Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
nýjasta viðbótin við salina í Bláa Lóninu er veitinga og veislusalurinn Lava sem er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa lónið. Náttúrulegur klettaveggur innst í salnum setur
sterkan svip á salarkynnin og veitir þeim ævintýralegan blæ. Glerstigi
liggur upp á aðra hæð. Þar er setustofa, bar og svalir þar sem gestir
geta horft yfir salinn. Útveggir eru úr svartri steypu, klæddir hrauni að
utan og gleri. Útsýni er út á lónið úr hluta salarins en hluti glugganna
eru umluktir hraunveggjum sem umlykja bygginguna og veita henni
hlýlega umgjörð. Göngustígur upp hraunið leiðir gesti upp á þak
hússins sem er jafnframt útsýnispallur. Salurinn er 400 fm að stærð og
lofthæð hans er 6,5 metrar. Salurinn rúmar allt að 300 gesti í sæti og
hentar því vel fyrir árshátíðir og annan mannfagnað. Látlaus en falleg
norræn húsgagnahönnun fer vel við salarkynnin.
Bláa Lónið býður einnig upp á glæsilega fundarsali í Bláa Lóninu
og í Eldborg, skammt frá (5 mín. akstur). Salirnir henta vel fyrir
fundi, ráðstefnur, veislur og annan mannfagnað. Þeir eru allir búnir
fullkomnum tækjum til fundahalda meðal annars þráðlausu háhraða
internetsambandi, notendum að kostnaðarlausu.
Fleiri nýjungar
Sveinn Sveinsson, sviðsstjóri veitingasviðs Bláa Lónsins, segir nýja
salinn vera byltingu bæði fyrir þau sem eru í rekstrinum og viðskipta
vini sem vilja koma og halda fundi og mannfagnaði og þá ekki síður
fyrir viðskiptavini sem eru á eigin vegum: „Það getur verið truflandi
þegar í gangi eru stórar veislur í návígi við hinn almenna gest. Lava
er sér og hefur tvær inngönguleiðir. Hann er stærsti salurinn okkar og
við höfum haft þar rúmlega 300 manns í sæti og 500 manns í stand
andi viðburði.“
Sveinn nefnir fleiri nýjungar: „Í gamla veitingasalnum er komið
bistro sem við köllum Blue Café. Þar eru á boðstólum hefðbundnar
bistrovörur, kaffi, brauð, skyr, jógúrt, djús og fleira og verður stað
urinn rekinn með sjálfsafgreiðsluformi sem gerir það að verkum
að afgreiðslan verður hraðari og hentar vel þeim gestum sem hafa
nauman tíma.“
Meðal annarra nýjunga er Betri stofa þar sem eru sex einkaklefar
en hver klefi rúmar 12 gesti. Á svæðinu er einnig setustofa með arni,
þægilegum húsgögnum og innilaug. Léttar veitingar eru einnig í boði
Bláa lónið:
Lava, nýr veitinga og veislusalur
sem byggður er inn í hraunið
Starfsfólk á veitingasviði Bláa Lónsins vinnur við einstakar aðstæður
í návígi við náttúru landsins.
Eldhúsið í Bláa Lóninu er mjög fullkomið og þar starfa meðal annars
fimm faglærðir matreiðslumenn.
Lava, nýi salurinn í Bláa Lóninu, rúmar 300 manns í sæti.