Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 55 M E L A B Ú Ð I N unnubúðin er lítil og notaleg verslun við Mávahlíð. Eysteinn Sigurðsson kaupmaður tók við rekstri verslunarinnar í febrúar í fyrra, en hann rak áður Krambúðina við Skólavörðustíg í mörg ár. „Eftir að ég seldi Krambúðina tók ég mér langt frí en var svo verslunarstjóri hjá Europris um tíma. Ég komst þó fljótlega að því að ég þrífst ekki vel í stórum verslunum og ákvað því að kaupa Sunnubúðina og taka slaginn aftur. Þegar ég tók við rekstrinum var útlitið mjög svart, öll verð að hækka og erfitt að fá vörur enda margir hræddir vegna hrunsins. Ástandið hefur þó skánað og í dag gengur betur að fá vörur þrátt fyrir að stóru versl­ anirnar eigi það til að kaupa upp allan lager heildsalanna og því ekkert til skiptanna fyrir minni búðirnar. Stundum er því haldið fram að álagningin í smærri verslununum sé mikil en það er alls ekki rétt. Ég er viss um að við höfum úr mun minna að spila en stórmarkaðirnir þar sem þeir fá mun meiri afslátt af innkaupum en við hjá birgjum. Við þessir minni gætum lækkað vöruverð verulega ef við sætum við saman borð og þessir stóru og siðferðið í viðskiptunum væri eðlilegt,“ segir Eysteinn. „Reksturinn gengur vegna þess að við lifum spart og rekum verslanirnar með litlum tilkostnaði og ekki með stjóra ofan á stjóra. Við stöndum mikið í búðinni sjálfir og sjáum sjálfir að miklu leyti um daglegan rekstur. Viðskiptavinir mínir eru blanda af föstum kúnnum og fólki sem gerir stór innkaup í lágvöruverslunum og kemur svo til mín ef það vantar eitthvað. Mér sýnist þó karfan alltaf vera að stækka hjá fólki og aukast það magn sem hver og einn kaupir í einu. Styrkur okkar liggur í því að við veitum persónulegi þjónustu en stórmarkaðirnir og viðskiptavinirnir kunna að meta slíkt. Við sendum vörur einnig heim til fólks í hverfinu og eldra fólkið kann vel að meta það. Því miður er búið að eyðileggja grund­ völlinn fyrir rekstri smærri verslana mjög víða í borginni og það verður erfitt að endurreisa þær þar. Húsnæðið er horfið undir annað og við skipulagningu nýrra hverfa er ekki gert ráð fyrir svona rekstri. Ég tel að þær verslanir sem eru starfandi í dag eigi framtíð fyrir sér en ég sé ekki fram á að fleiri bætist við.“ Eysteinn segist afskaplega þakklátur fyrir það að enn sé til fólk sem vill versla við smærri verslanir. „Sumir gera það af hugsjónarástæðum, öðrum finnst það þægilegt og aðrir gera stórinnkaup í lág­ vöruverslunum og versla það sem upp á vantar hjá okkur og það eru allir jafn velkomnir.“ S U N N U B Ú Ð I N S M Á S A L A Eysteinn Sigurðsson, kaupmaður í Sunnubúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.