Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 81
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 81 SVANDÍS RÚN RÍKARÐSDÓTTIR framkvæmdastjóri Rose Invest Nafn: Svandís Rún Ríkarðsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 26. mars 1981. Foreldrar: Ríkarður Rúnar Ríkarðsson og Friðbjörg Sif Grétarsdóttir. Maki: Elmar Hallgríms Hallgrímsson. Börn: Júlían Ríkarður Elmarsson, 2ja ára í haust. Menntun: B.Sc. í viðskiptafræði og próf í verðbréfaviðskiptum. Svandís Rún Ríkarðs­ dóttir: „Hef ég verið að prófa mig áfram við ljósmyndun og kemur kannski ekki á óvart að uppáhaldsmyndefnið er sonurinn.“ V ið stofnuðum Rose Invest í lok árs 2008. Félagið rekur verð bréfa sjóðinn River Rose og fag fjár festasjóðinn Purple Rose og helstu viðskiptavinir okkar eru fagfjárfestar s.s. lífeyrissjóðir og trygg­ ingafélög. Markmið sjóðanna er að fylgja hlutabréfaverði upp í hækkun en ekki niður í lækkun. Sjóðirnir sækjast eftir ávöxtun af hækkun leiðandi fyrirtækja og markaða í helstu löndum heims og fjárfesta í alþjóðlegum hlutabréfum sem skráð eru í Bandaríkjunum. Við fylgjumst með hluta­ bréfum á Wall Street hverja mínútu á meðan opið er þar, frá kl. 9.30 til 16.00 á New York tíma. Sem framkvæmdastjóri félagsins ber ég ábyrgð á daglegri starfsemi þess. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og í því felst m.a. að halda utan um reksturinn, sjá um samskipti við samstarfs­ og eftirlitsaðila og ekki síst að styðja við stýringu sjóðanna þar sem þeir eru kjarninn í starfseminni. Sigurður B. Stefánsson er annar stofnandi félagsins og sjóðstjóri og gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga. Við erum ein­ mitt nýbúin að senda út sumarkveðju til viðskiptavina okkar og annarra velunnara á póstlista félagsins. Við sendum slíka pósta með reglubundum hætti en þar er farið yfir stöðuna á hlutabréfamarkaði, ávöxtun sjóða og það helsta sem er á döfinni hjá Rose Invest. Á heimasíðunni www.RoseInvest. com erum við að byggja upp fróðleik um fjárfestingarstílinn og þá hugsun sem býr að baki. Þar eru líka upplýsingar um sjóðina, reglulegar dagbókarfærslur auk þess sem nokkrar nýjungar eru í undirbúningi sem koma inn á næstu vikum.“ Svandís hefur lokið B.Sc. prófi í við­ skipta fræðum við Háskóla Íslands og prófi í verðbréfaviðskiptum. Samhliða starfi stundar hún MS ­nám í fjármálum fyrirtækja við Háskóla Íslands. „Þegar kemur að áhugamálum er vinnan ofarlega í huga og það er frábært að vinna við það sem maður hefur ánægju af. Önnur áhugamál eru margvísleg og meðal þess sem ég nýt að gera er að lesa góðar bækur og ferðast. Þá hef ég verið að prófa mig áfram við ljósmyndun og kemur kannski ekki á óvart að uppáhaldsmyndefnið er sonurinn. Um helgar nýtur fjölskyldan þess að taka frá tíma til að slaka á saman. Þá tökum við gjarnan daginn snemma með nýbökuðu bakkelsi og förum svo í bæjarferð. Þar sem það vekur mikla kátínu hjá yngsta fjölskyldumeðlimnum að skoða endurnar á tjörninni og dýrin í Húsdýragarðinum eru það reglulegir viðkomustaðir hjá okkur. Eins er alltaf gaman að líta við hjá fjölskyldu og vinum en í því annasama umhverfi sem við lifum í dag gerir maður aldrei nóg af því. Það sem stendur hæst þessa dagana er að klára að skipuleggja sumarfríið. Ef aðstæður á Eyjafjallajökli leyfa er stefnt á stutta ferð til Kaupmannahafnar þar sem Tívolí verður án efa heimsótt. Þá er stefnt á að fara loks­ ins í langþráð ferðalag hér á landi og eru nú þegar tvær útilegur á teikniborðinu með hópum innan fjölskyldna okkar. Fjölskyldan reynir að fara reglulega til út landa enda er frábært að heimsækja nýja staði og njóta þess að slaka á, skoða sig um og prófa skemmtilega hluti. Í desember á síðasta ári fórum við til Boston þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti hjá frændfólki mínu og var ógleymanlegt að upplifa jólastemninguna í Boston.“ Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.