Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 31
Forsíðu
Þótt ekki séu eignatengsl við Pálma Har
aldsson í Fons þá liggur fyrir að hann hefur
fjárfest með Baugi á nokkrum stöðum á
undanförnum árum; bæði hér heima og í
Bretlandi. Fons er mjög sterkt félag og á m.a.
Skeljung, stóran hlut í FL Group, Northern
Travel (Iceland Express, Sterling o.fl.), 365 og
Landic Property (áður Stoðir) en hluti Baugs
Group í því fór inn FL Group þegar Baugur
hljóp undir bagga með FL Group í byrjun des
ember. Fons er ekki á markaði.
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Exista, (VÍS og Lýsing þar inni)
• Kaupþing banki,
• Bakkavör Group,
• Skipti (Síminn, Skjár einn),
• SPRON (í gegnum Exista)
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Glitnir,
• FL Group,
• Hagar,
• Baugur,
• Landic Property,
• Teymi,
• Húsasmiðjan,
• Byr,
• TM,
• 365.
Jón Helgi
Guðmundsson
Jón Helgi Guðmundsson í Byko þykir mjög
sjálfstæður í fjárfestingum og þekktur fyrir að
fara sínar eigin leiðir. Hann er mjög stór spilari
í íslensku viðskiptalífi í gegnum Norvik (Byko,
Nóatún, Krónan, Húsgagnahöllin). Hann tengist
einnig Marel í gegnum félagið Eyri Invest. Er stór
hluthafi í Kaupþingi. Ennfremur stór hluthafi í
eignarhaldsfélaginu Veritas Capital sem á og rekur
m.a. lyfjainnflutningsfyrirtækið Vistor. Þá er Jón
Helgi eigandi banka í Lettlandi og Rússlandi.
Ólafur Ólafsson
í Samskipum
Ólafur Ólafsson í Samskipum er eins og
Jón Helgi Guðmundsson í Byko sjálfstæður
í fjárfestingum og fer sínar eigin leiðir.
Hann er helsti eigandi Samskipa og Alfesca
og annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi.
Fjárfestingarfélag Ólafs heitir Egla.
Þrátt fyrir að leikurum á sviðinu hafi fækkað
eftir að verðfall hlutabréfa vængstýfði
nokkra þeirra eru sem betur fer nokkrir
mjög sterkir fjárfestar enn á sviðinu.
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Norvik,
• Marel,
• Kaupþing banki,
• Veritas Capital (Vistor).
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Samskip,
• Alfesca,
• Kaupþing banki,
• Egla, fjárfestingafélag.
aðrir stErkir fjárfEstar
grein