Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 69 segir skóhönnuðurinn sem fylgist almennt með straumum og stefnum í tískuheiminum. „Skór eru eins og skart.“ En hvað einkennir almennt góða skó? „Það sem skiptir miklu máli er að nota gott leður í skóna og einnig að nota leður inn í skóna; það er orðið mikið um gerviefni sem fara mjög illa með fætur en það er ekkert verra en að vera í skóm sem eru úr gerviefnum. Þeir eru bæði harðir og svo svitnar fólk meira í þeim þar sem efnið andar ekki. Umfram allt vil ég sjá fólk í fallegum, nýpússuðum skóm; það segir allt sem segja þarf.“ Marta hannar líka herraskó. „Ég get nánast hannað herraskó með lokuð augu,“ segir hún en um 20% af framleiðslu hennar eru einmitt herraskór. „Þeir eru klassískari en dömuskór en maður breytir um leður og liti miðað við hvað er í tísku hverju sinni.“ Rauðir herraskór eru á meðal þess sem er nýtt í dag og Marta segist selja mikið af þeim. „Þeir eru flottir. Eldrauðir.“ Svartir og brúnir skór eru þó alltaf vinsælir. Talandi um klassíska skó: „Ég sé fyrir mér breska hefðarmenn í Mayfair. Flott klæddir; í jakkafötum og með klút. Mér finnst Tom Ford vera æðislega flottur. Hann er samkynhneigður en karlmannlegasti maður sem ég hef séð. Ég myndi vilja að allir væru klæddir eins og hann.“ Hvað leðrið varðar – sem kemur meðal annars frá Indlandi, Ítalíu og Spáni – segir Marta að misjafnt sé hve mikið það sé unnið. Það getur verið burstað og litað í alls kyns litum. Þá er hægt að prenta á það hin ýmsu mynstur. Náttúrulegir litir verða að hennar sögn vinsælir í sumar, litir sem minna á sand og sveppi. Ljósbrúnn. Hvítur. Hvaðan fær hún hugmyndir? „Út um allt. Frá fötum, bílum, hurðarhúnum og hverju sem er. Draumum. Fallegum blómum.“ Marta Rúnarsdóttir vann í skóversluninni Stínu fínu við Lauga­ veg fyrir um 20 árum. Í fyrra og nú fyrir stuttu afgreiddi hún í nokkra daga í einni af verslununum sem hún rekur. „Mér fannst æðislegt að afgreiða. Vera á gólfinu. Kúnninn, sem gengur í skón­ um, er aðalmálið og það er frábært að afgreiða hann. Mað ur fær ákveðið innsæi. Kúnnarnir senda skilaboð og ég hlusta á þá. Það hefur hjálpað mér að skilja þá.“ Ég var ellefu ára þegar ég fékk áhuga á skóm. Ég sat inni í skápum hjá mömmu og ömmu og skoðaði flotta skótauið þeirra.“ Mörgum árum síðar hélt María Kristín Magnúsdóttir til London þar sem hún stund aði nám í skóhönnunarskólanum Cordwainers College. „Þar var lögð áhersla á hönnun og að læra allt í kringum hönn unarferlið en ég lærði líka að sauma, sníða og smíða skó.“ Um skó segir hún: „Þetta er hlutur sem ég tek fyrst eftir hjá fólki; skór eru áhugamál hjá mér og ástríða. Mér finnst gam­ an að pæla í formum, alls konar leðri og síðast en ekki síst finnst mér skór geta gert kraftaverk í að gera konur svo flottar. Góðir skór þurfa að vera rétt settir saman og þar af leiðandi þægilegir.“ María Kristín hefur hannað skó fyrir ýmsa aðila síðan 1999; strigaskó, götuskó, gönguskó, barnaskó og dömuskó. Hún byrj­ aði að hanna undir eigin nafni árið 2004. Það sem ein kennir hönnun hennar hvað varðar MKM: Hún er sígild og leggur hún áherslu á roð og skraut. „Ég hanna skó fyrir konur sem eru þægilegir, glæsilegir og úr íslensku roði og leðri.“ Roð: Hlýri, lax og karfi. Leður: Lamb og geitaskinn. Þá eru skórnir fóðraðir með leðri. María Kristín fylgist náttúrlega með straumum og stefnum í tískunni þegar kemur að hugmyndum. „Ég vil að skórnir séu sem einfaldastir en einfaldir hlutir eru yfirleitt flóknastir.“ HÆTTI VEGNA ÁSTANDSINS María Kristín segir að til að fyrirtækjarekstur gangi vel þurfi að vera með góða yfirsýn. Hvað framleiðsluna snertir segir hún lykilatriði að vera með aðila – umboðsmann – sem fer í verk­ smiðjurnar daglega til að fylgjast með, sérstaklega með gæðum. María Kristín hefur látið hanna skóna í Kína, Portúgal og á Spáni en hún rak í nokkur ár fyrirtækið MKM sem kom að framleiðslunni. Þá rak hún ásamt fleiri hönnuðum verslunina Verksmiðjuna. Þótt hún sé hætt að láta framleiða eigin hönnun eru skórnir seldir á Íslandi, í Færeyjum og Þýskalandi. „Ég ákvað að hætta að framleiða í bili vegna ástandsins. Báðum verksmiðjunum, sem ég var búin að þróa heila línu með, var lokað vegna heimsástandsins og þar af leiðandi sá ég fram á að vera ekki með nóga vöru í versluninni. Ég tek því rólega og læt ástandið aðeins líða hjá.“ Í dag rekur María Kristín eingöngu heildsölu. Þegar hún er spurð hvort tækifæri felist í kreppu segir hún: „Já, alveg hiklaust. Það gefur manni tækifæri til að endurskoða alla hluti.“ Draumurinn: „Að hafa meiri tíma til að vera í hönnunarferlinu, vera nær handverkinu þar sem þróunarvinnan fer fram og að framleiða skóna í góðum verksmiðjum í Evrópu.“ María Kristín Magnúsdóttir. „Báðum verksmiðjunum, sem ég var búin að þróa heila línu með, var lokað vegna heimsástandsins og þar af leiðandi sá ég fram á að vera ekki með nóga vöru í versluninni. Ég tek því rólega og læt ástandið aðeins líða hjá.“ H Ö N N U N MARÍA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.