Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 29 Og stjórnarformaðurinn fer af fundi að því er virðist vongóður. Það er hugsanlegt að lán fáist gegn veði í lánum til norskra fyrirtækja. Þetta er lánabók 561, verðmæt skræða sem gæti bjargað Glitni. Þessa Glitnishelgi kemur þó í ljós að lítil ástæða var til bjartsýni. Það mátti ekki nota norsku útlánin í fjármálavafninga, ekki veð­ setja þau, og þá var fáu álitlegu til að dreifa í bókum bankans. Allt annað sem bankinn á er „harla lélegt“. Það eru innlend húsnæðis­, bíla og neyslulán – pappírar sem síðar verða frægir undir nafninu „ástarbréf“. Örlögin réðust fyrir helgi Og nú rekur óðum að því sem verða vill. Glitnir fær ekkert lán og frá föstudeginum 26. september, þegar búið er að skoða papp­ írana er augljóst að Seðlabankinn ætlar að taka bankann. Stærsti eigandi Glitnis, Jón Ásgeir Jóhann­ esson, kallar þetta að leikslokum „Stærsta bankarán Íslandssögunnar“. Og það má hugsa sér að einhverjir kostir aðrir hafi verið í stöðunni til að fresta fallinu þar til síðar, en ekki til að bjarga bankakerfinu. Þessa Glitnishelgi í september virðast flestir hafa brugðið sér af bæ. Útivistin heillar við­ skiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson eins og marga bankamenn. Hann fer með mál bankanna þegar og ef hann fær að vita hvað er að gerast. Svo var ekki Glitnishelgina. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í New York. Það stendur til að Íslend­ ingar skipi autt sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ef aðrar þjóðir vilja leyfa okkur það. Sem þær vildu ekki. Tómarúm Á Íslandi virðist vera komið upp tómarúm við stjórn landsins. Það er ekki bara vegna þess að allir eru fjarverandi á þessum tíma að skoða haustlitina eða taka þátt í alþjóða pólitík heldur vegna þess að ekkert hefur í raun verið gert vegna yfirvofandi fjármálakreppu. Hugmyndir hafa verið ræddar en ekkert gert. Það má með fullum rétti halda því fram að viðbúnaði hafi lokið 15. maí um vorið þegar samið var um gjaldeyrisyfirdrátt við þrjá nor­ ræna seðlabanka. Þetta eru litlir peningar en duga fyrir innflutningi á nauðþurftum í nokkra mánuði ef allt annað þrýtur. Tilraunir til að koma upp stærri gjaldeyris­ varaforða hafa mistekist vegna þess að enginn hefur trú á íslenska fjarmálakerfinu. Frá 15. maí er það eitt til ráða að bíða og vona og sjá til hvort þetta reddist ekki. Það reddaðist ekki. Það er tómarúm þegar líður að Glitnis­ helg inni. Enginn er á slökkvistöðinni og það er byrjað að brenna. Þegar Þorstein Már Bald vinsson gengur inn á skrifstofu Davíðs Oddsonar um hádegisbil 25. spetember fyllir Davíð þetta tómarúm. Hann tekur málin í eigin hendur og ræður því sem ráðið verður um atburðarásina alla helgina. Forsætisráðherra kallaður heim Föstudagurinn 26. september fer í fundahöld með Glitnismönnum og Davíð kallar Geir H. Haarde forsætisráðherra heim frá New York. Davíð lætur Árna Mathiesen fjár mála­ ráðherra vita um stöðuna en hann lætur Björg vin G. Sigurðsson ekki vita og hefur ekki talað við hann í meira en ár. Enn um sinn eru það bara sjálfstæðismenn og nokkrir Glitnismenn sem véla um málið og aðeins einn maður hefur ákveðna hug­ mynd um hvað beri að gera. Seðla banka stjóri ætlar að „taka bankann“ og verður hvergi hvikað frá þeirri fyrirætlan. Auðvitað má velta fyrir sér til hvers önnur úrræði hefðu leitt. Lán hefði í besta falli fram­ lengt líf Glitnis um nokkra mánuði. Frétt um að bankinn hefði fengið neyðarlán úr nær tómum Seðlabankanum hefði hugsanlega leitt af sér áhlaup – run – á alla bankana strax um mánaðamótin. Lánið hefði því helst orðið að vera leynilegt – það má ekki. Ýmsar slysalegar tilviljanir ollu auk þess því að fjölmiðlar vissu að eitthvað mikið var að gerast. Ráð og ráðleysi En klukkan tifar alla Glitnishelgina. Geir H. Haarde kemur heim í krísuna á laugardagsmorgni. Ingibjörg Sólrún Gísla­ dóttir er í New York og fær að vita það sem Geir veit. Flest starfsfólk Seðlabanka er í fríi úti á landi eða í útlöndum. Hagfræðingar bankans kvarta síðar undan að hafa ekki verið hafðir með í ráðum. En ákvörðunin er tekin: Bankinn fær ekki lán, hann á ekkert nema ástarbréf. Síðan er að sjá hvernig spilast úr þeirri stöðu að ríkið eignist ráðandi hlut í bankaum. Það er enginn tími til að fara í „efnahags­ legar analýsur“, er sagt, og því hafa hag fræð­ ingar og lögfræðingar Seðlabanka það náðugt Glitnishelgina. Og bankaráðherrann einnig alveg fram á sunnudagskvöld. En það eru fundir allan laugardaginn 27. september. Seðlabankastjórar með Fjár­ mála eftirliti og Glitnismönnum og Geir H. Haarde með seðlabankastjórunum í forsætis­ ráðuneytinu. Og í skúraveðrinu á laugardeginum, klukkan 16.00, koma bankastjórarnir út frá forsætis­ ráðherra. Sjónvarpsmenn sjá þetta fyrir til­ viljun og ná á mynd. Það er eitthvað mikið að gerast úr því ráðamenn eru á fundi í forsætisráðuneytinu á laugardegi. „Ekkert að gerast“ Hraðinn eykst á atburðarásinni. Bankaráðherrann langar að vita hvað er að gerast en það „er ekkert að gerast“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og Geir segist bara vera að kynna sér mál bankanna eftir dvöl í út löndum. En það er eitthvað að gerast og forsætis­ ráðherra vill að samstarfsflokkurinn, Sam­ fylkingin, komi að málinu. Það gerist um Ingibjörgu Sólrúnu í New York og Össur Skarphéðinsson í sturtunni hjá World Class. Þó segist Össur hvorki hafa „vit né áhuga“ á málinu. Þó kemur það í hans hlut að vera bankaráðherra úr því enginn vill hringja í sjálfan bankaráðherrann. Hin raunverulega ákvörðun er þegar tekin. Teningunum hefur verið kastað. Seðla­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.