Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 ÚR SKÝRSLUNNI bank inn ætlar fyrir hönd ríkisins að taka 75 prósent af Glitni í sinn hlut og þynna hlutfjáreign annarra út að sama skapi. Seðlabankastjóri er staðráðinn í að þjóðnýta elsta einkabanka landsins. Hinir umbeðnu milljarðar eiga að fara í yfirtöku og ekki í lán. Þynning hlutanna þýðir að lán með veð um í þessum hlutum falla. Það verður keðju­ verkun um allt kerfið. Því eru banka stjórar annarra banka spurði hvort þeir lifi áfallið af og þeir halda það. Það var ofmat því allt kerfið hrundi. Það er ekki fyrr en farið er að ræða við sérfræðinga frá bandaríska bankanum JP Morgan að mönnum er ljóst að þessi staða er alveg vonlaus. Það verður að gefa ríkis­ stjórninni heimild til að „taka alla bankana“ niður ef þurfa þykir og skipta þeim í „góða banka“ og „vonda banka“ með það að mark­ miði að láta vonda hlutann verða gjaldþrota. Leiðir út úr vandanum En áður en neyðarlögin líta dagsins ljós á Alþingi viku síðar á mikið eftir að ganga á. Það koma upp hugmyndir um sameiningu banka og að reyna aðrar leiðir en yfirtöku. Það er í þessari örvæntingu í stjórnarráðinu sem hnútur fljúga um borð. Davíð Oddsson og Tryggvi Þór Herbertsson fara í hár saman. Davíð vill ekki að grafið sé undan hans áætl un um yfirtöku. Sunnudagskvöldið 28. september er ákvörð unin tekin af ráðherrum forsætis, fjár mála og iðnaðar. Það er á fundi í fjár mála ráðuneytinu. Baks ráðamanna við að komast inn um læstar bakdyr ráðuneytisins eykur enn á grun um að eitthvað mikið sé að gerast. Jóhanna Sigurðardóttir hringir síðar þetta kvöld í Björgvin G. Sigurðsson og spyr hann hvort hann viti ekki hvað sé að gerast varð­ andi Glitni. Bankaráðherrann vissi það ekki. Og Glitnismenn vissu ekki heldur mikið um framvindu mála. Sátu bara í bankanum og biðu. Stóryrði í bankanum Klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöldinu er Þorsteinn Már Baldvinsson kominn aftur í Seðlabankann, nú með lögmönnum til að hlýða á úrslit erindisins sem hann bar upp við Davíð Oddsson í hádeginu fimmtudaginn áður. Veður úti er þokkalegt í kvöldhúminu en inni í bankanum brestur á óveður. Erindið við bankastjóra hefur leitt til allt annarrar niðurstöðu en upphaflega var ætlað. Glitnismönnum er ljóst að þeir missa bank­ ann. Það er ekkert þrautavaralán í boði, aðeins yfirtaka á 75 prósent hlut. Glitnishelginni er að ljúka og staðan er allt önnur en þegar hún gekk í garð. Á borði seðla bankastjóra fyrir framan Glitnismenn eru engir pappírar og ekkert til umræðu annað en að taka við boðskapnum. Þorsteinn Már bregst ókvæða við. Hann hættir að tala eins og formaður bankastjórnar og fer að tala eins og útgerðarmaður. Hann segir: „Ég hef aldrei verið tekinn annað eins í rassgatið...“ Þetta er vond ákvörðun að hans mati og á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Það reynist rétt þótt enginn viti hvort aðrar ákvarð anir hefðu verið betri. Staðan er góð En nú er ekkert annað eftir en að semja frétta ­ tilkynningu um niðurstöðuna og kynna hana almenningi. Það er gert á mánu dags morgni í Seðlabankanum klukkan 9.40. Stjórnarandstaðan og einstakir þingmenn fá fyrst að kynna sér stöðuna og menn standa enn í þeirri trú þessa nótt að hinir bankarnir lifi þetta fyrsta stóra áfall bankakerfisins af. En þegar búið er að taka eitt spil úr spilaborg falla allar spilaborgir, alltaf. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir síðar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að ef þessi taka hefði heppnast hefði staða hinna bankanna verið þolanleg á eftir. Hann segir við fjölmiðla að staða hinna bankanna sé sterk og getur ekki sagt annað. Á blaðamannafundinum er rætt um að selja hlutinn í Glitni hið bráðasta og græða á öllu sama. En það er bara vika til stefnu. Helgina eftir hrynur allt til grunna en örlögin réðust Glitnishelgina. Forsíðu grein ÖSSUR SKARP HÉÐINS SON UM FUND Í RÁÐHERRABÚSTAÐNUM: „Og Halldór Kristjánsson sat þarna svona eins og laminn hundur og tók ekki mikið undir þetta. Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“ DAVÍÐ ODDSSON UM SAMTAL SITT VIÐ HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON, BANKASTJÓRA LANDSBANKA: „Ég get fengið ríkisstjórnina og banka­ stjórnina til að samþykkja þetta með einu skilyrði, þessa hugmynd ykkar. Hann (Halldór) var mjög kátur og sagði: Hvað er það? Það er að ég komist í stjórn Blómavals. Þá sagði hann (Halldór): Er þetta svona vitlaust? Já, þetta er svona vitlaust. Og svo lagði ég á.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UM GEIR H. HAARDE OG ÞJÓÐ- STJÓRNAR HUGMYND DAVÍÐS ODDSSONAR: „Og frá því er skemmst að segja að hann (Geir) nánast skalf og nötraði. Hann sagði: „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð.“ STYRMIR GUNNARRSON UM ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ DAVÍÐ ODDSSON: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki“ þarna daginn eftir að menn ætla að taka Glitni yfir, þá sé ég í fyrsta skipti svona útdrátt úr lánabók, um stærstu skuldara, og þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða, en reyndar reyndust það vera 300 og eitthvað milljarðar.“ DAVÍÐ ODDSSON: „Þá er forstjóri Fjármála eftir lits ins staddur í bank an um og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður á fyrstu hæðina, þar sem hann var, og kallaði hann yfir í næsta herbergi og sýndi honum þessar tölur, þar sem sko Baugur, Glaumur og FL Group og Landic Property og bara 360 ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir. Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: Þú talar ekki svona við mig, drengur.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UM SAMSKIPTI RÁÐAMANNA: „Hafi Ingibjörg Sólrún fengið viðvaranir frá Davíð Odds syni sé hætt við að þeim hafi verið vafið inn í svo mikið af bölvi og ragni að það hafi deyft þungann í þeim orðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.