Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 47 B Æ K U R B Æ K U R alt öðrum heimi, og Íslendingar væru guðs útvalin þjóð...“ Skyldum við ekki hafa brugðist við með sama hætti ef Schrader hefði gefið okkur ráð um vöxt bankakerfisins eins og einhverjir reyndu hér síðustu mánuðina áður en allt fór á hliðina? Þjóðrembingur Íslendinga er greinilega langt frá því að vera nýr af nálinni. Heilræði Schraders Í bókinni setur Schrader fram það sem reynst hefur honum best í viðskiptum og hann hefur lært á sínum farsæla ferli. Þessi heilræði eru stutt og einföld og þýðing Steingríms Matthíassonar (Jochumssonar) er einstök svo úr verða eins og segir í formála „meitlaðar“ setn ingar sem einkennast samt af „létt­ leika og lipurð“. Það er engu líkara en ráðin séu ljóðræn, svo hljómþýð er þýðingin og falleg. Schrader flokkar heilræðin í nokkra kafla. Fyrst er hinum almenna starfs­ manni ráðið heilt, mikilvægi þess að sýna frumkvæði, auka virði sitt og gera alltaf meira en til er ætlast. Því næst eru vinnuveitendum gefin ráð um hvernig koma eigi fram við undirmenn og að því loknu fjallað um hvernig eigi að bera sig að við stofnun fyrirtækis. Í kjölfar þess kemur kafli sem ber heitið Kaup og sala, en þar er fjallað um hvernig eigi að haga sér gagnvart birgjum og viðskiptavinum til að byggja upp traust viðskiptasambönd. Kaup og sala ættu ef vel er á málum haldið að leiða til hagnaðar og næsti kafli fjallar um peninga og hvernig eigi að umgangast þá svo vel sé. Þar á eftir fylgja almenn heilræði og kafli sem ber heitið Hver er sinnar hamingju smiður. Bókinni lýkur á kafla sem ber heitið Viðvörun þar sem höfundur varar lesendur við að gerast þrælar peninganna. Viðvörun (lokakafli bókarinnar) Í framanrituðum leiðbeiningum hef ég reynt að sýna ungum mönnum auðnuveginn í verzlun og viðskiftum og hvernig þeir eigi að græða fé; en jafnframt vil ég vara þá við að gjörast þrælar peninganna. Lifið eigi eingöngu fyrir þá hugsjón að græða peninga. Þó peningar séu þarfleg eign, verður ætíð að hafa það hugfast, að sá maður sem lifir fyrir peningana eingöngu, verður tilfinn­ ingalaus, smásmugulegur og illa lyntur. Látið yður umhugað um annað meir og hærra, en að græða fé. Peningarnir eiga aðeins að vera meðal til að ná tilgangi og látið takmark ykkar verða: áhyggjulaust líf. Ef þér þá getið og hafið vilja á að hjálpa öðrum, þá mun það baka yður meiri gleði, heldur en nokkurntíma að hjálpa yður sjálfum – þ.e.a.s. ef þér gerið það skynsamlega. Við lestur bókarinnar hvarflar að manni sú hugsun að þrátt fyrir heilræði Schraders hafi okkur tekist að koma okkur í vandræði undanfarinna ára og áratuga. Ekkert er nýtt undir sólinni er hugsun sem leitar á oftar en ekki við lestur bókarinnar og eins spurningin um hvort við eigum ein­ hvern tíma eftir að læra það sem í bók inni stendur. Eitt er víst að ef ungu mennirnir (og konurnar) í viðskiptum undanfarin ár hefðu haft heilræði Schraders að leiðarljósi er líklegt að öðruvísi hefði farið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Vonandi munum við þó draga af þessu lærdóm og gera heilræði Schraders að okkar til að forðast að fari á sama veg á næstu 100 árum eða jafnvel skemmri tíma. TIL STARFSMANNA: Sá maður sem sér annan mann gjöra rangt og varar hann ekki við því, er sekari en sá sem yfirsjónina framdi. Kannastu ætið við yfirsjónir þínar, þá slærðu vopnin úr höndum yfirboðara þíns, sem ætíð vill heldur heyra sannleika en lygi. TIL VINNUVEITENDA: Vinnuveitendur eiga að veita starfsmönnum sínum nána athygli, og setja rétta menn á rétta staði. Vissasti vegur til velmegunar er eindrægni og samúð milli yfirmanns og undirmanna. UM STOFNUN FYRIRTÆKJA: Byrjaðu aldrei með lánsfé. Það er betra að byrja með litlu og færast í aukana, en að byrja með miklu, aðeins til að fara á höfuðið. UM KAUP OG SÖLU: Seldu eigi hverjum, sem hafa vill, einungis til þess að fullnægja gróðaþorsta þínum, eða í því skyni að skaða keppinauta þína. Ef þú gjörir það, muntu tapa fé; það getur jafnvel orðið þér að falli. UM PENINGA: Vanbrúka þú aldrei lánstraust þitt. Ef þú gjörir það, þá verðuðu þræll lángjafa þíns og uppá hann kominn. Það er tryggara að treysta félitlum en heiðar- legum viðskiftamanni, heldur en þeim sem læzt hafa fullar hefur fjár, en borgar ekki og sem að lokum kollsiglir sig vegna óreglu og óráðvendni í viðskiftum. ALMENN HEILRÆÐI: Hugsaðu ekki alltaf um peningana. Ef þú gjörir það, þá mun viðskftavinum þínum finnast þú vera eingöngu að sækjast eftir þeirra pen- ingum. Mundu eftir því að peningarnir munu streyma til þín ef þú gætir hags viðskiftavina þinna. NOKKUR HEILRÆÐI SCHRADERS Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar um bókina Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum eftir George H. F. Schrader,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.