Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 121
„Ef maður hefur eitthvað fram að færa
þá er mikilvægt að geta komið því vel
frá sér. Lykilatriði góðrar framkomu
og ræðumennsku felast í því
hvernig maður beitir líkam
anum og röddinni og hvernig
framsögn maður hefur.
Síðan þarf að huga að
útgeislun og hún er eitthvað
sem er ekki bara eitthvað meðfætt fyrir
bæri heldur er hægt er að læra hana og
þjálfa eins og hvað annað merkilegt
nokk.
Næst er það uppbyggingin á text
anum þar sem er gott að
forðast allar málalengingar
og koma sér beint að efn
inu; skýrt, skorinort og
skemmtilega. Síðast en ekki
síst er það hvernig maður
flytur erindið. Þar komum við í raun að
lykilspurningunni; hverju maður vill ná
fram hjá þeim sem á mann hlýða og
hvernig ætlar maður að fara að því.
Á síðustu sex árum hef ég þróað
námskeið hjá Capacent sem tekur á
þessum atriðum og nýti til þess bæði
reynslu mina úr leikhúsinu og reynslu
mína af textasmíð sem blaðamaður á
Morgunblaðinu. Það er sannarlega mjög
gefandi að sjá fólk taka stórstígum fram
förum í því að miðla þeim fjársjóði sem
það býr yfir.“
Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður.
Eftirminnilega góð ráðstefna:
Komst lífs af úr vændi
,,Snemma árs 2005 var haldinn 49. fundur
kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem
ætlað var að fylgja eftir og skoða árangur
af kvennaráðstefnu SÞ sem haldin var í
Peking 1995. Í tengslum við fundinn var
haldinn fjöldi málþinga sem
ýmist voru skipulögð af Sam
einuðu þjóðunum sjálfum
eða af frjálsum félagasam
tökum og kvennahreyf
ingum. Framboðið var yfir
þyrmandi og nánast ógern
ingur að velja af einhverju viti. Ég ákvað að
leggja áherslu á ráðstefnur og málstofur
sem fjölluðu um vændi og mansal. Ein slík
er sérstaklega eftirminnileg, sú var haldin
af samtökum sem heita Coalition Against
Trafficking in Women (CATW) og bar yfir
skriftina Lögleiðing vændis: Gerir ríki að
melludólgum? Fyrirlesarar voru tveir fyrrum
ráðherrar frá Svíþjóð, þau Margaretha Win
berg og Jens Orback, Jean Enriques stjórn
andi CATW á Filipseyjum og Kyrrahafssvæð
inu, Yons Soou frá Kóreu
auk ástralskrar konu á fer
tugsaldri, sem ég man því
miður ekki hvað heitir, en
hún var fyrrum vændiskona
og kynnti sig sem „survi
vor of prostitution“, konu
sem komst lífs af úr vændi. Hennar framlag
var það áhrifaríkasta á allri ráðstefnunni.
Það sem lifað hefur með mér af þessari
ráðstefnu eru goðsagnir tengdar lögleiðingu
vændis og raunveruleikinn sem er samfara
lögleiðingu.“
Hægt er
að þjálfa
útgeislunina.
María Ellingsen, leikkona, leikstjóri og þjálfari hjá Capacent ráðgjöf.
Framboðið var yfir
þyrmandi og nánast
ógerningur að velja
af einhverju viti.
Hvernig á að halda
góða ræðu?
Framkoma
og tjáning
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 121