Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 45

Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 45
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 45 um 33% þeirra að áfall geti komið upp í fyrirtæki þeirra á næstu fimm árum. „Þegar skoðað er hvort þátttakendur segjast geta ráðið við áföll sem upp koma í fyrir­ tækinu án þess að fá aðstoð eru 45,3% þeirra mjög sammála eða frekar sammála því. Um 58% þátttakenda eru sammála að fyrir tækið sé með starfsmenn sem geta séð um áfallastjórnun komi til áfalls og 48% þátttakenda segjast hafa þekkingu á áfalla­ stjórnun. Rúm 39% eru mjög eða frekar sammála því að fyrirtækið þurfi að fá ráðgjöf frá almannatengslafyrirtæki ef fyrirtæki þeirra verður fyrir áfalli. Tæplega 59% svarenda eru mjög eða frekar sammála því að fá lög fræði lega ráðgjöf ef fyrirtækið verður fyrir áfalli. Í könnuninni kemur fram að í fáum fyrirtækjum hafa starfsmenn hlotið þjálfun í áfallastjórnun. Flestir þeirra sem svöruðu spurningunni um hvort nauð synlegt væri að efla umræðu um áfalla stjórnun töldu svo vera og vilja geta brugðist betur við áföllum í fyrirtækjunum.“ Ekki hægt að sjá allt fyrir, eða hvað? Kristinn segir að fræðimenn hafi áður bent á þá hugsun hjá sumum stjórnendum að það sé ómögulegt að gera ráð fyrir öllu sem geti gerst og að áætlun myndi ekki vera fyrirtækinu til góðs. Þetta gæti útskýrt hvers vegna svona mörg fyrirtæki eru ekki með áfallaáætlun. Í könnuninni kemur fram að stjórnendur virðast ekki hafa næga þekkingu á viðfangs­ efninu og að þeir telji önnur verkefni brýnni. Þetta gæti átt eftir að breytast enda benda rannsóknir erlendis til þess að sú sé þró unin í heiminum. Margir segjast vinna að því að koma upp áfallaáætlun. Erlendar rannsóknir benda til að fleiri fyrirtæki séu farin að hugsa um áfalláætlanir og er það í samræmi við rann­ sóknina sem var gerð hérlendis. Að mati Kristins Jóns Bjarnasonar er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar um stöðu fyrirtækja almennt en hún gefi vísbendingar um það hvernig þessum málum var háttað í fyrirtækjum á Íslandi vorið 2009. „Rannsóknir á stjórnun og upplýsingamiðlun á áfallatímum og áfalla­ stjórnun innan fyrirtækja og opinberra stofn anna hér á landi eru fáar og er þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði.“ Kristinn Jón segir að áfallastjórnun verði sífellt mikilvægari í stjórnun og rekstri fyrir­ tækja á Íslandi, þar sem fjölmiðlun er orðin alþjóðleg. Upplýsingar séu aðgengilegri en áður – og þær dreifast mjög fljótt. Í rannsókninni kemur fram að flestir þeirra sem svöruðu telja nauðsynlegt að auka fræðslu og umræðu um áfallastjórnun á Íslandi og því megi telja líklegt að íslensk fyrirtæki muni hugsa meira um áfalla­ stjórn un í framtíðinni. S T J Ó R N U N Almannavarnir eru með viðbragðsáætlanir komi til nátt úru­ hamfara. En hvað með fyrirtæki komi upp krísa? Í könnun Kristins Jóns Bjarnasonar eru vísbendingar um að aðeins 28% af stærstu fyrirtækjum landsins séu með áfallaáætlun tilbúna. Könnunin fólst í spurningum til stjórnenda 264 stærstu fyrirtækja á Íslandi, samkvæmt Frjálsri verslun. Meistararitgerð Kristins Jóns Bjarna-sonar nefnist Stjórnun og upp lý singa - miðlun á áfallatímum. Hún var skrifuð í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands vorið 2009 og fjallar um áföll, áfallastjórnun og upplýsingamiðlun á áfallatíma. Í ritgerðinni kemur fram að flest fyrirtæki geta búist við því að verða einhvern tíma fyrir áfalli eða krísu. Tilgangur ritgerð ar- innar var að stuðla að auknum skilningi og þekkingu á hugtakinu áfallastjórnun í fyrirtækjum. Hluti ritgerðarinnar var gerð rannsóknar sem fólst í því að vorið 2009 voru spurningalistar um stjórnun og upplýsinga- miðlun á áfallatímum lagðir fyrir stjórn- endur 264 stærstu fyrirtækja á Íslandi árið 2007, samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Spurningalistinn var settur upp í Out- come vefkannanakerfinu. Samtals voru spurningarnar 58. Stór hluti var full- yrðingar þar sem svarmöguleikar voru: Sammála eða ósammála. Alls svöruðu 129 spurningalistanum og var svarhlutfall því 48,9%. Markmið rannsóknarinnar var að leita svara við því hvernig íslensk fyrirtæki væru búin undir áföll og hvort þau hefðu tilbúna áfallaáætlun ef áfall dynur yfir. Kannað var hvert viðhorf svarenda væri til áfallastjórnunar, hvort þátttakendur teldu nauðsynlegt að auka þekkingu um áfallastjórnun í fyrirtækjunum og hvort til staðar væri áfallateymi í fyrirtækjunum. Rannsóknin hefur bæði vísindalegt og hagnýtt gildi og er eins og áður sagði ætlað að stuðla að auknum skilningi og þekkingu á hugtakinu áfallastjórnun. Áfallastjórnun er ung fræðigrein sem hefur verið við lýði í tæp þrjátíu ár. Hún er samtvinnuð stefnumiðaðri stjórnun, því aðeins með skýrri stefnu verður áfallastjórn markviss og áhrif áfalls minni en ella. Í rannsókninni, sem gerð var í tengslum við ritgerðina, kom fram að bankahrunið haustið 2008 hefði haft áhrif á fyrirtækin rekstrarlega og 75% þátttakenda segjast hafa orðið fyrir áfalli á árinu 2008. Myndatexti: (Mynd af forsíðu Frjálsrar verslunar 300 stærstu 2008). Áfalla stjórnun er ung fræðigrein sem hefur verið við lýði í tæp þrjátíu ár. KÖNNUN KRISTINS JÓNS BJARNASONAR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.