Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON S umarið er tími stóru ævintýramyndanna og sumarið 2010 þar engin undantekning. Má segja að stór mynda sumarið hafi byrjað með Iron Man 2, sem eins og búast mátti við er mjög vin sæl. Aðrar kvikmyndir í þess um flokki sem þykja nokkuð öruggar um að fá mikla aðsókn í sumar eru Robin Hood, Shrek Forever After, Prince of Persia: The Sands of Time og Toy Story 3. Aðrar ævintýramyndir sem mörgum þykja líklegar til vinsælda eru The Last Airbender, The Sorcerer’s Apprentice, Inception og The Legend of the Guardians: The Owls of Ga’Hoole. Þær spár gætu þó brugðist eins og stundum hefur gerst þegar rándýrar ævintýrakvikmyndir líta dagsins ljós en svo kemur í ljós að enginn hefur áhuga á að sjá þær. Ein kvikmynd er ónefnd í þessum flokki ævin týramynda sumarsins en það er Valhalla Rising, sem sker sig nokkuð frá fyrrnefndum kvikmyndum þar sem hún er norræn kvik mynd, gerð fyrir minni pening en aðrar kvik myndir sem hér eru nefndar, en er ein stærsta kvikmynd sem ráðist hefur verið í á Norður löndum. Tvær þessara kvikmynda tengjast Íslandi að því leytinu til að í Prince of Persia: The Sands of Time leikur Gísli Örn Garðarsson veiga mikið hlutverk og tveir af framleiðendum Valhalla Rising eru Sigurjón Sig­ hvats son og Þórir Snær Sigurjónsson. Þessar tvær kvikmyndir eiga það sameiginlegt að fjalla um hetjur og skúrka fyrr á öldum. Prinsinn af Persíu Prince of Persia: The Sands of Time er gerð eftir tölvuleik og gerist eins og nafnið bendir til í Persíu til forna. Miðað við ljósmyndir og sýnishorn er myndin mikið sjónarspil og leikur grafíkin stórt hlut verk, en vonandi ekki eins stórt hlutverk og í 300, annarri ævin­ týramynd þar sem Persía kom við sögu og var sú mynd nánast ein stór tölvu grafík og átti lítið skylt við kvikmyndalist. Aðalpersónan er Dastan, ungur óbreyttur hermaður í Persíu sem sýnir hugrekki í orrustu og er ættleiddur af konunginum. Dastan slæst í för með prinsessunni Taminu til að endurheimta tímaglas, úr hönd um illmennisins Nizams, tímaglas sem var gjöf frá guðunum. Dastan er blekktur til að nota tímaglasið og þar með leggur hann konungdæmið í rúst og breytir íbúum í skrímsli. Þegar svo er komið er það í höndum Dastans og Taminu að bjarga konungsríkinu og leiðrétta mistökin með því að nota rýting sem veitir þeim tíma­ bundna stjórn yfir tímanum. Stjörnur kvikmyndarinnar eru þrjár, Jake Gyllenhaal leikur Dastan, Gemma Atherton leikur Taminu og Ben Kingsley er í hlutverki Nizams. Í góðum hópi aukaleikara er Gísli Örn Garðarsson, en hann leikur The Vizier, einn hættulegasta andstæðing Dastians og þann vígfimasta sem hann etur kappi við. Stærsta ósk The Vizier er að verða ódauðlegur og veigrar hann sér ekki við að leggja allt í rúst svo hann öðlist ódauðleika. Leikstjóri Prince of Persia. The Sands of Time er Mike Newell, reyndur og virtur breskur leikstjóri. Það var hann sem bauð Gísla Erni hlutverk í myndinni en Newell hafði séð Gísla Örn á sviði í London og leist vel á piltinn. Mike Newell hefur reynslu í að leikstýra stórum kvikmyndum en meðal nýrri afreka hans á þessu sviði er Harry Potter and the Goblet of Fire. Mike Newell hafði starfað um þrjátíu ára skeið að langmestu leyti í sjónvarpinu þegar hann leikstýrði stórsmellinum Four Weddings and the Funeral (1994) sem breytti ferli hans. Ekki yfirgaf hann þó sjónvarpið og hefur m.a. leikstýrt myndum í seríunni um Young Indiana Jones. En aðalvettvangur hans í dag er kvikmyndir og meðal mynda sem hann hefur leikstýrt eru Donnie Brasco (1997), Mona Lisa Smile (2003) og nú síðast Love in the Time of Cholera (2007). Prince of Persia: The Sands of Time verður frumsýnd hér á landi 26. maí. Tveimur dögum áður en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum. Valhalla Rising Valhalla Rising verður frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun júní en ný verið var hún frumsýnd á Bretlandseyjum og hefur fengið góða dóma. Myndin er ekki alveg ný af nálinni því frá október í fyrra hefur hún verið sýnd á ýmsum kvikmyndahátíðum. Myndin gerist á víkinga öld og er aðalpersónan One­Eyed, sem er eineygður og Gísli Örn Garðarsson leikur illmenni í Prince of Persia: The Sands of Time og feðg arnir Sigurjón Sighvatsson og Þórir Sigurjónsson eru meðal framleiðanda Valhalla Rising Jake Gyllenhaal. Kvik myndir PRINSINN AF PERSÍU OG VÖXTUR VALHALLAR Tvær ævintýramyndir þar sem Íslendingar koma við sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.