp stór augu;
Sigríður Bene dikts dóttir, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla. Hver
er hún? Hún er úr Hafnarfirði og þykir sam viskusöm, rösk og fylgin sér.
Hún hefur ekki látið mikið á sér bera utan náms og fræða.
Skelegg kona. Með tvær háskólagráður á Íslandi fluttist hún til
Bandaríkjanna. Þar bættust við tvær háskólagráður – og á
sama tíma eignaðist hún þrjá syni.
SKELEGG