Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Forsíðugrein
Markaðsreikningur
Verðtryggðir reikningar
Framtíðarreikningur
Lífeyrisreikningur
Reikningar Netbankans skiluðu
framúrskarandi ávöxtun á síðasta
ári, eins og mörg undanfarin ár.
Stofnaðu reikning og fjárfestu í sparnaði á réttum stað.
Markaðsreikningur ber nú allt að vexti, sem er
með því allra besta sem gerist meðal sambærilegra reikninga.
Seðlabankinn hefur það eina markmið að halda verðbólgu niðri. En
hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Seðlabankinn virðist ætla
að halda fast við þá stefnu sína að lækka ekki vexti fram eftir þessu
ári vegna þess að verðbólga sé í pípunum. Aðrir segja að eggið komi
á undan og að háir vextir stuðli að kostnaðarverðbólgu; það hefur
að vísu sjaldan þótt góð hagfræði.
En hvað um það? Bankinn telur að lækkun stýrivaxta Seðlabank
ans hefði í för með sér lægra gengi krónunnar og þar með kæmi
mikið verðbólguskot sem yrði mesta kjaraskerðing sem um gæti
fyrir skuldsett heimili í landinu. Bankinn er ekki einu sinni tilbú
inn að lækka stýrivexti í takt við t.d. lækkun stýrivaxta Seðlabank
ans í Bandaríkjunum til að draga úr vaxtamuninum.
Atvinnulífið kallar hins vegar eftir vaxtalækkun Seðlabankans
til að örva atvinnulífið. Annars muni ýmis fyrirtæki lenda í vand
ræðum og atvinnulífið skrúfast niður með margföldum hraða og að
stundarmótbyr verði að alvarlegri kreppu. Kosturinn er auðvitað sá
að verðbólgan lækkar (verður jafnvel að verðhjöðnun) og eftirspurn
eftir peningum dettur niður og lækkar þar með vexti og þá getur
Seðlabankinn fyrst farið að lækka stýrivexti. En er það þá orðið of
seint? Það er þetta með eggið og hænuna og að eltast við skottið
á sjálfum sér. Verst af öllu er að hafa bæði háa vexti og mikla verð
bólgu eins og núna er.
Hvað nú? Vextir verða að lækka til að hlutabréf fari aftur
upp. En það er augljóslega bið á vaxtalækkun Seðlabankans
og þar með uppsveiflu hlutabréfa.
Á heimsviðskiptaráðstefnunni í svissneska fjallabænum Davos komu
helstu viðskiptaforkólfar og frumkvöðlar heims saman til að spá í spilin.
Á ráðstefnunni voru þeir mjög á misjafnri skoðun um framhaldið. Sumir
spáðu því að viðsnúningurinn á hlutabréfamörkuðum yrði ekki fyrr
en með haustinu á meðan aðrir voru svartsýnni og spáðu því að efna
hagslægðin yrði viðvarandi fram á næsta ár.
Hvað nú? Í Davos spáðu sumir grænu hausti á hlutabréfamörk-
uðum, aðrir að það myndi ekki grænka aftur fyrr en eftir eitt ár.
Það er stundum talað um tímatöf í hagfræði og er það kennt við tregðu
lögmálið. Einn anginn af umræðunni að undanförnu, mitt í verðhruni
hlutabréfa, eru ofurlaun forstjóra á síðasta ári. Nú er tími aðalfunda,
og upplýsingar um laun forstjóra og helstu stjórnenda á síðasta ári eru
birtar daglega. Þetta er svolítil seinheppni. En ætla má að hinn almenni
hluthafi spyrji sig hvort ástæða sé til að borga forstjórum áfram ofurlaun
á meðan hluthafar sjálfir tapa.
Hvað nú? Tregðulögmálið mun láta undan og ofurlaun forstjór-
anna lækka í skjóli verðhruns hlutabréfa og taps hluthafa.
Stærstu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt lista Frjálsrar verslunar eru í
raun alþjóðleg. Frekar ætti að segja: Stærstu íslensku fyrirtækin. Þau
eru alþjóðleg en skráð á Íslandi og megnið af starfsemi þeirra fer fram
erlendis. Það er kostur. Þannig er tekjugrunnurinn orðinn alþjóðlegur
og litla, góða Ísland vigtar aðeins brot af tekjum þeirra. Tekjudreifing er
jafnframt áhættudreifing. Stærstu fyrirtækin líta í raun á sig sem alþjóð
leg en að þau hafi rætur á Íslandi.
Þau vilja gera upp í evrum og þau vilja að hlutabréf þeirra séu skráð
í evrum svo þau verði álitlegri kostur fyrir erlenda fjárfesta. Hvað gerist
ef fyrirtækin skrá sig ytra? Með einu pennastriki. Hvað gerist ef þau
sætta sig ekki við krónuna? Ef evran kemur ekki til þeirra þá fara þau
til evrunnar.
Hvað nú? Verðhrunið á hlutabréfunum þýðir að stærstu fyrirtækin
leggja enn meira upp úr því að gera upp og skrá hlutabréf sín í
evrum. Nei; merkir að þau fara.
11. Vextirnir niður. Þýðir það verðbólguskot?
12. Lauf falla. En verður þetta grænt haust?
14. Alþjóðleg. En skráð á Íslandi?
13. Hlutabréf falla. En ekki ofurlaunin!