Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 43 S T J Ó R N U N fjármálaeftirlit, bankarnir og stjórnendur stór skuldugra íslenskra fyrirtækja, mörg hver með lán í erlendri mynt, með áfallaáætlun uppi í erminni? Hvað ef allt færi til fjandans? Um 28% fyrirtækja með áfallaáætlun Kristinn Jón Bjarnason, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptadeild Háskóla Íslands, skrifaði í meistararitgerð sinni vorið 2009 um áfallastjórnun og áfallaáætlanir innan fyrirtækja. Ritgerðin heitir Stjórnun og upplýsingamiðlun á áfallatímum. Þetta er forvitnileg ritgerð. Í tengslum við hana gerði hann rannsókn á meðal stjórn enda 264 stærstu fyrirtækja á Íslandi, samkvæmt Frjálsri verslun, um það hvernig íslensk fyrirtæki væru búin undir áföll og hvort þau hefðu tilbúna áfallaáætlun. Niðurstöður rannsóknar Kristins gefa vís­ bendingar um að áfallaáætlun sé til staðar hjá 28% fyrirtækja. Það er lægra en gengur og gerist erlendis, t.d. í Bandaríkjunum. Í rannsókninni kemur fram að banka hrunið haustið 2008 hafi haft áhrif á fyr ir tækin og 75% stjórnenda stærstu fyrirtækjanna segja að þau hafi orðið fyrir áfalli. Þrátt fyrir að aðeins 28% fyrirtækja hafi áfallaáætlun segjast 72% þátttakenda í könnuninni telja nauðsynlegt að þau hafi slíka áætlun. Stjórnendurnir segjast orðnir meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa slíka áætlun. En hvers vegna hafa stjórnendur ekki áfallaáætlun til að hlaupa upp á? Kristinn Jón telur ástæðurnar margvíslegar og að erfitt sé að sjá eina aðalorsök í niður­ stöðunum. Þó nefni 29% svarenda í rannsókninni að áfallaáætlun sé í þróun og að stefnt sé að því að taka hana upp. Þess má geta að Seðlabanki Íslands bjó til sérstaka stöðu innan bankans fyrir nokkrum árum til að fylgjast með gangi mála og hafa áfallaáætlun ef búskellur yrði í hagkerfinu og áföll dyndu yfir. Ekki er að sjá að það hafi skilað tilætluðum árangri; það varð kerfishrun í bankakerfinu. Ekkert fyrirtæki er óhult Í ritgerð Kristins Jóns Bjarnasonar segir að flest fyrirtæki geti búist við því að upp komi áfall hjá þeim, hvort sem er óvænt áfall eða undirkraumandi áfall. „Ekkert fyrirtæki er óhult fyrir áföllum og oft óvæginni um fjöllun fréttamanna um þau,“ segir Kristinn. „Áfalli fylgir því alltaf mikil óvissa innan fyrirtækja og það getur bæði haft í för með sér fjárhagslegt tjón og skaðað ímynd og vörumerki fyrirtækisins. Það er því mikilvægt fyrir stjórn­ endur í fyrirtækjum að geta brugð ist fljótt og rétt við áföllum. Ef rétt er staðið að málum getur áfall orðið fyrirtækjum til góðs og líkur á því aukast ef stjórnendur í fyrirtækjum eru viðbúnir áföllum.“ Fram kemur í ritgerðinni að áfallaáætlun sé hluti af áfalla­ stjórn un og að við áfall verði stjórnun nær undantekningalaust erfið ef engin áfallaáætlun er til staðar. „Með því að hafa áfallaáætlun er hægt að bregðast rétt við,“ segir Kristinn. „Gott er fyrir fyrirtæki að hafa áfallateymi sem ber ábyrgð á áfallaáætlun og hefur einn talsmann út á við. Vinna við áfallaáætlun er ekki einfalt ferli, en til eru sérfræðingar í áfallastjórnun, til dæmis ráðgjafar alm­ annatengslafyrirtækja sem geta veitt stjórn­ endum eða fyrirtækjum aðstoð við gerð áfallaáætlunar.“ Í ritgerðinni kemur fram að upplýsinga­ miðlun á áfallatíma og viðbrögð við áföll um séu mikilvæg fyrir fyrirtæki ef þau vilja við­ halda jákvæðri ímynd sinni og nauð synlegt sé að stjórnendur hafi skilning á því. Fjölmiðlar stýra umræðunni „Þetta er þeim mun mikilvægara í ljósi þess hve auðvelt það er fyrir fjölmiðla að Kristinn Jón Bjarnason, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptadeild Háskóla Íslands, skrifaði meistararitgerð um áfallastjórnun og áfallaáætlanir innan fyrirtækja. Áfallaáætlun er þeim mun mikilvægara í ljósi þess hve auðvelt það er fyrir fjölmiðla að stýra umræðunni fái þeir ekki nægar upplýsingar – og hve fljótt fréttir af áföllum berast heimshorna á milli. Askan eirir engu. Mynd Páll Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.