Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 26

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 4% 14%7% 2% 35% 25% 13% Skrifstofa sjóðsins er opin frá kl. 8.30 – 16.30 | Húsi verslunarinnar, 5. hæð, 103 Reykjavík | Sími: 580 4000 | Símbréf: 580 4099 | skrifstofa@live.is | www.live.is Fyrir tíu árum vakti dómur Hæstaréttar í máli Nathan & Olsen athygli. Endurskoðandi var dæmdur sekur fyrir vanrækslu í starfi eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt hjá fyrir tækinu. Hæstiréttur taldi að endurskoðandinn, sem hafði selt fyrirtækinu þjónustu sína um árabil, ætti að hluta til sök á því að ekki komst upp um fjárdráttinn fyrr og hefði tjón Nathan & Olsen orðið meira en þurft hefði að verða. Frjáls verslun fjallaði ítarlega um þetta mál og velti því fyrir sér hvernig Hæstiréttur gat sakfellt endur skoðandann fyrir van rækslu en sleppt stjórn og stjórn endum fyrirtækisins. En eitt af helstu hlutverkum stjórna er að ráða for stjóra, hafa eftirlit með rekstr in um, setja fyrirtækjum markmið og bera ábyrgð á helsu skuld bindingum félagsins. Í máli Nathan & Olsen varð miklu meiri um ræða um endur skoð­ andann, stjórnina og for stjórann heldur en gjaldkerann sem dró sér fé. Mér hefur orðið hugsað til þessa dóms eftir að skýrsla rann­ sóknarnefndar Alþingis kom út. Af henni má skilja að nánast öll um hafi orðið á í messunni í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er mikil að vexti og vönduð. Hún er miklu betri en ég átti von á. Hún er gagnabanki, mikill brunnur upplýsinga. Það var í sjálfu sér ekkert nýtt í helstu niður stöðum hennar – en hún er yfirfull af smáatriðum og samtölum sem varpa betra og skýrara ljósi á niðurstöðurnar. Skýrslan er um opinbera geirann. Hún staðfestir hins vegar að 20 helstu mógúlar atvinnulífsins bera þyngstu ábyrgðina. Viðskiptablokkirnar áttu bankana, flesta fjölmiðlana og um 30 af 50 stærstu fyrir tækjum landsins. Það er óskiljanlegt hvernig bank­ arnir mokuðu fé í eigendur sína sem rúineruðu bankana þegar upp var staðið. Hvers vegna var eigendum bankanna það ekki keppikefli að ávaxta fé sitt og um gangast eign sína, bankana, af virðingu, háttvísi og samkvæmt lögum? Það segir mikið um múgsefjunina í sam félaginu að þegar Lands­ banki og Íslands banki með Björgólf Guðmundsson í fararbroddi skiptu haustið 2003 upp Eimskipafélaginu og tengdum fyrirtækjum – blokk sem kennd var við kolkrabbann – þá hlakkaði í stórum hluta þjóðarinnar. Komið er á daginn að sú stund var upp hafið að græðgi og algeru virðingaleysi bankanna gagnvart fólki og fyrir tækjum. Í skýrslunni segir að þrír ráðherrar hafi sýnt vanrækslu með at hafna leysi sínu; seðlabankastjórarnir þrír sömuleiðis, sem og for­ stjóri Fjármálaeftirlitsins. Nefndin taldi hins vegar í upphafi að tólf hefðu sýnt vanrækslu en eftir að hafa fengið andmæli þeirra fækkaði þeim niður í sjö. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að bankarnir hafi vaxið allt of hratt og orðið tíu sinnum stærri en hagkerfið. Eigendur bank­ anna misnotuðu þá í eigin þágu. Þegar árið 2006 virðist hafa verið of seint að bjarga bönkunum vegna kerfislægrar áhættu. Eftir stendur þetta lögmál: Það fer ekki vel á því að bankar séu í eigu stærstu fyrirtækja og leikenda í viðskiptalífinu – eða að bankar eigi stærstu fyrirtæki landsins. Ríkisstjórnin svaf á verðinum. Seðlabankinn telur sig hafa séð hrunið fyrir þegar í byrjun ársins 2008 þegar lánsfjárkreppa skók allan heiminn og fundað með oddvitum ríkisstjórnarinnar – en því miður; bankinn gerði ekkert. Fjármálaeftirlitið, sem gaf út að bankarnir væru með mjög sterkt eiginfé, hátt eiginfjárhlutfall, og stæðust öll álagspróf, gerði heldur ekki neitt þótt grunurinn um veika banka væri sterkur. Það má draga þá ályktun að ráðherrar, seðlabankastjórar og fjár málaeftirlit hafi ekki þorað að segja sannleikann í aðdraganda hruns ins af ótta við að valda áhlaupi á bankana og gera þá þar með gjaldþrota. Að betra væri að bíða í móki og vonast til að þetta reddaðist. Af skýrslunni má hins vegar ráða að sannleikurinn sé sagna bestur. Ekki veit ég hvernig nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Ingi­ björg Sólrún, annar tveggja oddvita ríkisstjórnarinnar, sem treysti ekki sínum manni, Björgvini G. Sigurðssyni, ráðherra viðskipta og bankamála, hafi ekki sýnt vanrækslu. Hún sat fundina með Davíð en vanrækti að láta Björgvin vita – en hann er sá eini úr ráðherraliði Samfylkingar sem sakaður er um vanrækslu. Skrítið og ekki stór­ mann legt hjá Ingibjörgu, Össuri og Jóhönnu. Margir hafa sýnt vanrækslu. En dokum við. Fyrst af öllu hljóta stóru erlendu bankarnir, sem mokuðu ódýru lánsfé í íslensku bank­ ana og bissness­mógúlana, að vera með hnút í maganum. Þeir tapa mestu á hruni bankanna. Tapið verður líklegast í kringum 8 til 9 þúsund milljarðar þegar allt tínist til – en skuldir bankakerfisins voru nálægt 14 þúsund milljörðum fyrir hrun. Á bak við hvert lán stóru erlendu bankanna voru alls kyns áreiðan ­ leikak annanir. Hundruð sérfræðinga komu við sögu og grand skoðuðu allt ofan í kjölinn. Þetta voru endurskoðendur, lög fræðingar, ráðgjafar og áfram mætti telja. Ætli erlendu bankanir líti ekki meira í eigin barm eftir hrun íslensku bankanna en að liggja svo náið yfir skýrslu rann sóknar­ nefndar Alþingis. Þeir spyrja: Hvernig gátum við farið að því að tapa 8 til 9 þúsund milljörðum á íslensku bönkunum? Þeir spyrja: Hvað með alla sérfræðingana okkar sem önnuðust áhættudreifingu, innra eftirlit og veðtryggingar? Hvað með stjórnir erlendu bankanna? Ég efast um að eigendur erlendu bank anna noti orðið vanræksla um lánin til ís lensku bankanna. Annað orð kemur upp í hugann. Þeir telja sig hafa verið heimska. Það er þetta með eftirlitið og að vara ekki við. Erlendu bank­ arnir sváfu á verðinum sem og 50 þúsund hluthafar í íslensku bönkunum. Blaðamenn (ekki síst ég) trúðu glæsilegum árs reikn­ ingum, stunduðu ekki eigin rannsóknir á bönkum og stóð á sama þótt útlendir bankar væru svona vitlausir að dæla fé í íslensku bankana, þetta væri hvort sem er þeirra mál. Seðlabankinn sá en opinberaði ekki nema gagnvart ríkisstjórn. Fjármálaeftirlitið var nánast í kóma og skildi ekki alvöru málsins. Alþingi brást í eftirliti sínu með ríkisstjórninni. Íslenskir endurskoðendur skrifuðu undir ársreikninga – og hinar óháðu greiningardeildir bankanna voru aldrei í vafa. Hvar voru stjórnir bankanna? Hvað voru fjármálaráðgjafarnir að hugsa, sem ráðlögðu fólki og fyrirtækjum að taka ódýr, erlend lán þótt tekjur þess væru í íslenskum krónum? Hvar var þjóðin sjálf? Afsalaði hún sér eigin rökhyggju og gömlum gildum í fjármálum í hendurnar á einhverju risastóru opinberu eftirliti sem allt átti að vita og fylgjast með? Hvað höfum við svo lært af hruninu? Sjálfsagt lítið því enn stundar ríkisstjórnin blekkingar og pukur. En kannski hafa ein­ hverjir áttað sig á að nægjusemi, heiðar leiki, sjálfstæð hugsun og gömul gildi eru ekki sem verst. Jón G. Hauksson AF heimur.is HVAÐ GETUM VIÐ LÆRT? Pistill sem birtist á heimur.is

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.